Fréttablaðið - 26.08.2020, Side 6
Navalní veiktist skyndi-
lega þegar hann var í flugi
frá Tomsk til Moskvu á
fimmtudaginn.
Erum með mikið úrval af allskonar
bílaverkfærum á frábæru verði!
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
Hleðslutæki
12V 6A
6T Búkkar
605mm Par
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
Omega
Viðgerðarkollur
4.995
9.999
17.995
7.495
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Navalní er nú haldið í dái í Berlín.
HEILBRIGÐISMÁL Embættismenn
í Kremlín í Rússlandi neita ásök-
unum þess efnis að Vladimír Pútín,
forseti landsins, hafi fyrirskipað að
eitrað skyldi fyrir stjórnmálarýn-
inum Alexei Navalní.
Dmitry Peskov, talsmaður rúss-
neskra stjórnvalda vísar þeim ásök-
unum til föðurhúsanna og dregur
enn fremur í efa læknisfræðilegt
mat þýskra lækna en Navalní liggur
þungt haldinn í dái á sjúkrahúsi í
Berlín. Navalní er þó ekki talinn
í lífshættu.
Læk nar sem meðhönd luðu
Navalní segja líklegt að eitrað hafi
verið fyrir honum en Peskov telur
að vanda hefði átt betur til verka við
matið á ástæðu veikinda Navalnís og
skilur ekki hvers vegna svo mikið lá
á að gefa út læknisfræðilega ályktun.
Navalní veiktist skyndilega þegar
Rússar neita ásökunum um eitrun
HEILBRIGÐISMÁL Sala áfengis jókst
töluvert í fyrstu bylgju COVID-19
faraldursins og í sumar. Samkvæmt
tölum ÁTVR var salan 8,2 pró-
sentum meiri í mars á þessu ári en
í fyrra, þá tók salan stökk upp í 31,6
prósent milli ára í apríl. Alls seldust
tæplega 2,4 milljónir lítra af áfengi í
apríl, samanborið við 1,8 milljónir
lítra í sama mánuði í fyrra.
Aukningin var 18,5 prósent í maí
og 14,8 prósent í júní. Aukningin var
26,6 prósent í júlí, en þær tölur eru
ekki samanburðarhæfar þar sem
sala verslunarmannahelgarinnar
var í júlí í ár en var í ágúst í fyrra.
Víðir Sigrúnarson, yfirlæknir á
Sjúkrahúsinu Vogi, segist finna fyrir
þessu í störfum sínum. „Fólk fór að
vera meira heima í sóttkví, eða að
vinna. Þá voru færri hindranir og
það fór að drekka meira áfengi. Fólk
hefur verið í dagdrykkju jafnvel frá
morgni til kvölds og er að koma
veikara inn til okkar. Þá er fólk farið
að drekka spritt,“ segir Víðir.
Spritt er iðulega gert ódrykkjar-
hæft með vondu bragði eða sápu-
efnum sem valda ógleði. Curtis P.
Snook, sérfræðingur í klínískum
eitrunarfræðum við Landspítal-
ann, segir spritt sem notað sé til að
verjast COVID-19 faraldrinum inni-
halda meira en 80 prósent af etanóli.
„Aðalvandamálið er etanólmagnið,
það eykur líkurnar á meðvitundar-
leysi og uppköstum í lungu. Þetta er
mjög sterkt áfengi og margir taka
ekki eftir því hvað þetta er sterkt,“
segir Curtis.
Víðir segir að hópurinn sem hefur
tekið upp á því að drekka spritt fái
sömu meðferð og aðrir alkóhólistar.
„Í sjálfu sér er meðferðin sú sama, en
þar sem þetta fólk er að innbyrða
áfengi frá morgni til kvölds þá eru
áhrifin á taugakerfið miklu meiri.
Fráhvörfin eru líka mun verri og
hættulegri,“ segir Víðir.
Hann segir framboð fíkniefna
nóg hér á landi þrátt fyrir faraldur-
inn. „Kannabis er mikið til fram-
leitt hér á landi, líka amfetamín.
Það virðist enn vera til kókaín á
markaðnum,“ segir Víðir.
