Morgunblaðið - 04.04.2020, Page 42
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Jarðarförin mín nefnist ný sex þátta
röð sem verður aðgengileg í heild
sinni í Sjónvarpi Símans um pásk-
ana, frá og með skírdegi. Í henni fer
Þórhallur Sigurðsson, Laddi, með
hlutverk Benedikts sem fær þær
fréttir, skömmu eftir að hann lætur
af störfum vegna aldurs, að hann sé
með heilaæxli sem litlar líkur eru á
að hægt sé að
fjarlægja. Bene-
dikt á því skammt
eftir ólifað og fer
að undirbúa eigin
jarðarför, án þess
að láta sína nán-
ustu vita.
Hugmyndina
að þáttunum átti
Jón Gunnar Geir-
dal og skrifaði
hann handrit
þeirra með Ragnari Eyþórssyni,
Heklu Elísabetu, Sólmundi Hólm og
Baldvini Z.
Þættirnir eru dramatískir, á köfl-
um tragíkómískir og virðist heldur
skrítið að fá einn ástsælasta gaman-
leikara og grínista þjóðarinnar í
aðalhlutverkið. Og þó. Ladda er
margt til lista lagt.
Vildi meiri dramatík
„Þetta er svolítið mikið drama og
það er eiginlega það sem gerði mig
fyrst spenntan fyrir verkefninu,“
segir leikstjóri þáttanna, Kristófer
Dignus. Jón Gunnar hafi strax haft
Ladda í huga þegar hann fékk hug-
myndina fyrir um níu árum. „Verk-
efnið var í fyrstu meira grín og farsi
en hefur þroskast og þróast í gegn-
um árin. Þegar það kom til mín sagði
ég við Jón að ég myndi taka það að
mér að því gefnu að ég fengi að gera
það að meira drama en gríni, fengi
að nýta leikhæfileika Þórhalls.“
Kristófer segir að sér hafi þótt
meira spennandi að sjá Ladda leika
dramatískt hlutverk frekar en
gamanhlutverk eins og hann er
vanur. „Ef þú ert góður gamanleik-
ari og hæfileikaríkur hefurðu það
sem þarf til að vera dramatískur
leikari líka. Ég held að þetta virki í
þessa átt; að gamanleikari geti tekið
að sér dramahlutverk en ég held að
það sé erfiðara í hina áttina.“
– Þú vissir að Laddi myndi standa
sig vel í dramatísku hlutverki?
„Já, hann var frábær,“ svarar
Kristófer og bendir á að fyrir fjöl-
mörgum árum hafi Laddi leikið í
sjónvarpsmynd eftir Hrafn Gunn-
laugsson. „Fólk var í nettu sjokki þá
því Laddi var á hátindi grínferils-
ins,“ segir Kristófer og hlær.
Bitastætt hlutverk
„Þetta er bitastætt hlutverk, flott-
ur karakter að vinna með og sagan
er áhugaverð. Ég held að þetta hafi
líka komið á réttum tíma fyrir
Ladda, hann er alltaf alveg við það
að setjast í helgan stein en ég held
hann geti það ekki því hann þekkir
ekki annað en að vinna og á líka svo
mikið eftir, finnst mér,“ segir
Kristófer en hann hefur einkum leik-
stýrt gamanþáttum og auglýsingum
og segist gjarnan vilja fikra sig yfir í
annars konar efni og dramatískara.
„Þegar maður þroskast og eldist
finnst manni það meiri áskorun líka.
Ég hef verið að gera meira léttmeti í
gegnum tíðina og þegar ég fékk
þessa djúsí sögu þar sem verið er að
díla við háalvarlega hluti, dauðann
og þess háttar, gat ég ekki skorast
undan,“ segir Kristófe,sem undirbýr
nú gerð sinnar fyrstu kvikmyndar,
þrillers sem gerist uppi á hálendi Ís-
lands.
– Það er ekki algjör tilviljun að
þættirnir eru frumsýndir á pásk-
unum, í þeim er yfirvofandi dauði og
kannski einhvers konar upprisa líka?
