Morgunblaðið - 04.04.2020, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
✝ GuðmundurGuðnason
fæddist 15. febr-
úar 1937 í húsinu
nr. 27 við Grett-
isgötu í Reykjavík
og ólst þar upp
fyrstu æviárin.
Hann lést á Ljós-
heimum, Heil-
brigðisstofnun
Suðurlands, 14.
mars 2020.
Foreldrar hans voru hjónin
Þóra Guðmundsdóttir frá
Brekku í Þykkvabæ í Odda-
sókn, af Víkingslækjarætt, og
Guðni Skúlason Kolbeinssonar
bónda á Króktúni í Skarðssókn
í Rangárþingi, síðar á Hala í
Ásahreppi, af Bolholtsætt.
Foreldrar Guðna voru hjónin
Skúli Kolbeinsson og Margrét
Guðnadóttir, sem lengi bjuggu í
Flagbjarnarholti. Skúli var
lengst af vörubifreiðarstjóri, ók
m.a. við gerð flugvallarins í
Kaldaðarnesi, mikill og flinkur
Björnsdóttir. 2. Erna f. 1941,
látin, átti Helga Gústafsson,
leigubifreiðarstjóra; dætur
þeirra: Hrönn og Ásdís, eig-
inmaður Ásdísar er Stefán
Bryde og eiga þau þrjá syni og
sonarson. Hálfbróðir þeirra
systkina að föðurnum er Svavar
Rúnar Guðnason í Reykjavík;
móðir hans var Jónína Kristín
Sigurjónsdóttir (látin).
Guðmundur var ókvæntur,
en eignaðist dótturina Ínu
Björgu með Helgu Svölu Niel-
sen (látin). Maður Ínu Bjargar
er Sigurður F. Guðfinnsson frá
Bolungarvík. Afabörn Guð-
mundar eru Rakel, Ómar Þór,
Viktor og Arnór Darri.
Árið 2009 fluttist Guðmund-
ur austur á Selfoss og átti
heima við Suðurengi þar í bæ
og ók fólksflutningabílum, en
þremur árum síðar dvaldist
hann um tíma á hjúkrunar-
heimilinu Eir í Reykjavík. Árið
2013 tóku þau Ína og Sigurður
hann til sín, þar sem hann átti
góðu að fagna. Síðustu sex ævi-
árin var hann vistmaður á Ljós-
heimum, Heilbrigðisstofnun
Suðurlands.
Úförin fór fram frá Foss-
vogskapellu 20. mars 2020 í
kyrrþey.
bridge-spilari. For-
eldrar Þóru voru
hjónin Jónína Þor-
steinsdóttir frá
Brekku og Guð-
mundur Guðmunds-
son frá Önnuparti í
Þykkvabæ. Höfðu
þau tekið við búi
foreldra hennar á
Brekku og bjuggu
þar með þremur
dætrum sínum og
bróður Jónínu, Runólfi Þor-
steinssyni, þegar Spænska veik-
in geisaði árið 1918. Lagði far-
sóttin að velli Guðmund bónda
og tvær dætur þeirra. Þóra,
sem þá var tveggja ára, lifði af,
ásamt Jónínu, móður sinni,
Katrínu, ömmu sinni, og Run-
ólfi móðurbróður sínum.
Systkini Guðmundar voru: 1.
Skúli Grétar, 1939, látinn, end-
urskoðandi; sonur hans með
Kristínu Hjartar: Magnús hag-
fræðingur í Reykjavík. Eftirlif-
andi kona Skúla er Kristjana
Frá sokkabandsárunum
minntist Guðmundur þess er for-
eldrar hans keyptu húsið númer
15 við Lokastíg í Reykjavík og
settu þar heimili sitt. Hann mundi
vel Svein gamla kaupmann í Her-
mes, en svo hét lítil búð í kjallara
hússins á norðvesturhorni Bald-
ursgötu og Lokastígs; þetta var
góðlegur karl, átti það til að gefa
krökkum til baka í sælgæti; af
sjálfu leiddi að hann var einkar
ástsæll meðal barnanna í hverf-
inu.
Guðmundur mundi einnig
Hálfdán kaupmann Eiríksson í
Kjöti og fiski á norðausturhorni
Baldursgötu og Freyjugötu. Í
húsinu númer 16 við Lokastíg átti
heima Björn R. Einarsson hljóm-
listarmaður og fjölskylda hans.