Vandinn sem er mest vaxandi
er þó notkun ópíóða. „Það er
ópíóða faraldur sem geisar. Það er
alltaf að fjölga hjá okkur fólki í við-
haldsmeðferð, þar sem sumir eru
í meðferð þar sem beitt er skaða-
minnkandi meðferð. Þar erum við
að reyna að koma í veg fyrir að fólk
í neyslu ofskammti sig af öðrum
lyfjum. Það eru nú um 190 manns
í viðhaldsmeðferð hjá okkur, hluti
af þeim er í skaðaminnkandi með-
ferð.“
Í fyrstu bylgju COVID-19 farald-
ursins var plássum á Vogi fækkað úr
60 niður í 40, nú eru þau um 50. Í dag
bíða um 530 manns eftir að komast
inn á Vog og þarf fólk að bíða í 108
daga eftir plássi. Staðan hefur þó
verið verri, fyrir rúmu ári voru 730
á biðlista og í byrjun árs var meðal-
biðtíminn 120 dagar.
arib@frettabladid.is
Áfengisvandi fólks
aukist í faraldrinum
Sala á áfengi jókst töluvert í COVID-19 faraldrinum. Tæplega þriðjungi meira
var selt af áfengi í apríl en í sama mánuði í fyrra. Yfirlæknir á Vogi segir fólk
koma veikara inn en áður, þá sé fólk farið að drekka spritt sem sé til víða.
Sprittbrúsum, sem innihalda mikið af etanóli, hefur verið dreift víða vegna COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Brynhildur hlakkar til að opna leikhúsið á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
COVID -19 „Þetta eru gríðarlega
góðar fréttir og nú getum við klárað
að búa til þær góðu sýningar sem
við ætlum að sýna áhorfendum
okkar þegar kallið kemur, þetta
breytir öllu,“ segir Brynhildur Guð-
jónsdóttir, leikhússtjóri Borgar-
leikhússins, um breytingar í nýrri
auglýsingu heilbrigðisráðherra á
takmörkunum á samkomum þar
sem til að mynda eru leyfðar snert-
ingar á æfingum í sviðslistum og
tónlist.
Breytingar á samkomutakmörk-
unum voru kynntar á fundi ríkis-
stjórnarinnar í gærmorgun og hafa
breytingar einnig verið gerðar á
ákvæði um almenna nálægðartak-
mörkun. Rekstrar aðilum verður nú
gert að tryggja að minnsta kosti tvo
metra á milli ein stak linga sem eru
ekki í nánum tengslum, en áður var
kveðið á um tvo metra á milli ein-
stak linga sem deildu ekki heimili.
Þá verða íþróttir almennt leyfðar
og í líkamsræktarstöðvum og á
sund- og baðstöðum mega gestir
aldrei vera fleiri en nemur helmingi
eða minna af leyfilegum hámarks-
fjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
Nýju reglurnar um takmark-
anir á samkomum taka gildi næst-
komandi föstu dag, þann 28. ágúst,
og verða í gildi til 10. septem ber.
Borgarleikhúsið hefur verið lokað
síðan í mars vegna sóttvarnaað-
gerða og hafa aðgerðir stjórnvalda
vegna kórónaveirufaraldursins
haft margs konar áhrif á leiklistar-
og menningarlíf hér á landi. Bryn-
hildur segist vona að breytingarnar
séu skref í áttina að því að opna leik-
húsið fyrir gestum að nýju.
„Vonandi styttist í það að við
getum tekið á móti gestum án tak-
markana en þetta er það sem við
erum búin að vera að bíða eftir, nú
fáum við að koma saman og næra
sálina.“ – bdj
Segir að nýjar reglur muni
breyta öllu fyrir leikhúsið
Borgarleikhúsið hefur
verið lokað síðan í mars
vegna sóttvarnaaðgerða.
hann var í flugi frá Tomsk til Moskvu
á fimmtudaginn síðastliðinn og
strax kviknaði grunur um að Pútín
eða samstarfsmenn hans væru að
baki veikindunum þar sem Navalní
hefur gagnrýnt rússnesk stjórnvöld
harðlega síðustu misseri. Stuðnings-
menn Navalnís telja að eitrinu hafi
verið komið fyrir í tebolla hans á
flugvellinum í Tomsk. – hó
2020 2019 % breyting
mars 1.906.103 1.761.117 8,2
apríl 2.397.368 1.821.530 31,6
maí 2.493.923 2.103.730 18,5
júní 2.400.378 2.091.143 14,8
júlí* 2.979.520 2.352.855 26,6
Júlí er ekki að fullu samanburðarhæfur
á milli ára þar sem sala verslunarmanna-
helgarinnar var í júlí í ár en í ágúst í fyrra.
✿ Sala áfengis hjá ÁTVR
í lítrum
2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð