Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 32
Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson heldur tónleika heima hjá sér í kvöld kl. 21 og streymir þeim í beinni á facebooksíðu sinni. „Þar sem áætlað var að halda svakalega tónleika í Iðnó þetta kvöld liggur beinast við að spila allavega eitthvert smáræði. Ég ætla að kveikja á nokkrum kert- um, fá mér smá kaffi og flytja nokkur lög. Ég mun flytja frumsamið efni, bæði útgefið og óútgefið í bland við eitthvað uppáhalds,“ skrifar Daníel og óskar öllum ást- ar, hamingju og góðrar heilsu. Kveikir á kertum, fær sér kaffi og streymir tónleikum á Facebook Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mæðgurnar Björg Pétursdóttir söngkona og Margrét Fjóla Erlings- dóttir, átta ára söngnemi, hafa glatt sig og aðra með söng á Facebook að undanförnu og í dag ætla þær að setja þar inn söngstund fyrir krakka. Erlingur Pálmason, eiginmaður Bjargar og faðir Margrétar Fjólu, hefur einnig glatt landann með upp- lestri, í beinni útsendingu á Face- book. Fólk í sóttkví finnur upp á ýmsu til þess að gleðja sig og aðra. Í tilefni af- mælis Bjargar föstudaginn 20. mars ákváðu þær mæðgur að bjóða upp á tón- leika á Face- book. „Við vild- um gera eitt- hvað skemmti- legt í tilefni dagsins og þegar þessi hugmynd kom upp, að syngja saman, létum við hana verða að veruleika. Við sungum hvor í sínu lagi og saman og endur- tókum svo leikinn fyrir viku, en þá söng Margrét Fjóla fleiri lög.“ Kórsöngur og kærleikskleinur Margrét Fjóla er í söngnámi hjá Sesselíu Magnúsdóttur söngkenn- ara, en Björg útskrifaðist með dipl- ómapróf frá Söngskólanum í Reykja- vík 2017. Hún byrjaði í söngnámi 2003, tók sér hlé 2013 og tók aftur upp þráðinn 2017. Hún er messó- sópran og hefur sungið við ýmis tækifæri eins og í brúðkaupum og jarðarförum og hefur sungið sópran í Kammerkór Hafnarfjarðar síðan 2002. „Það er mjög gaman að vera í kórnum, hópurinn er skemmtilegur og félagsskapurinn góður auk þess sem það er alltaf gott að syngja fyrir sálina.“ Kóræfingarnar hafa legið niðri síðan samgöngubannið hófst en Björg segir að Helgi Bragason kór- stjóri hafi mælt með því að kór- félagar æfðu sig áfram heima. Vænt- anlega verði tónleikar samt ekki fyrr en í haust. Vinur Bjargar, Albert Eiríksson (alberteldar.com), hafði samband við hana að morgni afmælisdagsins og bað hana um skemmtilega mynd- skreytta uppskrift til að setja á vef- inn. „Ég brást strax við og ákvað að senda honum uppskrift mína að kær- leikskleinunum.“ Bætir við að sorg- leg saga sé á bak við þær. Besta vin- kona sín hafi greinst með krabba- mein 2015 og 2017 hafi þau Erlingur steikt kleinur og bakað hjónabands- sælur og jólakökur og selt sem fjár- öflun fyrir vinkonuna og fjölskyldu hennar í veikindunum. „Salan gekk mjög vel og stuðningurinn kom sér vel en svo lést hún í ágúst í fyrra. Við fengum mjög góð viðbrögð við klein- unum, rætt var um að þær væru þær bestu í heimi og þar sem þær voru gerðar af svo miklum kær- leika og ást fest- ist nafnið kær- leikskleinur við þær. Því fannst mér við hæfi að steikja kærleiks- kleinur á þesum undarlegu tím- um.“ Erlingur las bækurnar Svarta kisa og einvígið við smábarnið og Svarta kisa og Móri frændi eftir Nick Bruel í beinni útsendingu á Facebook dag- ana 22. og 23. mars, en finnst of mikið að vera með sögustund á sama tíma og mæðgurnar verða með söngstund, sem þær hafa unnið að undanfarna daga. Samfara því var Margrét Fjóla með upplestur í beinni útsendingu í vikunni. „Ég hef unnið á leikskóla og í grunnskóla og hef því reynslu af því að vinna með börnum,“ segir Björg um söngstundina, sem þær settu saman eftir að fjölskyldan var laus úr sóttkví. „Þetta var meiri vinna og þess vegna ekki í beinni útsendingu.“ Kærleikskleinur og söngstund fyrir krakka Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjölskyldan Erlingur Pálmason, Margrét Fjóla og Björg Pétursdóttir.  Fjölskylda gleður sig og aðra með söng og upplestri á Facebook Kærleikskleinur Sorgleg en um leið falleg saga er á bak við þær. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennur frá GRÖVIK VERK í Noregi Einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 94. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Æfingaaðstaðan er langt frá því að vera kjöraðstaða en ég næ að láta þetta ganga. Ég var svo heppinn að fá lánaðan búnað og hef sett upp í geymslunni heima. En maður reynir að gera það besta úr stöðunni og eftir að ég fékk æfingatækin heim er staðan önnur,“ segir Júl- ían J.K. Jóhannsson, heimsmethafi í réttstöðulyftu og íþróttamaður ársins 2019, sem æfir í sex fermetra geymslu heima hjá sér. »26 Heimsmethafinn æfir í geymslunni ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.