Morgunblaðið - 04.04.2020, Side 4

Morgunblaðið - 04.04.2020, Side 4
Guðni Einarsson Þórunn Kristjánsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra kveðst vera ánægð með að vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga á Landspítala hafi verið tryggður. Hún vonar að þetta hjálpi til við að deiluaðilar í kjaradeilu hjúkrunar- fræðinga og ríkisins nái saman. Hjúkrunarfræðingar hafa verið með lausan kjarasamning í um eitt ár. „Auðvitað er það bagalegt hversu langan tíma allir þessir samningar hafa tekið,“ sagði Katrín spurð út í kjaradeiluna. Hún benti á að ellefu aðildarfélög BHM hefðu skrifað undir samninga við ríkið í gær. Það sýndi að hreyfing væri á þessum málum. Næsti fundur samninga- nefnda hjúkrunarfræðinga og ríkis- ins er boðaður kl. 10.30 á mánudag. Vaktaálagsauki sem hjúkrunar- fræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis frá því í apríl 2017 verður framlengdur næstu mánuði, eða allt til 1. október 2020 eftir nánara mati spítalans. Nauðsynlegar fjárveitingar vegna þessa hafa verið tryggðar. Þetta kom fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráð- herra sendu forstjóra Landspítalans í gær. Spáin hefur aðeins hækkað Ekki eru miklar breytingar frá fyrri spá í nýrri spá Heilbrigðisvís- indastofnunar Háskóla Íslands um kórónuveirusmit sem birt var á covid.hi.is í fyrradag. Spáin um heildarfjölda greindra smita hefur hækkað frá spánni 30. mars og eins spár um álag á heilbrigðiskerfið. Helstu niðurstöður spálíkansins með gögnum til og með 1. apríl eru m.a. að gert er ráð fyrir því að rúm- lega 1.800 manns hér á landi muni greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins. Talan gæti náð 2.500 manns samkvæmt svartsýnni spá. Fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1.200 manns. Hann gæti náð 1.700 manns viku seinna samkvæmt svartsýnni spá. Vaktaálagsauki hjúkr- unarfræðinga tryggður  Forsætisráðherra vonar að það liðki fyrir kjarasamningi Spálíkan um heildarfjölda virkra smita Fjöldi greindra smita að frádregnum fjölda þeirra sem hafa náð bata Líklegasta spá Svartsýn spá Óheftur veldisvöxtur Staðfestur fjöldi Byggt á spálíkani á covid.hi.is frá 2. apríl LÍKLEGASTA SPÁ Hámark í fyrstu viku apríl, um 1.200 manns með virkan sjúkdóm 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 2.3. 9.3. 16.3. 23.3. 30.3. 6.4. 13.4. 20.4. 27.3. 4.5. SVARTSÝN SPÁ Um 1.700 með virkan sjúkdóm Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Landspítalinn Það hefur verið mikið álag á starfsfólki gjörgæsludeilda spítalans undanfarið. Þar hafa margir legið vegna kórónuveirusmits. KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 www.aman.is Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is er okkar fag Víngerð Nýttu þér frábæra netverslun Ámunnar www.aman.is Guðni Einarsson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Fyrsti maðurinn sem lenti í öndunarvél vegna kórónuveirusýk- ingar hér á landi hefur verið út- skrifaður af gjörgæslu og er kom- inn á almenna deild. Hann er sá fyrsti sem losnar úr öndunarvél eftir alvarleg veikindi af völdum kórónuveirunnar. Þessu greindi Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, frá á upplýsingafundi vegna veirunnar í gær. Hann sagði þetta miklar gleðifréttir fyrir að- standendur, starfsfólk og okkur öll. Auk Páls tóku þátt í fundinum Alma D. Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær var hlutfall sýktra af sýnum sem tekin voru svipað og áður. Enn var meirihluti jákvæðra sýna frá fólki í sóttkví. Það þykir staðfesta að aðferðafræðin sem er beitt virkar. Ekki er mikið sam- félagslegt smit samkvæmt gögnum frá Íslenskri erfðagreiningu. Alls lágu tólf á gjörgæslu vegna kórónuveirusýkingar í gær, 11 á Landspítalanum og einn á Akur- eyri. Þar af voru níu í öndunarvél, einn af þeim á Akureyri. Af þeim sem höfðu verið lagðir inn vegna kórónuveirusýkingar höfðu 30 ver- ið útskrifaðir. Páll upplýsti að hann hefði sent heilbrigðisráðherra bréf vegna álags á starfsfólk Landspítalans með tillögu um umbun því til handa. Hann sagði að tillagan væri í samræmi við það sem sést hefði í löndunum í kringum okkur og nefndi sem dæmi að í Svíþjóð og í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hefði heilbrigðisstarfsfólk fengið fasta umbun. Hana fengju ekki einungis þeir sem væru fremst í framlínunni, enda mæddi á öllum. Þá greindi Páll frá því að for- svarsfólk allra heilbrigðisstofnana landsins hefði sent ráðherra bréf þar sem það lýsti áhyggjum af kjarasamningum hjúkrunarfræð- inga. Um 75.000 sóttu strax appið Alma D. Möller landlæknir greindi frá því á fundinum að í gær hefðu tæplega 75.000 manns verið búnir að taka nýja smitrakningarappið Rakning C-19 í notkun. Appið varð aðgengilegt fyrir bæði iOS- og Android-síma í fyrradag. „Við viljum þakka fólki fyrir þessar frábæru viðtökur sem eru framar okkar vonum,“ sagði Alma. Einnig þakkaði hún fyrir- tækjunum Aranja, Kolibri, Stokki, Sensa, Samsýn, Íslenskri erfða- greiningu og Syndis fyrir aðkomu sína að hönnun og forritun appsins. Samkomubann til 4. maí Heilbrigðisráðherra auglýsti í gær framlengingu samkomubanns til 4. maí. Ólíklegt er að frá því verði horfið fyrr. Áfram verður gripið til harðra aðgerða þar sem hópsmit kemur upp, eins og í Vestmannaeyjum, Hvammstanga og hugsanlega á Vestfjörðum. Þá hvatti Víðir fólk til að vera heima um páskana og undirbúa sig með innanhússferðalögum um helgina. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 38 1.189 Útlönd 0 0 Austurland 6 101 Höfuðborgarsvæði 1.006 3.313 Suðurnes 64 288 Norðurland vestra 32 80 Norðurland eystra 37 269 Suðurland 128 609 Vestfirðir 27 289 Vesturland 26 162 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Erlendis Óþekktur 22.195 sýni hafa verið tekin 336 einstaklingar hafa náð bata 10.289 hafa lokið sóttkví 45 eru á sjúkrahúsi 4 einstaklingar eru látnir 12 á gjör-gæslu 1.024 eru í einangrun Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar Upplýsingar eru fengnar af covid.is og landspitali.is 1.364 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 6.300 manns eru í sóttkví 1.364 28. 29. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 71% 6% 23% 1.200 1.000 800 600 400 200 Kominn úr öndunarvél og af gjörgæslu  Meirihluti jákvæðra sýna enn frá fólki í sóttkví  Lagt til að starfsfólki Landspítala verði umbunað sérstaklega  Margir hafa sótt smitrakningarappið  Fólk hvatt til að halda sig heima við um páskana Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Upplýsingafundurinn Þar var m.a. upplýst að tólf voru á gjörgæslu í gær vegna kórónuveirusýkingar, 11 á Landspítalanum og einn á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.