Fréttablaðið - 26.08.2020, Qupperneq 12
Vinur, bróðir og félagi,
Ingólfur Kristófer
Sigurgeirsson
lést á Hrafnistu Skógarbæ,
sunnudaginn 23. ágúst.
Athöfnin verður í Fríkirkjunni,
8. september kl. 15.00.
Ragnheiður J. Sverrisdóttir
Soffía Hrefna Sigurgeirsdóttir
Hreggviður Sigurbjörn Sverrisson
og fjölskyldur
Starfsfólk og íbúar Njálsgötu 74.
Ástkær eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Guðberg Helgason
frá Þorlákshöfn,
Siggi Helga frá Seli,
lést þann 19. ágúst sl. Útför hans fer fram
frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, föstudaginn
28. ágúst og hefst athöfnin kl. 13.00.
Vegna samkomutakmarkana verða aðeins nánustu
aðstandendur í kirkjunni en útvarpað verður fyrir þá
sem verða í bílum á staðnum. Einnig verður streymt frá
athöfninni á www.siggihelgaminning.is
Ragna Erlendsdóttir
Linda Björg Sigurðardóttir Vilhelm Á. Björnsson
Guðlaug Sigurðardóttir Björgvin Jón Bjarnason
Jónas Sigurðsson Áslaug Hanna
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
Guðmundur Haukur
Gunnarsson
lögfræðingur,
lést að heimili sínu 16. ágúst sl.
Útförin fer fram í Háteigskirkju
föstudaginn 28. ágúst klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða
fjöldatakmarkanir í kirkjunni en athöfninni verður streymt
á vefslóðinni https://youtu.be/H59lv9sk9UI
María Dóra Björnsdóttir
Diljá Guðmundardóttir Elías Guðni Guðnason
Breki Guðmundsson
María Ýr Elíasdóttir
Ragnheiður Hulda Hauksdóttir
Erla Gunnarsdóttir Pálmi Jónasson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Ragnar Bragi Jóhannesson
frá Ásakoti,
Biskupstungum,
lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 15. ágúst.
Útför fór fram laugardaginn 22. ágúst í
kyrrþey að hans ósk.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
Sigfús Fannar Stefánsson
Kaplaskjólsvegi 91,
(Selási 23 Egilsstöðum),
lést 19. ágúst á heimili sínu.
Jarðarförin auglýst síðar.
Anna Sigfúsdóttir
Stefán Pétur Jónsson
fjölskyldur og vinir.
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir,
tengdadóttir og systir,
Eva Björg Skúladóttir
náms- og starfsráðgjafi,
Hólatúni 13, Akureyri,
sem lést 15. ágúst síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju 27. ágúst
kl. 13.30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins
nánasta fjölskylda og vinir viðstödd.
Athöfninni verður streymt á Facebook (jarðarfarir í
Akureyrarkirkju-beinar útsendingar).
Gunnlaugur Þorgeirsson
Þorgeir Viðar Gunnlaugsson
Þrúður Júlía Gunnlaugsdóttir
Guðrún Hólmfríður
Þorkelsdóttir Skúli Viðar Lórenzson
Þrúður Gunnlaugsdóttir
Þorgeir Jónas Andrésson Guðrún Erla Sigurðardóttir
Sigurlaug Skúladóttir Finnbjörn Vignir
Agnarsson
Aðalheiður Skúladóttir Þórður Friðriksson
Hólmfríður Guðrún
Skúladóttir Tryggvi Kristjánsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Þorlákur A. Aðalsteinsson
bóndi frá Baldursheimi,
Davíðshaga 10, Akureyri,
lést mánudaginn 10. ágúst.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Í ljósi aðstæðna verða
einungis nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir, en
athöfninni verður streymt beint á Facebook-síðunni:
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju.
