Morgunblaðið - 04.04.2020, Page 24

Morgunblaðið - 04.04.2020, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Faraldrar ogplágur hafaoft haft af- gerandi áhrif á gang sögunnar. Plágur á borð við svarta dauða, sem geisaði með hléum í fimm aldir í Evrópu, fá vissulega sinn sess í sögubók- unum. Oft þó minna gert úr þess- um áhrifum þegar sagan er skráð og greind, en efni eru til. Hefðu Aþeningar haft betur gegn Spartverjum í Pelopseyjar- stríðinu ef plága hefði ekki geisað í Aþenu 431 fyrir Krist? Hvernig hefði þróunin orðið í Evrópu hefði bólusóttin ekki þurrkað út hálfa milljón manna eða sem samsvarar heilli stórborg þess tíma á ári á 18. öld? Napóleon Bonaparte hafði stór- brotin áform um að gera Frakk- land að heimsveldi. Þegar þrælar gerðu uppreisn í frönsku nýlend- unni Saint-Domingue, sem nú heitir Haítí, ákvað Napóleon að skerast í leikinn. Haítí var gróður- sæl eyja og ein arðbærasta evr- ópska nýlendan. Fleira bjó þó und- ir hjá Napóleon. Frakkar höfðu slegið eign sinni á tveggja milljóna ferkílómetra land í Norður- Ameríku. Þeir höfðu reyndar að- eins fótfestu á litlum hluta þessa flæmis, en Napóleon vildi tryggja þar ítök sín og sá fyrir sér að til þess þyrfti hann að hafa örugga bækistöð í Saint-Domingue. Hann sendi fjölmennan her til að brjóta sveitir þrælanna á bak aftur. Helsti fjandi hvíta mannsins á Haítí var gulusóttin. Uppreisn- armennirnir höfðu borið hana með sér frá Afríku og voru með betri varnir gegn henni en nýlenduherr- arnir. Uppreisnarmennirnir hörf- uðu því og létu gulusóttina um að afgreiða sveitir Napóleons. Sóttin var einstaklega skæð og návígi hermannanna varð til þess að hún breiddist hratt út með hrikalegum afleiðingum. Á endanum játaði Napóleon sig sigraðan og Haítí varð frjáls. Hann ákvað einnig að nú væri vonlaust að ætla að halda í lendur Frakka í Ameríku og seldi þær Bandaríkjamönnum árið 1803. Við það tvöfölduðust Banda- ríkin að flatarmáli. Þessi gjörn- ingur nefnist „Louisiana-kaupin“ í bandarískum sögubókum og „Louisiana-salan“ í frönskum. Þótt draumurinn um ítök í Ameríku væri úr sögunni var Napóleon áfram staðráðinn í að auka áhrif og mátt Frakklands. Hann ákvað að ráðast inn í Rúss- land undir því yfirskini að hann ætlaði að frelsa Pólland, en hugð- ist knýja Rússakeisara til að hætta viðskiptum við Breta. Var hann síðan með langsóttar áætlanir um að Rússland yrði stökkpallur inn í Indland og hugðist þannig veita breska heimsveldinu afgerandi högg. Hann réðist inn í Rússland seint í júní með tæplega 700 þúsund manna her. Frekar en að ráðast í vonlausa orrustu við her Napóle- ons ákváðu Rússar að hörfa og skilja eftir sig sviðna jörð. Hinn sigursæli Napóleon hafði náð ár- angri með léttbúnum hersveitum, sem þurftu ekki vistir því þær gátu farið ránshendi um her- numin svæði. Í Rúss- landi var hins vegar lítið að hafa auk þess sem herinn var illa búinn, sem átti eftir að koma honum í koll þegar haustaði og vetur gekk í garð. Þar við bætt- ist skæð blóðkreppusótt, sem olli miklum usla. Þegar loks kom að því að rússneski herinn ákvað að bjóða þeim franska byrginn höfðu aðstæður breyst verulega. Sá franski hafði reyndar betur í orr- ustunum í Smolensk og Borodino og lagði undir sig Moskvu, sem Rússar höfðu ákveðið að yfirgefa, en það reyndust Pyrrhosarsigrar. Mannfall hafði verið mikið og munaði mest um blóðkreppusótt- ina. Vikurnar áður en herinn hélt innreið sína í Moskvu létust fjögur þúsund hermenn á dag úr blóð- kreppusóttinni og tók hún senni- lega líf þriðjungs franska herafl- ans. Þegar veturinn skall á af fullri hörku ákvað Napóleon að hörfa brott frá Moskvu. Það var enginn sigur fólginn í því að hertaka mannauða Moskvu. Borgin var gildra en ekki herfang. Undan- haldið var hryllingur. Herinn mátti gjöra svo vel að ganga heim og þjarmaði sá rússneski að hon- um á meðan. Á heimleiðinni bloss- aði upp nýr vágestur meðal svangra og hrakinna hermanna, flekkusótt eða útbrotataugaveiki. Um hundrað þúsund manns hófu undanhaldið frá Moskvu. Þegar hann loks kom að ánni Neman hinn 19. desember 1812 þar sem innrásin hófst hálfu ári fyrr voru aðeins um tíu þúsund hermenn eftir. Napóleon var ekki á meðal þeirra. Hann hafði látið flytja sig á sleða til Parísar hálfum mánuði fyrr til að vera ekki viðstaddur þessa niðurlægingu. Innrásin í Rússland var glap- ræði og vel getur verið að hún hafi verið dæmd til að mistakast. Líkt og gulusóttin slökkti Ameríku- drauma Napóleons gerði blóð- kreppusóttin út um alla möguleika hans á sigri í Rússlandi og með flekkusóttinni var tapið algert. Napóleon var laskaður og ófær um að ná fyrri styrk. Fyrir vikið skaut hann óvinum sínum ekki lengur skelk í bringu. Þeir fóru að færa sig upp á skaftið og munaði þar mest upp á framhaldið um aukið sjálfstraust Þjóðverja. Það mætti ugglaust færa rök að því að pestir og plágur séu meðal helstu gerenda í mannkynssög- unni. Læknavísindunum hefur hins vegar fleygt fram og nú er til staðar þekking á uppruna og eðli sjúkdóma, sem fyrr á öldum voru mönnum fullkomin ráðgáta. Með þekkingu nútímans á sjúkdómum hefði Napóleoni ef til vill orðið bet- ur ágengt og væri franska þá mál málanna. Kórónuveirunni hefur tekist að kyrrsetja hálfan hnöttinn og áhrifa hennar mun gæta um sinn, en að hve miklu leyti þau verða til frambúðar er óvíst. Vonandi sem minnst. Plágur bundu enda á drauma Napóleons} Sjúkdómar og gangur sögunnar Í gær tók ég ákvörðun um að fram- lengja til 4. maí takmarkanir á sam- komum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl til að hefta út- breiðslu COVID 19-sjúkdómsins, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Ég hef haft það leiðarljós í allri ákvarðanatöku minni í viðbrögðum við sjúkdómnum að hlusta á og fylgja faglegum leiðbeiningum okkar besta fólks í þessum efnum. Sóttvarnalæknir hefur veitt mér skýra og faglega leiðsögn og hafa ákvarðanir sem ég hef tekið um samkomu- bönn og -takmarkanir verið byggðar á þeirri leiðsögn. Samkvæmt könnunum sem birtar voru í lok mars ber almenningur mikið traust til stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins nú þegar COVID 19-sjúkdómurinn gerir innrás í landið okkar. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup ber almenningur m.a. mikið traust til heilbrigðisyfirvalda. Könnunin var gerð 20.-26. mars og í henni voru mæld viðhorf almenn- ings til ýmissa þátta sem tengjast faraldrinum. 45% að- spurðra sögðust treysta almannavörnum og heilbrigðis- yfirvöldum „fullkomlega“ í baráttunni, 38% mjög vel og 12% vel. Einungis 2 prósent sögðust treysta heilbrigðis- yfirvöldum frekar illa eða alls ekki. Í könnun MMR um COVID 19-sjúkdóminn, sem var birt í lok mars, sagðist 91% svarenda bera frekar eða mjög mikið traust til almannavarna í tengslum við viðbrögð þeirra við útbreiðslu kórónaveirunnar. 88% aðspurðra kváðust bera mikið traust til heilbrigðisstofnana og 82% til lögreglunnar. Þessar kannanir sýna að heilbrigðisyfirvöld og þær stofnanir sem sinna mikilvægum hlut- verkum í viðbrögðum við faraldrinum njóta mik- ils trausts meðal almennings. Það er mikilvægt að finna þetta traust því það er að mínu mati lykilforsenda þess að okkur takist vel að virkja almenning til þátttöku í sóttvarnaraðgerðum. Ég tel að það hafi þýðingu að hér á landi ákváðu stjórnvöld að treysta því kerfi sem við höfum sjálf búið okkur; fara að ráðum fagfólks, treysta almenningi til þess að taka þátt í sótt- varnaraðgerðum án þess að beita harðræði, boð- um og bönnum, og verja lýðræðið. Víðtækari heimildir ríkisstjórna til að taka ákvarðanir tengdar faraldrinum, án aðkomu þinga og lýð- ræðislega kjörinna fulltrúa, hafa verið veittar í nágrannalöndum okkar, til dæmis í Noregi. Slíkar aðgerð- ir eru ekki til þess fallnar að styrkja lýðræðið. Við megum nefnilega ekki gleyma því að lýðræðið er ekki sjálfgefið. Við þurfum að passa upp á það og gæta þess alltaf, en kannski sérstaklega á krísutímum sem þessum. Virkt þing, mikil upplýsingamiðlun og það að láta fagleg sjónarmið ráða för við ákvarðanatöku eru til dæmis þættir sem skipta miklu í því samhengi og sem ég hef lagt áherslu á í viðbrögðum mínum við innrás COVID 19- sjúkdómsins í landið. Ég