Morgunblaðið - 04.04.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 04.04.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Nero Giardina Pedro Miralles Wonders NÝVEFVERSLUN www.hjahrafnhildi.is af öllumskóm í vefverslun20% Varan er náttúruleg, ómeðhöndluð og án allra aukaefna. Einstaka kryddblanda inniheldur salt í litlu magni, annars er kryddið án salts. Kryddhúsið státar af frábæru úrvali af kryddblöndum frá hinum ýmsu heimshornum ásamt heilu og möluðu kryddi í miklum gæðum sem er handpakkað í vistvænar umbúðir úr PET og áli. BETRA BRAGÐ UM PÁSKANA Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook FISLÉTTIR DÚN OG VATTJAKKAR MARGIR LITIR FRÁ KR. 19.900 Persónuleg Símaþjónusta FRÍ HEIMSENDING hjá Laxdal gætum við fyllsta öryggis OPIÐ 12-16 Þorsteinn Garðarsson sótti í gær nýjan Samsung Galaxy S20+ síma, sem hann fékk eftir að nafn hans var dregið út í Happatölu Morgun- blaðsins og Samsung. Happatöluna er að finna í Morgunblaðinu á fimmtudögum og laugardögum og geta lesendur far- ið inn á mbl.is/happatala á netinu og gefið upp töluna til að komast í pottinn. Þorsteinn var að vonum ánægður með vinninginn, en hann hefur ver- ið áskrifandi að Morgunblaðinu síð- an hann var 18 ára. Vinningshafi Þorsteinn Garðarsson með nýja símann sem hann sótti í gær. Fann happatölu og fékk nýjan síma Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í verslunum Elko seljast kælitæki, svo sem frystiskápar og -kistur, aldrei betur en nú. „Sennilegasta skýringin á þessu er sú að meðal fólks hafi vaknað sú tilfinning í nú- verandi ástandi að gott sé að eiga matarforða og nú vanti geymslur,“ segir Gestur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Elko, í samtali við Morgunblaðið. Sömuleiðis hefur sala á kolsýru- tækjum sem notuð eru við að útbúa sódavatn aukist um meira en helm- ing. Gestur telur að þar komi til að fólk sé orðið vant vatnstækjum af vinnustöðum sín- um og vilji heimavinnandi geta gengið að sömu þægindum. Vegna kórónu- veirufaraldursins liggur vinna víða niðri auk þess sem margir eru í sóttkví. Þá vant- ar afþreyingu og margir hafa því síðustu daga keypt ný sjónvörp. Þá greina stjórnendur Elko aukna sölu á leikjatölvum sem og spjaldtölvum, sem hafa reynst þarfaþing eldra fólki á dvalarheimilum þar sem nú gildir heimsóknabann. Í verslunum Elko á Granda og í Skeifunni í Reykjavík og við Skógarlind í Kópavogi, gildir sú regla vegna samkomubanns að þar mega að jafnaði ekki vera inni fleiri en tíu viðskiptavinir og því hefur bragurinn í starfseminni breyst mikið. „Viðskiptin og veltan hjá okkur hafa haldist þokkalega þótt aðstæð- ur séu gjörbreyttar. Fólki ætti líka að reynast fyrirhafnarlítið að færa sig yfir í vefverslunina, panta og fá vöruna senda heim í síðasta lagi daginn eftir. Til framtíðar litið mun öll verslun væntanlega færast meira í það horf,“ segir Gestur Hjaltason. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kalt Hannes Brynjarsson, lagermaður hjá Elko í Lindum, við frystiskápana sem nú seljast eins og heitar lummur. Fólk er greinilega að birgja sig upp af matvælum, segir hann, og hefur mikið að gera við afgreiðslu á tækjum. Safna matarforða og kaupa frystitæki Gestur Hjaltason  Annir í Elko og vatnstæki rjúka út  Fartölvur þarfaþing Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) skorar á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki nýtur bóta skv. lögum um ráðstafanir á vinnumark- aði vegna kórónuveirusjúkdómsins, COVID-19. „Þetta eru hópar launafólks í við- kvæmri heilsufarslegri stöðu, t.d. einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og þungaðar konur á 36 viku eða lengra gengnar. Þessum hópum er skv. ráðleggingum heil- brigðisyfirvalda gert að halda sig heima,“ segir m.a. í áskoruninni. Þá bendir miðstjórnin á að foreldrar þurfi að taka sér launalaust leyfi til að vera með börnum sínum vegna skerts skólahalds. Fyrrnefndu hóp- ana megi fella undir lög um laun í sóttkví og stöðu þeirra síðarnefndu megi bæta með því að heimila skert starfshlutfall sem ekki byggir ein- ungis á þörfum atvinnurekenda. Þá ítrekar ASÍ kröfu sína um vernd þessara hópa. gudni@mbl.is Hópar njóti verndar  Miðstjórn ASÍ skorar á ríkisstjórnina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.