Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020 MögnuðfjallasýnumvefurDjúpa- vog. Bæjarfjallið Bú- landstindur gnæfir yfir þorpinu en fyrir þá sem ekki þekkja er fjallið þrí- hyrningslaga sem minnir á hina heilögu þrenningu, Guð skaparann, Jesú frelsarann og hinn heilaga anda hjálparann. Mörgum finnst já- kvæð orka umlykja fjallið, slíka orku og alla jákvæða strauma er mikilvægt að nýta þessa dagana. Það er erfitt að ímynda sér þegar jafnmikil fegurð blasir við íbúum Djúpavogs að erfiðir dagar geti litið dagsins ljós. Þegar hreindýr birtast í bakgörðunum eða á fótboltavell- inum, æðarfugl sem líkt og sauðkindin hefur frá örófi alda verið þjóðinni mikil- væg syndir um fjörðinn ásamt fjölda annarra fugla og iðandi mannlíf við fallegan fjörð, er mögulega vá hand- an fjarðarins? Dá- semdir sköpunarverksins og fjöl- skrúðugt dýralífið minnir okkur á hvaðan hjálpin kemur og hvar við eigum athvarf. Allur heimurinn glímir nú við far- aldur sem hann þarf að takast á við í sameiningu og af æðruleysi. Á erf- iðum tímum er mikilvægt að eiga góðar fyrirmyndir. Jesús Kristur er sannarlega leiðtogi sem hægt er að leita til en hann sagði t.d.: „Ég er ljós í heiminn komið svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri.“ Og ennfremur sagði Jesús: „Þannig lýsi ljós ykkar meðal mannanna að þeir sjái góð verk ykkar og vegsami föður ykkar sem er á himnum.“ Orð Jesú eru skýr og skiljanleg. Einmitt núna þurfum við að láta ljós okkar skína og þjóna náunga okkar í kærleika, sem er kjarninn í boðskap Jesú. Þegar fjölmargir standa and- spænis atvinnuleysi og einkenni- legu ástandi verðum við að standa saman og hjálpast að. Verum ekki neikvæð og vonlítil. Nú leggjast all- ir á árarnar, gera sitt allra allra besta í stöðunni. Ekki geta kenn- arar, skólastjórnendur, starfsmenn matvöruverslana, lyfjaverslana, ræstitæknar eða heilbrigðisstéttir setið og tuðað. Þessar stéttir sinna vinnu sinni af kostgæfni með hag allra fyrir brjósti. Einstaklingar, íþróttasambönd og stofnanir senda hvatningu á netinu, leikþætti fyrir börnin, föndur, heimaæfingar, tón- leika; já, listinn er langur. Þjóð- kirkjan hefur einnig nýtt sér tækn- ina í samstarfi við fjölmiðla við að koma fagnaðarerindinu til fólksins. Innan raða þjóðkirkjunnar er fjöldi fólks sem tekur á móti þér opnum örmum. Það er frábært að verða vitni að því hversu fallega fólk hugs- ar hvað til annars. Ástandið mun ganga yfir og þá þurfum við að halda áfram jákvæðninni í endur- byggingunni og hjálpast að sem aldrei fyrr. Á föstunni minnumst við þján- ingar Jesú Krists á krossinum. Hvernig hann hrópaði til Guðs á krossinum, grét, var hræddur og þjáðist. Jafnvel hann varð hræddur og hróp- aði á Guð, en hann missti ekki vonina né trúna og hann kennir okkur á hverjum degi, gefur á hverjum degi, vonina sem aldrei brest- ur. Sigur Jesú á kross- inum um páska stað- festa djörfung Jesú og nú þegar vorið nálgast getum við glaðst yfir því. Jesús sem kenndi okkur að bera virðingu fyrir öllum og sýna um- burðarlyndi, sannarlega mikilvægir eiginleikar nú sem aldrei fyrr, er ávallt hinn sami, hann er alltaf með okkur. Það jákvæða í ástandinu sem nú hefur myndast er samvera. Fjöl- skyldan fær tíma til að vera saman. Búið til skapandi stundir, farið í göngutúra o.s.frv. Samskipti á net- inu veita okkur mikilvægan mögu- leika í sóttkví til að hitta ástvini og sjá. Fjarfundir minnka álagið á nátt- úruna. Gefðu þér líka tíma til að setjast niður og kreppa hnefana. Sendu neikvæða strauma, hugsanir og áhyggjur fram í hnef- ana. Aðeins í stutta stund því þú skalt núna opna hnefana hægt og rólega, teygja úr fingrunum, snúa handar- bökunum niður og láta fara vel um þig. Vertu á staðnum núna og hugs- aðu um allt það fallega og góða í kringum þig. Gærdagurinn, morg- undagurinn; ekki hvíla í áhyggjum, vertu í núinu og nýttu jákvæðnina, þá líður þér betur. Hvað getur samstaða og jákvætt hugarfar gert fyrir okkur í þröngri stöðu? Hvað um að hugsa til íþróttafólks- ins okkar og afreka þess, hversu oft hefur ekki íslenska þjóðin í hlut- verki Davíðs sigrað Golíat? Það sem nefnt hefur verið íslenska undrið. Við getum líka hugsað til afa og ömmu og enn lengra til baka þegar þjóðin hefur tekist á við náttúru- öflin; til allra sjómannanna sem hafa dregið björg í bú fyrir land og þjóð. Við getum hugsað til einstakrar samstöðu Eyjamanna, sameinast í bæn og barist áfram veginn. Fallega endurminningu heyrði ég á Djúpavogi um daginn en þar býr fólk sem hefur oft þurft líkt og Ís- lendingar almennt, að hafa fyrir líf- inu og standa saman. Árið 1976 var rafmagnslaust á Djúpavogi rétt fyr- ir jól, fólk fór með mat á milli húsa, hjálpaðist að við að hita upp og láta jólabirtuna skína. Djúpavogsbúar eru gott dæmi um Íslendinga sem standa saman. Hugur minn og þjóðkirkjunnar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda, við biðjum fyrir þeim og okk- ur öllum. