Morgunblaðið - 04.04.2020, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.04.2020, Qupperneq 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 AF SÖFNUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fátt er svo með öllu illt að ekkiboði nokkuð gott segir mál-tækið og það á við kórónu- veirufarsóttina líkt og annan fjára. Óþarfi er að nefna allt það slæma sem veiran hefur í för með sér, um það hefur verið fjallað í hverjum ein- asta fréttatíma vikum saman. Hið góða er að samkomubann gæti örv- að samskipti fólks, eins þversagna- kennt og það hljómar, því þörfin fyr- ir að umgangast og tala við aðra verður líklega aldrei meiri en ein- mitt þegar það er ekki hægt. Fjar- fundir og samtöl í síma og um netið, hvort sem þau eru á Messenger, Skype eða í öðru forriti, verða nauð- synleg geðheilsunni og þörfin fyrir afþreyingu og listir mun ekki hverfa frekar en þörfin fyrir að eiga sam- skipti við aðra. Listasöfn og annars konar söfn hafa lokað dyrum sínum víða um heim en þau eru hins vegar mörg hver opin allan sólarhringinn á netinu. Og það besta er að maður þarf ekki að standa í langri biðröð eftir aðgöngumiða. Ferðalag um heimsálfur Ef þú, lesandi góður, hefur ekki heimsótt merkustu listasöfn heims- ins þá er kominn tími til að þú gerir það. Hefjum ferðina í Lundúnum. Þar eru mörg merk söfn og sum hver meðal þeirra bestu í heimi. British Museum er stórmerkilegt safn sem hefur að geyma margan merkan gripinn, múmíur og fleira. Við upp- haf netheimsóknar geturðu valið þér heimsálfu, t.d. Afríku, og síðan valið úr flokkum listar og hönnunar, lífs og dauða, valds og ímyndar, trúar- bragða og þannig mætti áfram telja. Hægt er að lesa um gripi safnsins eða velja upplestur. Auðveldlega má verja heilum degi á þessum vef. Frá Lundúnum getum við stokkið til Flórens, heimsótt hið merka safn Uffizi og fræðst um nýlega sýningu þar sem fjallað er um verk í eigu safnsins sem tengjast ítalska skáld- inu Dante. Hægt er að þysja inn í málverkin og virða vel fyrir sér pensilstrokur og sprungur í máln- ingunni því ljósmyndir af verkunum eru teknar í afar hárri upplausn og mikilli skerpu. Eitt þekktasta mál- verk safnsins, „Fæðing Venusar“ eftir Sandro Botticelli, má virða gaumgæfilega fyrir sér líkt og „Bakkus“ eftir Michelangelo Merisi detto il Caravaggio, svo aðeins tvö af fjölmörgum meistaraverkum safns- ins séu nefnd. Skylduheimsókn fyrir alla myndlistaráhugamenn og -unn- endur. 153 verk til sýnis Frá Flórens gætum við stokkið yfir til Parísar í hið fagra D’Orsay- listasafn. Forvitnilegt er að fræð- ast um sögu safnsins, sem áður var lestarstöð, og hægt að kafa ofan í einstaka safneignina á lista- og menningarvef Google. Má þar þysja inn í sjálfsmynd Vincents van Gogh frá árinu 1889, grandskoða magnað málverk Edgars Degas af Belelli-fjölskyldunni frá árinu 1860 og ekki síðra verk James Abbotts McNeills Whistler af móður sinni frá árinu 1871. Nú eða verk minna þekktra listamanna sem þurfa þó ekki að vera neitt síðri. 153 verk eru í boði með fróðleik bæði um þau og listamennina og auðvelt að gleyma sér við þessa safnskoðun klukkutímum saman. Frá Taipei til New York Ef þú vilt eitthvað meira fram- andi, lesandi góður, gætirðu stokk- ið til Taívan, nánar tiltekið borgar- innar Taipei, og heimsótt svokallað hallarsafn borgarinnar. Þótt sjálf- um þyki mér heldur óspennandi að bruna um gangana, líkt og ég væri á staðnum á rafskútu, er hiklaust hægt að mæla með heimsókn í safnið fyrir þá sem það kjósa. Einnig má velja staka gripi, lesa um þá og virða þá fyrir sér, m.a. gripi sem teljast til meistaraverka í Taívan. Frá Taipei má hoppa yfir til New York í eitt þekktasta og besta lista- safn heims, The Museum of Modern Art eða MoMa. Bæði má þar sjá yfirstandandi sýningar og flokkun verka eftir miðlum og tímabilum. Google og MoMa bjóða upp á 129 verk að rýna í. Alltaf betra að vera á staðnum Auðvitað kemur þessi netupp- lifun aldrei í stað hinnar raunveru- legu, að vera á staðnum. Ekkert jafn- ast á við að sjá merkustu listaverk sögunnar í návígi, að sjálfsögðu ekki, og það getur að sama skapi enginn haldið því fram að betra sé að horfa á tónleika á netinu en að vera á staðnum. Nema þeir sem óttast fjöl- menni. Þar til samkomubanni lýkur gerum við okkur netheimsóknir að góðu og þökkum fyrir hið mikla og frábæra framboð listaverka sem finna má á netinu og listviðburði í beinni útsendingu. Þökkum fyrir að tæknin stytti okkur stundir og létti okkur lífið á tímum kórónuveirunnar. Merkustu söfn heims heima í stofu Lokað Nútímalistaafnið MoMA í New York hefur nú læst dyrum sínum en er galopið allan sólarhringinn á netinu. Meistaraverk „Fæðing Venusar“ eftir Botticelli er eitt af verðmætustu verkum Uffizi í Flórens. Hægt er að heimsækja safnið á netinu. »Hægt er að þysja inní málverkin og virða fyrir sér pensilstrokur og sprungur í olíu- málningunni því ljós- myndir af verkunum eru teknar í gríðarhárri upplausn og mikilli skerpu. Stingandi Þysjað inn í sjálfsmynd eftir van Gogh sem finna má í D’Orsay-safninu í París. Augnaráð- ið heldur stingandi, eins og sjá má. Sótthreinsun Starfsmaður sótthreinsar gripi tengda faraónum Tutankam- un í þjóðminjasafni Egypta í Kaíró 23. mars sl. Safninu hefur verið lokað. Ljósmynd/Luke Massey & the Greater London National Park City Initiative Gríðarstórt Hið mikla safn British Museum í Lundúnum rúmar margan gripinn og vefsíða safnsins er líka sneisafull af efni og fróðleik. AFP AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.