Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 29
Friðrik Rafnsson þýðandi var beðinn um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heim- ilisins í samkomubanninu. „Lestur góðra bóka er notaleg ein- vera, skapandi hugrækt, gæðastund með sjálfum sér í félagsskap tilbú- inna persóna sem kristalla þegar best lætur mann- eskjuna og lífið snilldarlega. Þetta þekkir allt bókafólk. Pétur Gunn- arsson hefur lengi verið einn af mínum uppáhaldshöfundum. All- ar bækur hans bera húmor, þekk- ingu og tengigáfu hans fagurt vitni. Síðasta haust sendi hann frá sér bók- ina HKL ástarsaga þar sem hann fjallar um Laxness. Í bókinni tekur Pétur Nóbelsskáldið snyrtilega ofan af stallinum, sýnir okkur af sinni ein- stöku hlýju og stílfimi að þessi snill- ingur var líka mannlegur eins og við hin. Það er makalaust hvernig hann tekur lesandann í óvæntar áttir og tengir þetta viðkvæma efni saman af magnaðri yfirsýn. Nú þegar allt þjóðfélagið er eins og í hægagangi hefur mér orðið hugsað til bókar sem ég þýddi fyrir aldarfjórðungi, enda er hún nokkurs konar lofgjörð til þess að fara sér hægt og njóta lífsins. Skáldsagan nefnist Með hægð og er eftir Milan Kundera. Þetta er stutt, bráð- skemmtileg og erótísk saga sem ger- ist á tvennum tímum, á átjándu og tuttugustu öld, í fagurri höll ein- hvers staðar í Frakklandi. Algjör perla þar sem Kundera kemst nærri markmiði sínu sem höfundur: að skrifa léttleikandi skáldsögu um hið þungbæra hlutskipti mannsins. Og loks er það tónlistin. Tómas R. Einarsson er þekktur sem frábær djassmaður, en hann er líka snjall þýðandi og textahöfundur. Geisla- diskurinn Bongó inniheldur frum- samda tónlist sem hann hefur ýmist samið við eigin texta eða annarra, s.s. Halldórs Laxness og Ingibjargar Haraldsdóttur. Dásamleg tónlist þar sem eðaltónlistarfólk eins og Tómas R., Sigríður Thorlacius, Bógómíl Font og fleiri fara á kostum.“ Mælt með í samkomubanni Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Heillaskeyti Nóbelsskáldið Halldór Laxness á heimili sínu árið 1955. „Lestur góðra bóka er notaleg einvera“ Friðrik Rafnsson Morgunblaðið/Ómar Söngkona Sigríður Thorlacius. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020 Ármúla 24 • S. 585 2800 útfærð myndabók. Textinn er knapp- ur og framvinda sögunnar fer að miklu leyti fram í myndunum sem hafa meira vægi í frásögninni án þess þó að segja of mikið. Litir og birta skipta miklu máli í myndunum eins og önnur hrynjandi náttúrunnar. Sagan er fámál, eins og aðal- persónan, en hún býr yfir heim- spekilegri íhugun.“ Um Villueyjar, sem er sjálfstætt framhald af Koparborginni frá 2015, segir: „Villueyjar er fantasía sem segir frá Arildu, 14 ára stelpu í norðurevrópska konungsdæminu Eylöndunum, og bróður hennar Maurice. […] Saga Arildu er saga flóttabarna sem verða að berjast fyr- ir lífi sínu frá degi til dags.“ Í um- sögninni er bent á að Ragnhildur sé sagnfræðingur að mennt og „hefur verið mjög upptekin af því misrétti sem sagan þegir um. Mannkyns- sagan er full af lygum og glæpum sem sigurvegararnir vilja ekki að sagt sé frá. Uppreisn gegn því getur aldrei endað á einn veg“. Barna- og unglingabókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 2013. Markmiðið með verðlaununum er að vekja áhuga á bókmenntum og tungumálum grann- þjóðanna sem og menningarlegri samkennd þeirra. Skrifstofa hvorra tveggja bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs hefur verið til húsa í Norræna húsinu frá 2014. Náið sam- starf skrifstofunnar við bókasafnið í Norræna húsinu skilar sér í því að allar tilnefndar bækur ársins eru að- gengilegar á frummálunum á bóka- safninu í Norræna húsinu. Þar eru einnig aðgengilegar allar vinnings- bækurnar frá upphafi. Norræna hús- ið er lokað meðan samkomubannið er í gildi hérlendis. Morgunblaðið/Ómar Fulltrúar Íslands í ár Lani Yamamoto og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir. Morgunblaðið/Hari Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Listahátíð í Reykjavík verður ekki aflýst heldur verður haldin í ár eins og til stóð en þó með öðru sniði en ætlað