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins Guð, í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (Sigurbjörn Einarsson) Amen. Kirkjan til fólksins Hvatning Hugvekja Alfreð Örn Finnsson Höfundur er prestur í Austfjarðaprestakalli. alfred.orn.finnsson@kirkjan.is Alfreð Örn Finnsson Þegar fjölmargir standa andspænis atvinnuleysi og ein- kennilegu ástandi verðum við að hjálpast að. Búlandstindur Sunnudaginn 29. mars birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Ög- mund Jónasson. Grein- in bar yfirskriftina „Tími endurmats“. Þeg- ar greinin er lesin verð- ur ljóst að yfirskriftin á fullan rétt á sér, en end- urmatið þyrfti að fara fram í huga höfundar og ná til heimssýnar hans. Höfundur segir: „Það er góður samhljómur með Bandaríkjunum, flaggskipi heimsvaldastefnu 21. ald- arinnar, NATÓ og Evrópusamband- inu, um hvaða ríki skuli skilgreind sem hryðjuverkaríki.Virk andstaða við heimsvaldastefnu þeirra er nán- ast skilgreiningin á hryðjuverki.“ Af þessum orðum mætti ætla að höfundur hefði lítið fylgst með heims- málunum undanfarna áratugi. Hann hefur ekkert frétt af því hverjir hafa verið að leggja undir sig lönd (Úkra- ínu) eða hóta því (Taívan) eða sýna önnur merki útþenslustefnu. Hann hefur ekki heyrt um lönd sem hafa leitað á náðir NATÓ vegna ótta við nágranna í austri. Hann er vænt- anlega einn af þeim sem áhyggjur hafa af framkvæmdum Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og líta á þær sem lið í heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna. Þeir sem fylgst hafa með gangi mála vita þó að þessar framkvæmdir eru einungis viðbrögð við hernaðaruppbygg- ingu Rússa og auknum umsvifum þeirra og Kínverja á norður- slóðum. Þegar kalda stríðinu lauk með upp- lausn Sovétríkjanna drógu Bandarík- in og önnur vestræn ríki mjög úr her- styrk sínum. Ráðamenn töldu greinilega að hættan úr austri væri liðin hjá. Í framhaldinu ákváðu bjart- sýnismenn vestra að kalla varnarliðið á Íslandi heim. Síðan hefur komið í ljós að þetta voru reginmistök og eru menn nú sem óðast að efla varnirnar á ný. Það er hægara sagt en gert, og vantar mikið á að þær séu komnar í fyrra horf. Þeir sem halda að ekki sé þörf fyrir varnir á Íslandi ættu að hugleiða hvar við stæðum ef Bandaríkin hefðu fylgt þeirri einangrunarstefnu sem vinsæl var þar í landi fyrir heimsstyrjöldina síðari. Ef Bandaríkjamenn hefðu ekki komið Bretum til varnar í styrj- öldinni og haldið uppi vörnum í Vest- ur-Evrópu á árunum eftir stríð er lík- legast að við byggjum nú annaðhvort við yfirráð Þjóðverja (nasista) eða Rússa (kommúnista). Því er óhætt að segja að það frelsi sem við njótum nú sé Bandaríkjamönnum að þakka. Menn geta verið ósáttir við ýmsar að- gerðir Bandaríkjamanna á alþjóða- vettvangi, en við megum vera þakklát fyrir að vera á þeirra verndarsvæði en ekki annarra sem lítilsvirða frelsi manna til orðs og athafna. Vestrænt frelsi og lýðræði er ekki sjálfgefið. Sögulega séð er það sjaldgæft fyrir- bæri sem auðveldlega getur glatast ef menn sofna á verðinum. Þessar línur eru ritaðar 30. mars. Þann dag árið 1949 reyndi hópur manna á Austurvelli að koma í veg fyrir að Alþingi Íslendinga samþykkti aðild landsins að Atlantshafs- bandalaginu. Var það alvarleg aðför að þingræðinu og munaði litlu að hún tækist. Varnarmál Íslands í sögulegu ljósi Eftir Þorstein Sæmundsson » Frelsi og lýðræði eru sjaldgæf fyrirbæri sem auðveldlega geta glatast. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur. halo@hi.is Morgunblaði/Arnþór Birkisson Þríeyki Þessi þrjú upplýsa þjóðina um gang mála og gefa ráðleggingar. Kórónuveiran er mesti heilsufarslegi vágestur síðari tíma. Fjöldi þeirra sem greinst hafa hérlendis er rúmlega 200. Nokkur hópur sem greindur hefur ver- ið sýktur hefur náð heilsu. Ástæða er til þess að hrósa þeim mikið sem hafa ver- ið í framvarðarsveitinni í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar hér. Þar er átt við sóttvarnalækni og landlækni auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns sem tjáð hefur sig um gang veirunnar á yfirvegaðan hátt. Munum að þessum erfiða tíma hjá þjóðinni mun ljúka. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Kórónuveiran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.