„Það er skírskotun í trúna í þessu,
upprisuna og dauðann og það er
hentugt að þetta sé um páskana.
Mér finnst páskarnir líka leiðinleg-
asti tími ársins á Íslandi og fínt að
geta sýnt fólki þetta í sjónvarpinu,
ég tala nú ekki um þegar allir eru í
sóttkví heima,“ segir Kristófer.
Vill gjarnan blanda saman
drama og kómedíu
Laddi staðfestir að hann hafi leik-
ið dramatískt hlutverk í sjónvarps-
mynd árið 1977 eða ’78 sem sýnd var
í ríkissjónvarpinu og nefnist Hver er
sinnar gæfu smiður. „Þar lék ég mis-
heppnaðan tónlistarmann sem var
sendur út á land í afvötnun af fjöl-
skyldu eiginkonu sinnar, að kenna í
heimavistarskóla en það fór náttúr-
lega allt í tóma vitleysu. Það var svo-
lítið drama í því,“ rifjar hann upp.
En hefur hann eitthvað reynt fyrir
sér í drama fyrir utan þessa mynd?
„Nei, nei, mér hefur ekki boðist það
fyrr en núna,“ svarar Laddi en grín-
hlutverkin sem hann hefur tekið að
sér eru mýmörg.
– Er þetta eitthvað sem þig hefur
alltaf langað að gera meira af?
„Já, já, mann langar að blanda
þessu saman, kómedíu og smá
drama eða bara svona venjulegu,
ekki beint drama, ég hef engan
áhuga á að leika Shakespeare,“ segir
Laddi kíminn. Hann segir Jón Gunn-
ar hafa boðið sér hlutverkið fyrir um
tíu árum en þá hafi þættirnir átt að
vera gamanþættir. „Síðan hefur
þetta breyst og snerist yfir í meira
drama sem mér fannst skemmtilegt.
Þótt handritið hafi verið skemmti-
legt áður var allt annað að fá þetta í
hendurnar, ég var mjög sáttur við
það og ánægður með þetta handrit,
himinlifandi að fá tækifæri til að
taka þátt í þessu.“
Bitur maður
– Þessi maður er býsna sérstakur
þegar litið er til annarra persóna
sem þú hefur leikið, hann virðist við
fyrstu sýn vera dálítill leiðindapúki.
Eða hvernig myndir þú lýsa honum?
„Hann er mjög bitur maður og
lokar á tilfinningar sínar. Hann hef-
ur lifað innihaldslausu lífi í hartnær
þrjátíu ár út af áfalli sem hann varð
fyrir. Þegar hann fær þær fréttir að
hann eigi stutt eftir ólifað brýst hann
út úr skelinni og fer að gera eitthvað
drastískt sem á eftir að draga dilk á
eftir sér. Hann fer að gera eitthvað
fyrir sjálfan sig á síðustu metrunum,
fer að skipuleggja sína eigin jarðar-
för og er viðstaddur hana sjálfur af
því hann langar að vita hvernig þetta
fer og hverjir mæta,“ svarar Laddi.
– Hvernig undirbjóstu þig fyrir
þetta hlutverk? Bjóstu til karakter?
„Ég reyndi bara að ná hans hugs-
unum og var kannski mikið ég sjálf-
ur en samt með hans viðhorf og
hugsanir. Hann þótti ekki skemmti-
legur maður, frekar þurr á manninn,
einhver fjármálastjóri sem átti enga
vini nema einn sem fór með honum í
golf og gat þolað hann,“ segir Laddi
og hlær við, „en ég náði tengingu við
hann.“
Inni í skel
– Eruð þið Benedikt á einhvern
hátt líkir?
„Nei, ekki beint, en hann lokaði
sig náttúrlega af í sinni skel og ég
var svolítið svoleiðis í gamla daga.
Út af feimni fannst mér oft gott að
vera einn, dró mig svolítið inn í mína
skel, má segja, en sprakk svo aftur
út úr henni seinna þegar ég fór að
skemmta og var kominn í grínið.“
Laddi er spurður hvernig hann
myndi skipuleggja eigin jarðarför.
Velti hann því ekki fyrir sér þegar
hann var í þessu hlutverki? Jú, hann
segist hafa gert það. „Þetta var svo-
lítið einkennileg tilfinning, að leggj-
ast ofan í kistu og máta þannig að
mér leið ekki vel og ég fór að hugsa
þetta, velta fyrir mér hvort ég þyrfti
ekki að fara að skipuleggja þetta.
Þetta verður svo stór jarðarför hjá
mér, þetta verður fjöldagröf!“ segir
Laddi og vísar þar til þeirra fjölda
persóna sem hann hefur skapað;
Skúla rafvirkja, Eiríks Fjalars,
Þórðar húsvarðar og allra hinna
furðufuglanna.
Einbeittur í biðinni
– Hvað reyndi mest á þig í þessu
hlutverki?
„Það var nú kannski biðin, eins og
í öllum tökum. Og ég var líka í hverju
einasta atriði, var alltaf í tökum og
það var svolítið álag og mikill texti
að læra þannig að ég þurfti að vera
vel undirbúinn,“ svarar Laddi. Í bið-
inni hafi hann reynt að fara afsíðis og
vera í eigin heimi, hugsa um Bene-
dikt og passa sig að detta ekki úr
karakter.
– Það þarf að halda einbeitingu í
biðinni í þessu líkt og golfinu.
„Nákvæmlega, eins og í golfinu,
þú mátt ekki missa einbeitinguna,“
svarar Laddi en hann er mikill
ástríðugolfari. „Golfsjúklingur, má
segja, það eru tvær bakteríur í
gangi; kórónuveiran og golfveiran,“
segir Laddi um áhuga sinn á íþrótt-
inni og bætir við að hann hafi verið í
landsliði öldunga í golfi í nokkur ár.
Nú komist landsliðið ekki á golfmót
erlendis í sumar, því miður, út af far-
sóttinni. Laddi segist þó reyna að
halda sér við með því að fara í golf-
hermi.
– Þú ert sumsé orðinn öldungur en
það er alltaf jafnmikil eftirspurn eft-
ir þér. Þú ert til að mynda ennþá að
tala inn á teiknimyndir og leika.
„Jú, jú, það er fast hjá mér einu
sinni í viku að tala inn á teiknimyndir
og það er nóg að gera nema náttúr-
lega núna þegar búið er að fella nið-
ur fullt af skemmtunum. Maður er í
árshátíðum, veislustjórn og slíku
ennþá,“ svarar Laddi.
Gleymir sér við listmálun
– Hvað ertu annars að gera á þess-
um undarlegu tímum samkomu-
banns og farsóttar?
„Það er náttúrlega sem minnst, ég
er að lesa inn einu sinni í viku og svo
er ég að dunda mér við að mála,“
svarar Laddi og á þar við listmálun.
Er það nýtilkomin ástríða, mynd-
listin? Nei, Laddi segist hafa teiknað
frá barnsaldri og hafa sem ungur
maður ætlað að verða bæði mynd-
listar- og tónlistarmaður. Hann hafi
bara aldrei mátt vera að því og því
ákveðið að bíða fram í ellina með list-
málunina. „Og nú er ég bara að byrja
að mála,“ segir Laddi, léttur í
bragði. „Nú er ég kominn með þann
þroska að geta farið að mála þessar
teikningar mínar og þetta er yndis-
legt. Þarna er ég bara einn með
sjálfum mér og maður gleymir veir-
unni og öllu þegar maður er að mála.
Það er alveg stórkostlegt.“
Ljósmyndir/Lilja Jónsdóttir
Dramatískur Laddi
Laddi leikur dauðvona mann í þáttunum Jarðarförin mín Laddi segir handritið hafa batnað
með meiri dramatík „Hann var frábær,“ segir leikstjóri þáttanna, Kristófer Dignus, um Ladda
Einbeittur Laddi
við tökur á Jarðar-
förinni minni.
Kristófer
Dignus
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
LC02 hægindastóll
Leður
Verð 285.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is