Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020 40 ára Hrefna ólst upp í Hafnarfirði og á Efri- Rauðalæk í Holtum. Hún er sjúkraþjálfari frá HÍ og tamningamaður frá Hólum og er bóndi á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Maki: Jón Grétarsson, f. 1977, bóndi á Hóli. Synir: Ingimar Hólm, f. 2008, Sveinn, f. 2009, og Pétur Steinn, f. 2014. Foreldrar: Helga Sveinsdóttir, f. 1956, kennari, búsett í Reykjavík, og Hafsteinn Kúld Pétursson, f. 1954, kennari, búsettur í Hafnarfirði. Hrefna Hafsteinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn hentar vel til hugleiðslu. Þér hættir til að fresta hlutum, æfðu þig í að hætta því. Grasið er ekki grænna hin- um megin við lækinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Forðastu hvers kyns deilur í dag. Nú er rétti tíminn til að ganga að tilboði sem þú fékkst. Þú ferð á stefnumót fljótlega sem breytir ýmsu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að berjast fyrir sjálf- stæði þínu bæði heima fyrir og í vinnunni. Vandaðu frágang á öllu sem þú kemur að. Þú hittir spennandi persónu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er gott að tala um tilfinningar sínar við góðan vin. Ekki falla í þá gryfju að hugsa bara um það sem hefði getað orðið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að gæta þess að ofgera þér ekki. Það fjölgar í fjölskyldunni síðar á árinu. Komdu skipulagi á heim- ilisbókhaldið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að skipuleggja þig því ann- ars er hætt við að hlutirnir fari úr bönd- unum og þú sitjir eftir með sárt ennið. Einhver hrósar þér í hástert. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að hika er sama og að tapa svo þú mátt hvergi slá af. Að gera góðverk gerir sálinni gott. Þú hefur ýmislegt að gefa. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gefðu þér tíma til að rækta líkama og sál því allt veltur á jafnvægi þar í milli. Margir líta upp til þín þessa dag- ana. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fáir staðist töfra þína. Reyndu að láta áhyggjur ekki ná tökum á þér. Það kemur ýmislegt á óvart í kvöld, spenntu beltin. 22. des. - 19. janúar Steingeit Að vera vinsæll hefur bæði sína kosti og galla. Gleymdu samt ekki að líta inn á við og biðja um handleiðslu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt gott sé að hafa hlutina skipulagða og á hreinu getur verið spenn- andi að fara í óvissuferð við og við. Innst inni þráir þú að læra eitthvað nýtt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú þarft þú að taka á honum stóra þínum og standa af þér stormviðri um stundarsakir. Einhver gefur þér undir fót- inn. í sínum styrktarmálum til hinna ýmsu góðgerðamála og eru enn. Mat- ar- og skemmtifundir eru haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrarmán- uðina við mjög góðar mætingar. Ár- lega eru farnar vorferðir vítt og breitt um landið, þar lætur enginn sig vanta.“ Áhugamál hefur Marta María mörg. „Á bernskuárum minnist ég Svo var það einn sólríkan vordag árið 1974 að Marta María hóaði í gamlar og góðar flugfreyjur og bauð til veislu. „Þetta þótti takast með ein- dæmum vel og þarna kviknaði hug- myndin að stofnun formlegs félags- skapar sem fékk nafnið Svölurnar. Markmið var og er að viðhalda okkar samheldni og um leið að láta gott af sér leiða. Svölurnar hafa verið ötular M arta María Hálfdan- ardóttir er fædd á Mosfelli í Mosfells- dal 3. apríl 1935. Þar ólst hún upp í faðmi fjölskyldunnar og tveggja eldri bræðra fram að 19 ára aldri. Þá and- aðist faðir hennar skyndilega og fjöl- skyldan þurti að yfirgefa hús og heimili og nýr prestur og fjölskylda tóku við. „Foreldraorð voru: „líta upp, ekki niður – líta fram, ekki til baka,“ fáar reglur en góðar. Það var gott, að alast upp í sveit, dalurinn víður og vinir og skólafélagar allt um kring. Strax og aldur leyfði skráðu sig allir í Ung- mennafélagið Afturelding. Þar var lífið og fjörið – frjálsar íþróttir og knattleikir stunduð af elju og áhuga.“ Handbolti varð grein Mörtu Maríu og stundaði hún hann fram yfir tvítugt. Á 100 ára afmæli Aftureldingar var Mörtu Maríu ásamt 15 öðrum fé- lagsmönnum, sem markað höfðu spor félagsins veitt nafnbótin „heiðurs- félagi Ungmennafélagsins Aftureld- ingar“. Marta María gekk í barna- og unglingaskólann á Brúarlandi í sinni sveit, útskrifaðist síðan frá Kvenna- skóla Reykjavíkur árið 1952. Haustið sama ár hélt hún til Danmerkur og innritaðist í húsmæðraskólann Sorö og haustið 1953 innritaðist hún í Ítrætshojkole í Gerlev. Mestan part ævi sinnar vann Marta María hjá Loftleiðum – Flug- leiðum, síðar Icelandair, en hún hóf störf þar árið 1957. „Mikill uppgangs- tími hófst hjá þessu sómafyrirtæki á þessum tíma. Það var mikil aukning í öllum deildum og kraftur og sam- hugur sameinaði bæði stjórnendur og starfsfólk. Það var stórkostlegt að hafa verið með í þessari uppbygg- ingu, heimurinn opnaðist okkur. Við urðum kunnugri stórborgum handan Atlantsála en okkar kæru Reykjavík. Samstarfsfólkið heldur ennþá hópinn eftir allan þennan tíma. Skíðaklúbbur var settur á laggirnar og starfræktur í mörg ár, þar voru Alparnir lagðir undir. Dagsferðir voru og eru skipu- lagðar og hvert sæti skipað. Þetta voru eftirminnilegir dagar, sem markað hafa spor okkar allra.“ þess, að sagt var við mig: „Hva, þú stoppar aldrei,“ en heimurinn er jú víður og möguleikar margir. Eins og öll börn þurfti ég mikið af pappír, lit- um, leir og bara yfirleitt öllu sem hægt var að búa eitthvað til úr. Litið til baka hefur ég ekki vaxið upp úr þessu.“ Síðastliðin rúmlega 30 ár hefur Marta María unnið við glerskurð á vinnustofu sinni í garðinum heima. Hún hefur haldið margar einka- og samsýningar víðsvegar og hlotið góða Marta María Hálfdanardóttir, glerlistakona og fyrrverandi flugfreyja – 85 ára Fjölskyldan Í 80 ára afmælisveislu Mörtu Maríu á heimili hennar. Á myndina vantar Láru Kristínu og Benjamín Nóa. „Heimurinn opnaðist okkur“ Flugfreyjan Marta María árið 1959. Hér má einnig sjá grindverkið og fjar- lægðina frá þeim sem tóku á móti farþegum í millilandaflugi á þessum tíma. Glerverk Víkingur 1. 30 ára Unnur Bryndís er úr Kópavogi en býr í Hafnarfirði. Hún er með BEd. í leikskóla- fræðum frá Háskóla Íslands og er deild- arstjóri á leikskól- anum Tjarnarási í Hafnarfirði Synir: Tvíburarnir Daníel Helgi og Guð- jón Elí Oddssynir, f. 2011. Foreldrar: Unnur Magnúsdóttir, f. 1968, viðskiptafræðingur og vinnur í Seðla- bankanum, og Daníel Helgason, f. 1964, rekur BSV heildverslun. Þau eru búsett í Kópavogi. Unnur Bryndís Daníelsdóttir Til hamingju með daginn ... stærsti uppskriftarvefur landsins! Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.