Hjördís G. Haraldsdóttir
Aðalsteinn Þorláksson Ingibjörg Ólafsdóttir
Anna Margrét Þorláksdóttir Róbert Sverrisson
Halla Björk Þorláksdóttir Arnar Pálsson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir, tengdamóðir,
sambýliskona, dóttir, systir,
mágkona og stjúpmóðir okkar,
Petrína Sæunn
Randversdóttir
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
14. ágúst. Útför fer fram frá Grafarvogs-
kirkju fimmtudaginn 27. ágúst klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður útförinni streymt á
https://www.facebook.com/groups/petrinajardarfor
Andri Þór Þórarinsson
Randver Þór Þórarinsson Fríða Ósk
Halldórsdóttir
Vilhjálmur Magnús Þ. Þórarinsson Embla Líf Hallsdóttir
Guðmundur J. Guðmundsson
Ingibjörg Hauksdóttir
Haukur Randversson Hrafnhildur Jónsdóttir
Hrefna Guðmundsdóttir
Gabríela Rós Guðmundsdóttir
Belinda Mist Guðmundsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
Eiríkur Brynjólfsson
kennari og rithöfundur,
lést sunnudaginn 23. ágúst.
Steinunn H. Hafstað
Matthildur Sigurðardóttir Auðun Svavar Sigurðsson
Einar Eiríksson Fjóla Dögg Sverrisdóttir
Guðrún Eiríksdóttir Stefán Arnar Ómarsson
Jón Haukur Hafstað Árnason
barnabörn og systkini.
Þegar ég var tuttugu og tveggja ára var ég að sækja mér spýtu í timburverslun-ina Völund við Klapparstíg og datt í hug að labba inn í útvarpshúsið við Skúlagötu
4 og athuga hvort þar vantaði starfs-
kraft og var ráðinn sem þulur.“ Þannig
lýsir Ævar Kjartansson því hvernig hann
varð fyrst starfsmaður Ríkisútvarpsins.
Eftir 1980 kveðst hann hafa verið þar
samfellt og verða til 1. september. Hann
segir hafa verið meira um áður fyrr að
fólk kæmi inn af götunni með útvarps-
efni. „Kennarar héldu erindi, nemendur
komu með BA-ritgerðir og bjuggu til
útvarpsþætti og aldrað heiðursfólk las
úr gömlum bókum og kom fram í þátt-
unum Um daginn og veginn.“
Á uppvaxtarárum á Grímsstöðum á
Fjöllum segir Ævar útvarpið hafa verið
helsta tengilið við umheiminn. „Blöð
komu hálfsmánaðarlega á veturna en
útvarpið hélt manni upplýstum um
gang mála. Ég man líka að ég hlustaði
á Grettissögu sem smákrakki, ægilega
spenntur, en heyrði ekki allt vegna
truflana svo ég lærði að lesa í hvelli því
mig vantaði inn í.“ Hann kveðst þakk-
látur fyrir tónlistina sem útvarpið ól
hann upp við. „Lög unga fólksins voru
mikilvæg og klassíska tónlistin sem var
svo ríkjandi hafði líka áhrif, til dæmis
„síðasta lag fyrir fréttir“.
Eftir stúdentspróf frá MA tók HÍ
við hjá Ævari. „Þegar ég var unglingur
langaði mig að verða prestur en þegar
í háskólann kom fór ég í hagræn þjóð-
félagsfræði, sem var stjórnmálafræði,
mannfræði og félagsfræði, og hefur nýst
mér vel. En um fimmtugt skellti ég mér í
guðfræðina, tók meira að segja embætt-
ispróf og sótti um eitt prestakall, Laufás
við Eyjafjörð, en fékk ekki og hef ekki
sótt um aftur. Er samt hrifinn af kirkj-
unni sem menningarstofnun og söng í
Mótettukór Hallgrímskirkju í tólf ár.“
Þótt sjötugsafmælið marki tímamót
býst Ævar ekki við að halda upp á dag-
inn. „Konan mín, Guðrún Kristjánsdótt-
ir, er fjórum dögum eldri en ég og við
héldum smá veislu í sælureitnum okkar
á Skarðsströnd um síðustu helgi. Það er
ekki stemning núna fyrir að hóa fólki
saman svo við látum það gott heita.“
gun@frettabladid.is
Spýtukaup enduðu vel
Hinn góðkunni útvarpsmaður, Ævar Kjartansson frá Grímsstöðum á Fjöllum, er sjötug-
ur í dag. Síðasti fasti viðtalsþáttur hans hjá RÚV fer í loftið næsta sunnudagsmorgun.
Ævar mun spjalla við Guðrúnu Pétursdóttur í lokaþættinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT