Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020  Svíar stefna að því að ljúka bikar- keppni karla í fótbolta áður en deilda- keppnin fer af stað í Svíþjóð. Átta lið eru eftir í bikarnum, sem spilaður er frá hausti til vors, og lagt hefur verið til að keppninni verði lokið á einni viku, helst í lok maí ef það verður mögulegt. Meðal annars mætast í átta liða úrslitum þeir Kolbeinn Sigþórs- son hjá AIK og Arnór Ingvi Traustason hjá Malmö.  Graham Potter hjá Brighton varð í gær annar knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni til að bjóðast til að lækka laun sín vegna kórónuveiru- ástandsins í landinu. Áður hafði Eddie Howe hjá Bournemouth tekið á sig launalækkun ásamt helstu samstarfs- mönnum sínum.  Einn af bestu sundmönnum Evrópu á þessari öld, Ungverjinn Lászlo Cseh, hefur ákveðið að framlengja ferilinn um eitt ár til þess að geta keppt á sín- um fimmtu Ólympíuleikum sumarið 2021 í Tókýó. Cseh hefur fengið fern silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á Ólympíuleikum en sá sem kom í veg fyrir að hann ynni til gullverðlauna var Bandaríkjamaðurinn ósigrandi Mich- ael Phelps. Cseh setti m.a. þrjú Evr- ópumet í Peking 2008 en varð alltaf annar á eftir Phelps sem setti heims- met í sömu greinum og hirti gullin.  Stuðningsmenn enska knatt- spyrnufélagsins Tottenham hafa lýst yfir gríðarlegri óánægju með að leik- menn félagsins skuli ekki hafa gefið eftir einhvern hluta launa sinna á með- an starfsfólk félagsins hafi þurft að taka á sig 20 prósent launalækkun. Alls er um 550 manns að ræða sem starfa hjá félaginu á ýmsum sviðum. „Það sem hefur reitt stuðningsmenn félagsins til reiði er að félag sem á að vera traust og ábyrgt skuli lækka laun- in hjá starfsfólkinu og biðja um hjálp frá ríkinu, á sama tíma og dýrustu starfskraftar félagsins fá sín laun óskert,“ segir í yfirlýsingu frá Totten- ham Hotspur Supporters Trust.  Royal & Ancient-klúbburinn í St. Andrews í Skotlandi, sem miklu ræður í golfíþróttinni, hefur sent frá sér til- kynningu vegna fréttaflutnings um The Open Championship í sumar. Tímaritið Golf Digest birti á vef sínum frétt um að mótinu hefði verið frestað í kjölfarið á því að Wimbledon-mótinu í tennis var frestað. R&A segir í tilkynn- ingunni að þessi fullyrðing sé röng. Engin ákvörðun hafi enn þá verið tek- in. Í ljósi kórónuveirunnar sé þó að sjálfsögðu fundað reglulega og einn valmöguleikinn sé að fresta mótinu.  Son Heung-Min, sóknarmaður enska knattspyrnuliðsins Tottenham, hefur snúið aftur til heimalands síns Suður-Kóreu til þess að klára herskyldu sína. Hún er 21 mánuður en Son fékk undanþágu um að stytta hana eftir Suður- Kórea fór með sigur af hólmi á Asíu- leikunum árið 2018. Hann þarf hins vegar að sinna heræfingum í fjórar vikur til þess að uppfylla herskyldu sína og vonast hann til þess að ljúka henni áður en tímabilið hefst á nýjan leik á Englandi. Eitt ogannað FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hefur aldr- ei séð jafn svart ástand og nú þegar kemur að rekstri félagsins en hann settist í stjórn hjá Val árið 2003 og tók við formannsembætti knatt- spyrnudeildarinnar síðar um haust- ið. Kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþróttalíf hér á landi en samkomubann ríkir á Ísland. Öll starfsemi Vals hefur því legið niðri að und- anförnu en félag- ið sendi frá sér fréttatilkynningu í vikunni þar sem kom fram að allir leikmenn, þjálf- arar og starfs- menn knattspyrnudeildarinnar hefðu boðist til að taka á sig launa- lækkun út árið 2020 vegna þeirra að- stæðna sem skapast hafa í samfélag- inu af völdum veirunnar. „Það er mjög mikill samhugur og samkennd innan félagsins um þetta mál og leikmenn knattspyrnuliðanna eiga hrós skilið,“ sagði Börkur í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það var nauðsynlegt að fara í þessar aðgerðir og þetta sýnir fyrst og fremst liðs- heildina hjá okkar leikmönnum og þann anda sem er ríkjandi í félag- inu.“ Gríðarlegt tekjutap „Við teiknuðum upp þrjár sviðs- myndir og erum að vinna eftir einni þeirra núna. Hlutirnir geta breyst mjög hratt eins og dæmin hafa sýnt frá að þessi veira komst fyrst á flug. Við vinnum þetta í raun bara frá mánuði til mánaðar en við erum bjartsýn á að Íslandsmótið fari í gang um miðjan júní,. Tekjutapið á þessum fyrstu mán- uðum hefur áhrif lengra inn í árið fyrir félagið. Það er allt lokað hjá okkur og það skýtur skökku við finnst manni ef fé- lögin eiga að bera allan kostnað af þessu sjálf. Ríkið kom til bjargar þegar sam- tök atvinnulífsins ætluðu ekki að greiða launamönnum laun á meðan þeir voru í sóttkví, nú hafa íþróttirnir verið settar í sóttkví líka. Það þarf því að finna lausn með ríkisvaldinu til þess að bjarga íþróttalífinu á Ís- landi. Maður hefur eðlilega aldrei séð neitt svona áður, hvorki á Íslandi eða bara í heiminum yfirhöfuð. Ég veit ekki hvað maður á að líkja þessu við en þetta er fyrst og fremst bara skelfileg staða hjá öllum í rauninni. Þetta hefur haft alveg hriklega áhrif á atvinnulífið og fyrirtæki í landinu en það góða við þetta er að þetta mun taka enda á einhverjum tíma- punkti. Við megum þess vegna ekki missa trúnna og vonina því það mun stytta upp.“ Skökk umræða Íþróttafélögin í landinu hafa feng- ið sinn skerf af gagnrýni að undan- förnu fyrir að hafa spennt bogann of hátt og greitt leikmönnum sínum of há laun. Valur er eitt þeirra félaga sem hefur staðið einna best, fjár- hagslega undanfarin ár, en formað- urinn ítrekar að félagið sé enn að leita að hinum gullna meðalvegi. „Það er alveg eðlilegt að fólk velti upp svona spurningum á tímum sem þessum. Fyrr á árum var ekki hefð fyrir að borga íþróttafólkinu okkar pening fyrir að stunda íþróttir en í dag er allt annað umhverfi, kröfur, geta, umhverfi, meiri peningar þannig að sjálfsögðu á að greiða laun í dag. Svo er líka spurning hvað eru góð laun og hvað eru slæm laun. Það er þessi gullni meðalvegur sem við, sem rekum félögin, erum að reyna finna en laun í samfélaginu hafa farið upp á undanförnum árum eins og gengur og gerist og laun íþróttafólks fylgt með. Umhverfið á Íslandi er eilítið sér- stakt og samkeppnin um íslenska leikmenn er gríðarlega mikil. Það hefur tíðkast hér í gegnum tíðina að menn fari ungir út í atvinnumennsku og því eru félög tilneydd oft á tíðum að sækja sér erlenda leikmenn ef metnaðurinn er til staðar og félög vilja ná árangri. Landsliðið hefur sem dæmi notið góðs af bættri aðstöðu og metnaði fé- lagana að því leyti að betri leikmenn eru að koma upp og við sem rekum félögin höfum reynt að gera þeim leikmönnum sem hér spila, kleift að verða betri knattspyrnumenn. Um- ræðan hefur oft á tíðum ekki verið fagleg þegar kemur að rekstri félag- anna sem er og verður alltaf erfiður. Við mættum kannski mæta meiri skilning á því starfi sem unnið er í knattspyrnuhreyfingunni hér heima. Það má alveg hrósa þeim sjálfs- boðaliðum sem þar starfa og gefa þeim klapp á bakið öðru hverju fyrir þeirra óeigingjarna starf.