var, vegna kórónuveirufarald- ursins. Það stendur því áfram til að halda með veglegum hætti upp á fimmtíu ára afmæli Listahátíðar. Undirbúningur myndarlegrar af- mælishátíðar hef- ur staðið yfir í nær tvö ár og átti hún að fara fram dagana 6. til 21. júní. Í tilkynn- ingu sem barst í gær frá Lista- hátíð segir að samningar hafi verið gerðir við „mikinn fjölda innlendra og er- lendra listamanna um glæsilega dagskrá. Nú hefur Covid-19- faraldurinn sett strik í þær áætlanir líkt og flest annað í samfélaginu“. Þá segir að Listahátíð vilji hvorki breðast því listafólki sem samningar hafa verið gerðir við né „svíkja ís- lenskt samfélag um stórkostlega há- tíð sem búið var að leggja svo mikið í að skipuleggja“. Fordæmalausir tímar kalli á fordæmalausar leiðir og gert hafi verið samkomulag við lista- fólk, samstarfsstofnanir og við- burðastaði um að birta dagskrá há- tíðarinnar í heild á vefsíðu Lista- hátíðar í dag, föstudag, líkt og upprunalega hafi verið gert ráð fyr- ir. Þar mun koma fram hvaða við- burðir verða á hátíðinni í ár, hvaða listafólk stendur að baki þeim og hvar þeir verða haldnir. Hins vegar er farin sú óvenjulega leið að birta dagskrána alfarið án dagsetninga. Áhugasamir á póstlista Listahátíð 2020 verður því haldin – jafnvel þótt það taki heilt ár að koma henni til skila, segir í tilkynn- ingunni. Hver viðburður verður tímasettur þegar öruggt þykir og ís- lenskt samfélag verður tilbúið til þess að taka við honum. Í sumum til- fellum gæti það orðið strax í sumar en bíða þurfi lengur eftir öðrum. Á vefsíðu Listahátíðar verður hægt að skrá sig á póstlista fyrir hvern við- burð til að missa ekki af því þegar tilkynnt verður um dagsetningar. Gæti ekki verið stoltari „Allt frá stofnun Listahátíðar fyr- ir fimmtíu árum hefur markmið há- tíðarinnar verið „að efla menningar- og listalíf á Íslandi, almenningi til heilla“. Það væri sannarlega ekki al- menningi til heilla að stefna stórum hópum fólks saman í júní á þessu ári,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, list- rænn stjórnandi Listahátíðar, í gær um breytt fyrirkomulag á hátíðinni. „Það er því ljóst að við verðum að breyta fyrirætlunum okkar um tíma- setningu. Það væri hins vegar held- ur ekki almenningi til heilla að slá hátíðina alfarið af og því förum við þessa óvenjulegu leið – að tilkynna heildardagskrá hátíðarinnar án dag- setninga. Eftir því sem tímanum vindur fram og aðstæður skýrast munum við svo tilkynna tímasetn- ingar viðburða,“ sagði hún. Og Vigdís bætti við: „Ég gæti ekki verið stoltari af þeirri dagskrá sem við höfum sett saman fyrir Lista- hátíð í ár. Þarna mætast stórir al- þjóðlegir listviðburðir á heimsmæli- kvarða og margt af því allra áhugaverðasta sem er að gerast í grasrótinni hér heima. Það verður þess virði að bíða aðeins eftir þessu!“ Verðlaunaverk tvíæringsins Eins og fyrirhugað hafði verið er þema Listahátíð 2020 „Heimar“. Í tilkynningunni um hið breytta fyrir- komulag segir að heimar muni svo sannarlega mætast á hátíðinni í ár. Sem dæmi er nefndur ástralskur nýsirkus, danssýning fyrir ungbörn og myndlist á heimsmælikvarða. Til að mynda verður í Hafnarhúsinu sett upp umfangsmikil sýning á verkum eftir hið fræga breska myndlistartvíeyki Gilberg & George. Þá mun Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari koma fram í Eldborgarsal Hörpu og flytja verk eftir Debussy og Rameau af nýút- kominni hljómplötu sinni. Í stjörnuveri Perlunnar verður flutt nýtt verk eftir tónskáldið Önnu Þorvaldsdóttur og Sigurð Guð- jónsson myndlistarmann og þá verð- ur porti Listasafns Reykjavíkur um- breytt í manngerða strönd þar sem hið umtalaða og áhrifamikla lithá- íska sigurverk Feneyjatvíæringsins í fyrra, Sun & Sea (Marina), verður sýnt streitulaust tvo daga í röð. „Það verður þess virði að bíða aðeins eftir þessu“  Listahátíð verður haldin  Atriði kynnt án dagsetninga Morgunblaðið/Einar Falur Áhrifamikið Verðlaunaverk Feneyjatvíæringsins 2019 verður sýnt í porti Hafnarhússins. Um er að ræða óperugjörning um loftslagsbreytingar. Vigdís Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.