Guðmundur minntist þess kími-
leitur þegar Ingibjörg kona
Björns beiddi hann sendast fyrir
sig út í búð og lét þá falla út um
gluggann á annarri hæð niður á
gangstéttina til hans peninga og
minnisblað. Rifjaði Guðmundur
þetta upp og hló dátt. Á stríðs-
árunum og þar á eftir var lífsbar-
áttan hörð; erfitt að fá húsnæði og
nauðsynjar skammtaðar. Þær
gömlu og sáru minningar eru nú
liðnar hjá og troðnar undir hjól-
börðum nýja tímans, þótt þær
geymist enn meðal nokkurra
gamalla karla og kvenna sem
bráðum eru komin á leiðarenda í
síðasta áfanga jarðvistarinnar.
Guðmundur geymdi sér í minni er
móðir hans fór með börn sín aust-
ur að Brekku í Þykkvabæ, óðara
en skóli var úti á vorin. Þar
bjuggu þau Runólfur Þorsteins-
son, móðurbróðir hennar, og kona
hans, Borghildur Tómasdóttir frá
Hamrahóli í Ásahreppi. Hér voru
börnin í sveit á sumrin og fór vel
um þau, hraustlegir glókollar að
sjá á gamalli ljósmynd. Þeir
bræður, Guðmundur og Skúli,
fóru ungir að vinna hjá ameríska
hernum á Keflavíkurflugvelli;
Guðmundur aðstoðarmaður í
messanum. Þegar hann hætti
hrósaði honum yfirmaðurinn, Mr.
Murphy, og fékk honum vottorð,
sem á stóð, að hann mætti vinna
við matseld hvar sem væri í heim-
inum á vegum Bandaríkjahers. Á
meðan bræðurnir unnu á Vellin-
um lögðu þeir fyrir og keyptu svo
íbúð við Eskihlíð. Í risinu var her-
bergi, sem þeir leigðu út.
Guðmundur hélt áfram að
vinna á Keflavíkurflugvelli, en hóf
síðan að aka hjá Mjólkursamsöl-
unni og hélt því áfram í mörg ár.
2009 fluttist hann á Selfoss og ók
rútum, en dvaldist síðar hann um
tíma á hjúkrunarheimilinu Eir í
Reykjavík. Frá 2013 var hann
heimilisfastur hjá dóttur og
tengdasyni, þar sem hann átti
góðu að fagna. Síðustu sex æviár-
in var hann vistmaður á Ljós-
heimum, glaður í lund og þakk-
látur.
Guðmundur var manna
kempulegastur á velli, andlitið
stórfellt og þó karlmannlega frítt,
augun björt og greindarleg og
bjuggu yfir mikilli glettni.
Læknavísindin staðhæfa, að eftir
að menn vistast á hjúkrunarheim-
ili eigi þeir kringum tvö ár ólifað.
En svo vel var Guðmundur af
Guði gerður, að árin hans á Ljós-
heimum urðu sex, og þó iðkaði
hann fullkomna kyrrsetu og það
af mikilli einbeitni og óbrigðulli
staðfestu; tók alls engan þátt í
gönguferðum og leikfimiæfingar
mátti hann ekki heyra nefndar.
Hafi hann þökk og veri kært
kvaddur. Ástvinum samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu
Guðmundar Guðnasonar.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Guðmundur
Guðnason
Svenni sjó, fé-
lagi minn og besti
vinur á lífsins leið,
hefði orðið sextugur 4. apríl
2020.
Hann var Ísfirðingur í húð
og hár, sjómaður megnið af
starfsævinni, frá 15 ára aldri,
veiðimaður mikill á stöng og
góður skotmaður. Á yngri árum
fór hann í fjölda veiðiferða upp
á hálendið og erlendis. Hann
undi sér vel úti í náttúrunni,
uppi á heiðum, inni í dal eða að
horfa í árnar eftir fiski. Áhugi á
villtum dýrum og lífi þeirra átti
hug hans þó meira síðar. Hann
lagði kapp á að vera í góðu
formi alla tíð, og stóð við þau
orð sín að komast í Levis-galla-
buxur númer 32 er hann yrði
fimmtugur!
Ég leyfi huganum að reika
og minningarnar eru margar og
Sveinbjörn Einar
Magnússon
✝ SveinbjörnEinar Magn-
ússon fæddist 4.
apríl 1960. Hann
lést 30. maí 2018.
Útförin fór fram
frá Ísafjarðar-
kirkju 12. júní
2018.
góðar og fara vítt.
Ótrúlegt hve hann
stóð sig á lífsins
göngu. Arnaraugu
hans sáu oft lengra
en augað eygir, út
yfir stað og stund.
