Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 9
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skilningur virðist hafa verið fyrir því innan samninganefndar Alþýðu- sambands Íslands og miðstjórnar að vandi atvinnulífsins er mikill og hann bitnar á launafólki. Eigi að síð- ur var báðum þeim tillögum sem upp komu um að draga tímabundið úr launakostnaði fyrirtækja hafnað. Niðurstaðan var því að gera ekki neitt, að minnsta kosti að svo stöddu. Það leiddi eins og komið hefur fram til alvarlegs klofnings í röðum ASÍ-fólks. Hugmyndin um að fresta tíma- bundið 18-24 þúsund króna launa- hækkunum frá og með 1. apríl, sem samið var um í lífskjarasamningi, kom til alvarlegrar skoðunar hjá sameiginlegri samninganefnd ASÍ. Þar sitja formenn landssambanda, forsetar ASÍ og fulltrúi félaga með beina aðild, um það bil tíu manna hópur. Tillaga um launafrystingu Málið var rætt í þaula á fundi sl. föstudag en um það voru skiptar skoðanir. Drífa Snædal, forseti ASÍ, bar að lokum upp tillögu um að frysta allar launahækkanir með skil- yrðum sem snúa að stjórnvöldum, meðal annars um að verðlag yrði einnig fryst. Talið var að hún hefði stuðning áhrifamikilla manna við þetta, meðal annars forystu Starfs- greinasambandsins (SGS). Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, og Ragnar Þór Ing- ólfsson, formaður VR sem er lang- stærsta stéttarfélagið í landinu, lögðust gegn tillögunni. Vilhjálmur segir að þeir hafi viljað reyna að finna mildari leið. „Við bentum á að það væri mikilvægt að verja launa- hækkanir fólks, það þyrfti á þeim að halda. Það væri að taka á sig nægar byrðar,“ segir Vilhjálmur. Svokölluð lífeyrissjóðaleið kom þá upp. Samninganefndin hafnaði launa- frystingunni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, staðfestir að hann hafi greitt atkvæði gegn henni, eins og lífeyrissjóðaleiðinni, og segir að það hafi hann gert af heilum hug. Segist hann ekki vita betur en að nokkur sátt sé í Starfsgreinasam- bandinu um þá afstöðu. „Menn voru ekki tilbúnir að ganga inn í kjara- samninga fólks og jafnvel komu upp spurningar um það hvort samninga- nefnd ASÍ hefði heimild til þess. Þessi afstaða kemur einnig fram í yfirlýsingu sem Afl – starfsgreina- félag á Austurlandi sendi frá sér. Þar segir að enginn í miðstjórn ASÍ hafi umboð aðildarfélaga til samn- inga um eftirgjöf launahækkana. Skerðir lífeyri um 772 kr. Haldið var áfram að ræða tíma- bundna skerðingu á mótframlagi at- vinnurekenda í lífeyrissjóð, úr 11,5% í 8%. Ragnar Þór og Vilhjálmur vildu fara þá leið. Samkvæmt útreikningum hag- deildar ASÍ á mismunandi leiðum, með vissum forsendum, leiðir tíma- bundin skerðing mótframlags til 772 króna skerðingar á lífeyristekjum fólks á mánuði eftir 30 ár. Ef ekkert yrði gert og það leiddi til þess að kaupmáttur minnkaði um 1% myndu tekjur fólks skerðast um 4.300 á mánuði og jafnvel 12.900 kr. ef kaupmátturinn minnkaði meira. „Þetta eru forsendurnar fyrir þessari leið. Við þurfum að verja störfin, verja kaupmáttinn og verja heimilin. Ef hægt er að bjarga 300 störfum eða jafnvel þúsundum starfa er þetta góð leið. Enginn finn- ur fyrir henni,“ segir Vilhjálmur. Grasrótin hefur verið klofin í mál- inu, miðað við fréttir sem borist Samninganefndin hafnaði lífeyr- issjóðaleiðinni á fundi á laugardag. Niðurstaðan var sum sé að gera ekki neitt. Þriðja atrenna Samtök atvinnulífsins voru ekki af baki dottin. Lögðu þau á mánu- dag fyrir ASÍ formlegt tilboð um líf- eyrissjóðleiðina með ákvæði um að ef verðbólgan færi af stað myndi skerðingin ganga til baka að hluta. Tilboðinu var endanlega hafnað af miðstjórn ASÍ í fyrradag með þeim afleiðingum að Vilhjálmur, Ragnar Þór og Harpa Sævarsdóttir, vara- formaður VR, sögðu sig úr mið- stjórn. Í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífs- ins kom fram að launahækkanir 1. apríl myndu stuðla að fleiri upp- sögnum en ella. Skerðing mótfram- lags hefði getað mildað höggið. ASÍ svaraði að bragði að aldrei hefði staðið á ASÍ að ræða við atvinnu- rekendur og stjórnvöld um sameig- inlegar lausnir en tilboð SA sagt af- arkostir. Þess má geta hér að einstakir for- ystumenn hafa rætt við þingmenn úr stjórnarflokkunum um aðild stjórnvalda. Forystufólkið hefur hins vegar ekki treyst sér í slíkar viðræður vegna þess klofnings sem sýnilegur