Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
recast svefnsófi kr. 149.900
vandaðir og góðir svefnsófar frá innovation living denmark - skoðaðu úrvalið á linan.is
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Meira en milljón manns hefur nú
smitast af kórónuveirunni sam-
kvæmt opinberum tölum. Af þeim
hafa rúmlega 51.000 manns látið lífið
og um 208.000 eru sagðir hafa náð
sér eftir veiruna. Heimsfaraldurinn
heldur áfram að valda miklum usla
og tilkynntu nokkur ríki stóraukið
atvinnuleysi í gær, sem rekja má
beint til afleiðinga kórónuveirunnar.
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í
gær að um 6,65 milljónir manna
hefðu bæst á atvinnuleysisskrá þar í
síðustu viku. Er það mesta aukning
atvinnuleysis á einni viku í Banda-
ríkjunum og hafa þá um það bil 10
milljónir manna lýst sig atvinnulaus-
ar þar í landi á síðustu tveimur vik-
um vegna kórónuveirufaraldursins,
en 5,8 milljónir voru fyrir á atvinnu-
leysisskrá.
Atvinnuleysið náði einkum til
starfsgreina sem hafa orðið illa fyrir
barðinu á faraldrinum, eins og hót-
elstarfsfólks, en einnig varð aukn-
ingar vart í framleiðslugreinum og í
smásölu.
Svipaða sögu var að segja á Spáni,
þar sem tilkynnt var um metfjölda
fólks á atvinnuleysisskrá, og í
Frakklandi, en Ursula von der
Leyen, forseti framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, lagði til í gær
að stofnaður yrði sérstakur sjóður
upp á 100 milljarða evra til þess að
hjálpa aðildarríkjunum að greiða út
atvinnuleysisbætur.
Meira en helmingur heima við
Taíland bættist í gær í hóp þeirra
ríkja sem sett hafa á útgöngubann
og er nú áætlað að rúmlega 3,9 millj-
arðar, meira en helmingur mann-
kyns, sé nú undir einhvers konar
fyrirmælum um að halda sig heima
við.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
ávarpaði þjóð sína í annað sinn
vegna faraldursins. Tilkynnti hann
að fyrirmæli um að loka vinnustöð-
um sem áttu að gilda út þessa viku
hefðu verið framlengd til loka mán-
aðarins. Verða allir virkir dagar í
apríl þar með opinberir frídagar í
Rússlandi vegna kórónuveirunnar.
Stjórnvöld á Spáni og í Bretlandi
tilkynntu mestu fjölgun dauðsfalla á
einum sólarhring í gær, þriðja dag-
inn í röð. Á Spáni létust 950 manns
og hafa nú rúmlega 110.000 veikst
og um 10.000 dáið af völdum kórónu-
veirunnar þar. Salvador Illa, heil-
brigðismálaráðherra Spánar, sagði
hins vegar að sjúkdómskúrfan, sem
sýnir fjölda nýrra tilfella, væri nú
stöðug og því væri tekið að hægja á
faraldrinum.
Á Ítalíu, sem verst hefur orðið úti
í faraldrinum í Evrópu, létust 760
manns á undanförnum sólarhring og
eru öll teikn nú um það að farald-
urinn sé þar í rénun.
Flugfélög orðið illa úti
IATA, alþjóðasamtök flugfélaga,
tilkynntu í gær að eftirspurn eftir
flugferðum hefði hrunið meira í kjöl-
far faraldursins en hún gerði eftir
hryðjuverkaárásirnar 11. september
2001. Áhrif þessa komu berlega í
ljós í gær, en British Airways sögðu
í gær upp 28.000 manns tímabundið
og Lufthansa skerti vinnutíma
87.000 starfsmanna.
Mikil óvissa ríkti á mörkuðum í
gær en heimsmarkaðsverð á hráolíu
hækkaði á ný eftir að Donald Trump
Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að
hann hefði komið á samtali milli Mo-
hammeds bin Salmans, krónprins
Sádi-Arabíu, og Pútíns Rússlands-
forseta og sagðist Trump sjá fyrir
sér að ríkin myndu skerða fram-
leiðslu sína og binda þannig enda á
verðstríð sitt. Talsmaður Pútíns
þrætti hins vegar fyrir að forsetinn
og krónprinsinn hefðu ræðst við.
Atvinnuleysi skýst
upp úr öllu valdi
Rúmlega milljón tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í heiminum
AFP
Í fullum herklæðum Þessi lögregluþjónn í Chennai á Indlandi gekk um götur borgarinnar í kórónuveirubúningi til
að minna vegfarendur á nauðsyn þess að halda tveggja metra fjarlægð í næsta mann á tímum heimsfaraldursins.
Dómstóll í Pak-
istan ákvað í gær
að breyta dauða-
dómi yfir Ahmed
Omar Saeed
Sheikh í sjö ára
fangelsi. Sheikh
var dæmdur til
dauða árið 2002
fyrir að hafa
rænt bandaríska
blaðamanninum
Daniel Pearl og afhöfðað hann.
Dómstóllinn sýknaði að auki þrjá
menn sem dæmdir höfðu verið í lífs-
tíðarfangelsi fyrir að aðstoða
Sheikh við verknað sinn.
Saleem Akhtar, saksóknari máls-
ins, sagði að hann myndi áfrýja
dómnum til hæstaréttar Pakistans.
Á seinni árum hafa komið upp
efasemdir um að Sheikh hafi verið
sá sem myrti Pearl, þó að talið sé
óumdeilt að Sheikh hafi verið sá
sem stóð að mannráninu sem leiddi
til andlátsins. Leikur grunur á að
Khalid Sheikh Muhammad, skipu-
leggjandi árásanna 11. september
sem nú er í haldi Bandaríkjamanna,
hafi framið verknaðinn.
Milduðu dóminn yfir
meintum morðingja
Daniel
Pearl
PAKISTAN
Boris Johnson,
forsætisráðherra
Bretlands, hét
því í gær að yfir-
völd myndu
fjölga mjög skim-
unum eftir kór-
ónuveirunni, eft-
ir að rúmlega
560 manns létust
þar annan dag-
inn í röð.
Ríkisstjórnin hefur verið gagn-
rýnd harðlega á undanförnum dög-
um, þar sem skimunum hefur verið
haldið í lágmarki, og einungis um
2.000 af þeim rúmlega 500.000 heil-
brigðisstarfsmönnum sem starfa í
landinu hafa verið rannsakaðir.
Einungis um 10.000 próf eru
framkvæmd í Bretlandi á dag, þrátt
fyrir að markmið stjórnvalda sé að
25.000 séu prófaðir á degi hverjum.
Johnson lofar stór-
auknum skimunum
Boris
Johnson
BRETLAND
Demókrataflokkurinn tilkynnti í
gær að ákveðið hefði verið að fresta
flokksþingi hans, sem átti að hefjast
13. júlí, aftur til 17. ágúst. Joe
Solmonese, formaður miðstjórnar
flokksins, sagði í yfirlýsingu að
fylgst yrði grannt með þróuninni
næstu vikur svo að hægt yrði að
halda flokksþingið á sem öruggast-
an máta.
Þá sagði í tilkynningunni að at-
hugað yrði hvort breyta þyrfti
skipulagi þingsins, þeim fjölda sem
fengi að mæta og dagskrá þess.
Hefð er fyrir því í Bandaríkjunum
að sá flokkur sem sitjandi forseti er
í haldi sitt flokksþing á eftir hinum,
og á þing Repúblikanaflokksins að
hefjast 24. ágúst.
Megintilgangur þingsins er að út-
nefna formlega frambjóðanda
flokksins í næstu forsetakosningum,
en Joe Biden, fyrrverandi varafor-
seti, er nú talinn nær öruggur um að
hreppa útnefninguna. Baráttan er
þó ekki á enda því helsti keppinaut-
ur hans, Bernie Sanders, hefur ekki
vilja ljá máls á því að hann dragi sig
í hlé, jafnvel þótt það sé talið
ómögulegt að Sanders geti unnið
upp forskot Bidens.
9 af 10 eiga að vera heima
Kosningabaráttan hefur nú verið í
ládeyðu í nærri þrjár vikur, þar sem
þau ríki sem áttu að halda forval sitt
völdu öll að fresta þeim fram á sum-
ar. Áætlað er að um 9 af hverjum 10
Bandaríkjamönnum hafi verið gefin
þau fyrirmæli að halda sem mest
kyrru fyrir heima við.
Þrátt fyrir það hyggst Wisconsin-
ríki halda forkosningar sínar næst-
komandi þriðjudag, en embættis-
menn og Sanders hafa krafist þess
að þeim verði frestað.
Demókratar fresta
flokksþingi sínu
Wisconsin stefn-
ir á forkosningar
á þriðjudaginn
AFP
Joe Biden Demókratar hafa frestað
flokksþingi sínu fram á haustið.