mun halda því áfram. Svandís Svavarsdóttir Pistill Traust á tímum kórónuveiru Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ástandið vegna kórónu-faraldursins virðist tilþessa ekki hafa haft mik-il áhrif á sölu á fisk- mörkuðum. Magnið jókst í mars- mánuði frá því sem var síðasta ár og verð á mörkuðunum hefur hald- ið sér þokkalega þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í sölu afurða. Þar spilar eflaust inn í að suma daga hefur framboð verið lítið vegna ótíðar og lækkun gengis krónunnar hefur stutt við verðið. Þá hafa einhverjir hægt á sjósókn vegna óvissu og söluerfiðleika. Talsvert er enn flutt út af ferskum fiski til Bretlands og Bandaríkjanna og ekki hafa allar leiðir lokast. Hefð er fyrir mikilli fiskneyslu, t.d. í Evrópu, í aðdrag- anda páska og hafa smærri og stærri fyrirtæki átt viðskipti á mörkuðunum. Samkvæmt upplýsingum frá Reiknistofu fiskmarkaðanna var í heildina um 9% meira selt á mörk- uðum í marsmánuði heldur en í mars í fyrra og 32,5% meira af þorski. Verulega minna var selt á mörkuðunum í janúar, en þá var sjósókn oft erfið vegna ótíðar, og nokkru minna í febrúar heldur en sömu mánuði í fyrra. Selt fyrir 3,1 milljarð í mars Verð fyrir þorsk var með því allra hæsta sem verið hefur í jan- úar og fram eftir febrúar. Í lok janúar byrjaði verðið að lækka, sem verið hefur venjan með aukn- um afla. Meðalverð fyrir þorsk í mars var eigi að síður 6,5% hærra heldur en í mars í fyrra og var hærra í nýliðnum mánuði heldur en í mars nokkur síðustu ár. Meðalverð fyrir þorsk í mars var 321 króna, en 301 króna í mars í fyrra. Í marsmánuði var fiskur seld- ur fyrir 3,1 milljarð á mörkuð- unum, en í mars í fyrra fyrir um 2,7 milljarða. Frá áramótum nem- ur sala fiskmarkaðana alls um 7,3 milljörðum sem er heldur minna en í fyrra. Þorskur hefur oft verið hátt í helmingur þess sem selt er á fiskmörkuðum, en venjulega selja fiskmarkaðir þó innan við 20% af veiddum þorski. Næstmest er selt af ýsu, en ufsi, karfi og steinbítur eru einnig með talsverða hlutdeild. Flestar tegundir sem úr sjó eru dregnar rata inn á fiskmarkaðina. Verð á mörkuðum ætti að vera um 15% hærra Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábáta- eigenda, segir að verð á mörkuðum hafi haldið sér betur en ýmsir hafi reiknað með, en eigi að síður hafi verð lækkað. „Gengið hefur fallið um 10% frá upphafi til loka marsmánaðar og verð ætti því að vera um 15% hærra en það hefur verið í vikunni. Framboð á þorski í mars var í heild gott þrátt miklar ógæftir, sem hafa haft sín áhrif á verð sem lækkaði eftir því sem leið á mán- uðinn þrátt fyrir veikingu krón- unnar,“ segir Örn. „Hrygningarstopp hófst 1. apríl með tilheyrandi takmörk- unum og það mun að óbreyttu hafa áhrif á framboðið. Við höfum farið fram á það við ráðherra að reglu- gerð um hrygningarstopp verði felld úr gildi eða hrygningar- stoppið verði stytt. Á fundi með ráðherra á miðvikudag óskuðum við eftir að reglugerð yrði breytt þannig að kyrrstæð veiðarfæri eins og handfæri, lína og net yrðu undanþegin hrygningarstoppi frá og með þriðjudeginum 14. apríl. Það er ekki gott ef fisk vantar á markaði,“ segir Örn Pálsson. Aukin sala var á fisk- mörkuðunum í mars Magn og verðmæti á fi skmörkuðum Þorskverð, janúar-mars Meðalverð, allar tegundir, janúar-mars Gengisvísitala krónu, 2. jan. til 31. mars Afl i á fi skmörkuðum í mars Þorskur, janúar-mars alls Allar tegundir, jan.-mars alls 9% aukning milli ára, 15% meira verðmæti 32% aukning milli ára, 41% meira verðmæti 400 350 300 250 200 400 350 300 250 200 205 195 185 175 165 12.000 9.000 6.000 0.000 0 30.000 20.000 10.000 0 kr/kg kr/kg Vísitala meðalgengis tonn tonn janúar febrúar mars janúar febrúar mars janúar febrúar mars 2019 2020 2019 2020 10.257 28.907 25.345 2020 2019 2020 2019 2020 2019 301,38 245,30 202 321,06 259,49 182 10.645 Heimild: Reiknistofa fi skmarkaða Heimild: Seðlabanki Íslands Þorskur: Allar tegundir: Mars 2019 Mars 2020 3.731 tonn 4.943 tonn Mars 2019 Mars 2020 10.962 tonn 11.904 tonn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.