hefur verið í forystu ASÍ um málið. Framhald hugsanlegt Menn velta talsvert fyrir sér af- stöðu VR, stærsta stéttarfélags landsins og hvort málið verði til þess að það kljúfi sig frá ASÍ. Ragn- ar Þór Ingólfsson sagði í samtali við mbl.is í gær að ekki væri tímabært að ræða það mál. Sagði hann að ein- hugur væri í stjórn VR um lífeyr- issjóðaleiðina. Stjórn VR sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem samninganefnd ASÍ er hvött til þess að endurskoða afstöðu sína til málsins í ljósi við- kvæmra aðstæðna í þjóðfélaginu. Ragnar Þór kvaðst vongóður um að framhald yrði á málinu. Dýrast að gera ekki neitt  Samninganefnd og miðstjórn ASÍ höfnuðu þremur hugmyndum um tímabundna lækkun á launakostn- aði fyrirtækja  Skilningur virðist á stöðunni en ágreiningur um leiðir  Klofningur í grasrót og forystu Morgunblaðið/Árni Sæberg Forysta Sterkari saman var yfirskrift þings ASÍ í október 2018 þegar Drífa Snædal var kjörin forseti ASÍ og með henni varaforsetarnir Vilhjálmur Birg- isson og Kristján Þórður Snæbjarnarson. Samstaðan hefur brostið vegna ágreinings um leiðir til að lækka launakostnað og Vilhjálmur sagt af sér. hafa. Í leynilegri skoðanakönnun sem Framsýn – stéttarfélag í Þing- eyjarsýslum gerði meðal 50 manna hóps trúnaðarmanna félagsins kom í ljós að 78% vildu fara lífeyrissjóða- leiðina en 19% vildu fresta launa- hækkunum. Aðeins 3% svarenda vildu hafna báðum leiðum. Afl – stéttarfélag á Austfjörðum mót- mælti hins vegar lífeyrissjóðaleið- inni harðlega. Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sem sæti á í samninga- nefnd ASÍ og miðstjórn, segir að með því að koma upp hlutastarfa- leiðinni og fyrirgreiðslu banka og lífeyrissjóða sé komið vel til móts við fyrirtækin í þeim erfiðleikum sem nú ganga yfir. Þær aðgerðir mætti eflaust útfæra betur. Þar sé verið að nota skattfé almennings til að hjálpa fyrirtækjunum. „Við lítum á það sem samfélagslegt verkefni en ekki sé rétt að fara inn í grunn- stoðir samfélagsins, lífeyrissjóðina, í þeim tilgangi. Okkur finnst ein- kennilegt ef launafólk á almenna markaðnum þyrfti eitt að borga brúsann.“ Það er einmitt þetta síðasta sem stóð í mörgum og Drífa Snædal nefndi sem rök á móti lífeyrissjóða- leiðinni að erfitt yrði að fá aðra til að gera það sama. „Með þessari aðgerð væri hægt að auka ráðstöfunartekjur launafólks og þar með einkaneysluna, þótt tímabundið yrði skerðing á fjár- festingum lífeyrissjóðanna. Þann- ig væri hægt að verja störf og lág- marka atvinnuleysi, þjóðfélaginu öllu til hagsbóta.“ Þetta segir í samþykkt stjórnar VR frá því í fyrrakvöld þar sem mælt er með lífeyrissjóðaleiðinni. Fram kemur að VR telur mikil- vægt að stjórnvöld, atvinnurek- endur og stéttarfélög leggi hönd á plóg til að minnka skaðann sem nú ASÍ endurskoði afstöðu sína STJÓRN VR STYÐUR LÍFEYRISSJÓÐALEIÐINA blasir við. Segir jafnframt að VR hugnist ekki að umsömdum launa- hækkunum kjarasamninga verði frestað. Frekar að launafólk leggi sín lóð á vogarskálarnar til að tryggja kaupmátt með því að sam- þykkja tímabundna lækkun mót- framlags atvinnurekenda í lífeyr- issjóði gegn því að atvinnulífið haldi að sér höndum við verð- hækkanir. Hvetur stjórn VR samninga- nefnd ASÍ til að endurskoða af- stöðu sína til þessa máls í ljósi við- kvæmra aðstæðna í þjóðfélaginu. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020 Fimmtán fulltrúar sitja í miðstjórn ASÍ. Það eru 12 fulltrúar kosnir af þingi ASÍ auk forseta og tveggja varaforseta. Valdahlutföllin eru þannig að félög innan Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna eru virðast liggja þannig að Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson ásamt fleiri fulltrúum verslunarfólks eða kannski öllum, styðja aðgerð- ina. Á móti eru aðrir fulltrúar innan SGS, fulltrúar iðnaðarmanna og fleiri samtaka. með fimm fulltrúa hvor blokk og iðnaðarmenn með tvo, auk formanna Flugfreyjufélags Íslands og Sjómannasambands Íslands. Drífa Snædal, forseti ASÍ, er fimmtándi fulltrúinn. Línurnar í afstöðunni til tillögunnar um lífeyrissjóðaleiðina Vilhjálmur Birgisson Verkafólk og iðnaðarmenn á móti verslunarmönnum í lífeyrissjóðaleiðinni Ragnar Þór Ingólfsson Drífa Snædal Sólveig Anna Jónsdóttir Kristján Þórður Snæbjarnarson Björn Snæbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.