Dýrmæta vináttu
okkar og hjarta-
hlýju mun ég
geyma út yfir allt
og allt.
Áhugi hans og
þekking á tónlist var töluverð
og meiri síðustu árin ef eitt-
hvað. Að finna ófáanlegan disk
með ELO eða spekúlera í ein-
földum dægurlögum og textum,
þar var hann heima.
Ég læt hér fylgja með brot
úr ljóðinu „Hvert ertu farið
blómið blátt“, en því deildi hann
í heild sinni með mér á sinn
kankvísa hátt sem svari við
áleitnum spurningum. Vel gert.
Hvert er farið allt og allt, allir sem
voru hér?
Hví er farið allt og allt, alveg frá
mér?
Vera má að allt og allt aftur mætist
þúsundfalt.
Út yfir stað og stund stefni ég á
þinn fund.
(Pete Seeger)
Þar til þá,
Björg Traustadóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskulegur eiginmaður, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
NILS ANDERS ENGLUND,
fv. ríkissaksóknari í Svíþjóð,
Fjarðargötu 17, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum 31. mars.
Útför fer fram í kyrrþey vegna aðstæðna.
Auður Hermannsdóttir Englund
Hans Englund Anna Malm
Kristina Englund Magnus Petersson
Håkan Englund Jennifer Englund
Gestur G. Gestsson Kristín Þórarinsdóttir
Ragnheiður K. Gestsdóttir Joakim Eriksson
Rebekka, Hermann, Isaac, Auður, Símon, Troy, John,
Emma, Enya, Agnes, Tilde, Nils, Rúrik og Brimir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
NEBOJšA ZASTAVNIKOVIC
trésmiður og veiðimaður,
Gulaþingi 19,
lést 25. mars. Útför fór fram þriðjudaginn
31. mars í kyrrþey sökum aðstæðna í samfélaginu.
Þökkum hlýhug og góðar kveðjur og sérstakar þakkir til
heimaþjónustu HERU.
Minningarathöfn verður auglýst síðar.
Dragana Zastavnikovic
Sandra Zastavnikovic Birgir Hólm Logason
Adriana Sóley Íris Freyja
Eiginmaður minn elskulegur og besti vinur,
GEIR TORFASON,
Melabraut 50,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
26. mars. Að lokinni kistulagningu verður
bálför en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
verður útför auglýst síðar.
Ingveldur Ingólfsdóttir
og fjölskylda
Okkar ástkæra
SIGRÚN HJARTARDÓTTIR
Hátúni 12, Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 30. mars.
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu fer útförin
fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjálfsbjargarhússins í Hátúni 12,
fyrir hlýhug og einstaka umönnun.
Fjölskyldan
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
ÞÓRDÍSAR STEINUNNAR
SVEINSDÓTTUR,
Sólvangi,
áður Smárahvammi 4,
Hafnarfirði.
Ingibjörg Jónsdóttir Guðmundur Rúnar Árnason
Sigurður Jónsson Helga Arna Guðjónsdóttir
Tryggvi Jónsson Guðrún Elva Sverrisdóttir
Bryndís Magnúsdóttir Úlfar Hinriksson
barnabörn og barnabarnabörn
Dásamlegi eiginmaður minn og faðir okkar,
sonur, bróðir, tengdasonur, mágur og vinur,
HEIMIR JÓNASSON,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi 28. mars.
Útför verður þriðjudaginn 7. apríl með
nánustu aðstandendum, minningarathöfn
verður haldin síðar.
Þökkum af öllu hjarta alúð og vinarhug, stuðning og
væntumþykju í veikindum Heimis. Sérstakar þakkir til starfsfólks
líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir einstaka umönnun, virðingu
og fagmennsku.
Fyrir hönd ástvina
Berglind Magnúsdóttir
Markús Heimisson
Áshildur Þóra Heimisdóttir
Silja Björk Heimisdóttir
Elskulegur eiginmaður minn og bróðir
okkar,
ÞORLÁKUR LÁRUS HANNESSON,
Þrastarási 14, Hafnarfirði,
lést 4. mars á LSH, Fossvogi.
Útför hefur farið fram.
Guðrún Guðmundsdóttir
Jón Hannesson
Dagmar Ólafsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ROBIN THOMAS
frá Prag, Tékklandi,
prófessor í stærðfræði við
Georgia Tech,
lést fimmtudaginn 26. mars í Atlanta,
Bandaríkjunum.
Sigrún Andradóttir
Gunnar Michael Andra-Thomas
Klara Björk Andra-Thomas
Martin Kári Andra-Thomas