“ Vill frysta gjöld félaganna Vegna slæmrar fjárhagsstöðu fé- laganna í landinu má leiða að því lík- ur að það verði lítið um styrkingar á leikmannamarkaðanum þegar nær dregur Íslandsmóti. Það má því leiða að því líkur að ungir og efnilegir ís- lenskir knattspyrnumenn, sem eru að ganga upp úr yngri flokkunum, fái tækifæri í úrvalsdeildinni í sumar. „Það hefur verið lítið um að vera á leikmannamarkaðnum í vetur sem helgast einna helst af því að það hef- ur einfaldlega ekki verið mikið fram- boð af leikmönnum. Ég á ekki von á miklum hreyfingum á markaðnum fram að móti, sérstaklega ekki núna miðað við það sem er í gangi í sam- félaginu. Mér finnst þessi umræða um unga leikmenn oft vera hrópuð út í tómið því það vilja öll félög spila á sínum uppöldu leikmönnum. Auðvit- að vilja félögin spila sínum bestu mönnum en þrítugur fótboltamaður sem hugsar vel um sig í dag þarf ekkert endilega að vera gamall í þeim skilningi. Stundum þarf hins vegar að styrkja hópinn ef það vant- ar leikmenn í ákveðnar stöður og þá er það gert. Það þarf alls ekki að vera neikvætt.“ Formaður Vals vill sjá stjórnvöld grípa inn í og aðstoða íþróttahreyf- inguna á þessum erfiðu tímum. „Hentugast væri að stjórnvöld myndu stíga inn í launamálin til að byrja með og það á við um laun leik- manna, þjálfara og starfsmanna. Hér var boðuð ákveðin leið þar sem að ríkið greiðir 75% af laun- um þeirra sem eru í 25% vinnu o.sfrv, en sú leið hentar kannski ekki íþróttamönnunum því það er erfitt að setja íþróttamann í 25% vinnu. Eins þarf að finna lausn á rekstr- argjöldum félaganna með ríkinu og sveitarfélögunum. Samfélagið á og verður að standa vörð um íþróttalífið á tímum sem þessum og því á að frysta öll gjöld félaganna á meðan allt liggur niðri,“ bætti formað- urinn við. Þarf að finna lausn til að bjarga íþróttalífinu á Íslandi  E. Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals hefur aldrei séð eins svart ástand  Bjartsýnn á að Íslandsmótið fari af stað um miðjan júní Morgunblaðið/Hari Meistarar Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. E. Börkur Edvardsson Engin af þjóðunum 55 ræddi um að aflýsa sín- um mótum á fjarfundinum sem UEFA hélt með þeim í gærmorgun, samkvæmt Sky Sports. Í gær lögðu hins vegar stjórnarmenn belgísku A-deildarinnar fram tillögu um að aflýsa því sem eftir væri af tímabilinu þar í landi. Í máli þeirra kom fram að einungis væri formsatriði að sam- þykkja tillöguna á fundi deildarinnar 15. apríl. Það þýðir að Club Brugge verður krýndur meist- ari þótt ellefu umferðum sé ólokið í landinu. Í nágrannalandinu Hollandi eru líka háværar raddir um að fara sömu leið og lýsa tímabilinu 2019-20 lokið með sigri Ajax sem er jafnt AZ Alkmaar að stigum á toppnum en með betri markatölu þegar níu umferðir eru eftir. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sent aðildarþjóðum sínum skýr skilaboð um að ljúka sínum keppnistímabilum þegar öruggt sé að gera það eftir að kórónuveiran hafi gengið yfir en lýsa ekki yfir að þeim sé lokið. Markmið UEFA er að allar vetrardeildir Evr- ópu ljúki keppni í júlí og ágúst og stefnan hefur verið sett á að keppni í Meistaradeildum karla og kvenna og Evrópudeild UEFA verði lokið í ágúst. Fréttamaður Sky Sports kveðst hafa séð um- rætt bréf sem sent hafi verið til allra 55 aðild- arþjóðanna með þessum boðskap. Þar séu þær hvattar til að sýna samstöðu og ganga í takt um leið og tekist sé á við þau vandamál sem farsóttin hafi leitt af sér. „Það hefur gríðarlega þýðingu að jafnvel svona yfirgengilegur atburður eins og þessi farsótt geti ekki komið í veg fyrir að úrslit í okkar mótum ráðist inni á vellinum, samkvæmt settum reglum, og að allir meistaratitlar vinnist samkvæmt úrslit- um leikja,“ segir í bréfinu. „Sem ábyrgir leiðtogar í okkar íþrótt þurfum við að tryggja eins lengi og nokkur möguleiki er að allt fari fram samkvæmt reglum. Við erum sannfærð um að fótboltinn geti hafist á ný eftir nokkra mánuði, samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru af stjórnvöldum, og erum sannfærð um að ákvarðanir um að aflýsa tímabilum séu ekki tímabærar og ekki réttlætanlegar,“ segir enn- fremur í bréfinu. Skýr skilaboð frá UEFA um að ljúka keppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.