Fréttablaðið - 29.08.2020, Page 4

Fréttablaðið - 29.08.2020, Page 4
Við erum búin að vera að bíða eftir lausn í mörg ár og greitt mörg hundruð milljónir með rekstri Hraunbúða. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vest- mannaeyja ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðukona Hin- segin félagsmið- stöðvar opnaði félags- miðstöðina á ný eftir sumarfrí á þriðjudag. „Á fyrstu opnun þessa skólaárs mættu 111 krakkar og mikil gleði, uppsöfnuð orka og væntumþykja sprakk hreinlega út. Þetta er því komið svolítið langa leið á þessum fjórum árum,“ segir Hrefna. Krakkar séu mun opnari með kynhneigð sína og komi þau út úr skápnum sé næsta spurning hvað sé í hádegismatinn eða hvort viðkomandi hafi séð nýjustu myndina á Netflix. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands er farinn að láta sjá sig með vélbyssu á almannafæri. Lúkasjenkó sást stíga út úr þyrlu á mánudag með Kalishnik ov-riffil. Væru þetta skilaboð frá forsetanum um að hann myndi ekki víla fyrir sér að beita hörðu of beldi gegn þeim sem kalla eftir afsögn hans. Óttarr Proppé, verslunarstjóri Bóksölu stúdenta segir bóksölu fara nokkuð vel af stað nú í upp- hafi annar en nám í háskólum landsins er að hefjast um þessar mundir þrátt fyrir fjölda- og fjarlægðartakmarkanir vegna kórónaveirunnar. „Við finnum samt breytingu á því að nemendur eru minna í húsi en í venjulegu ári. Nemendur skila sér á öðrum tímum en venjulega og vefverslun á boksala.is er sennilega þreföld miðað við fyrri ár.“ Þrjú í fréttum Forstöðukona, forseti og bóksali TÖLUR VIKUNNAR 23.08.2020 TIL 29.08.2020 10,7 milljarðar króna er umfang gjaldeyris- sölu Seðlabankans í vikunni sem leið. 76 eru stöðu- gildin sem enn er óráðið í hjá leik- skólum Reykja- víkurborgar. -655 krónur kostar hver skólamáltíð á Seltjarnarnesi. 26 ,6 11,9prósentum færri hjartaþræðingar voru gerðar á Landspítal- anum fyrstu sex mánuði ársins. prósenta aukning var í áfengis- sölu ÁTVR í júlí á milli ára. HEILBRIGÐISMÁL Eftir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað að ríkið myndi taka yfir rekstur hjúkrunarheimila á Akur- eyri, sjá önnur sveitarfélög fyrir sér að fara sömu leið. Bæjarstjórar Akureyrar, Hornafjarðar og Vest- mannaeyja funduðu nýlega, en þessi sveitarfélög hafa nú þegar sagt upp þjónustusamningum. Matthildur Ásmundardóttir, bæj- arstjóri Hornafjarðar, segir borð- leggjandi að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs í ljósi þess að ákveðið hafi verið að taka yfir rekstur hjúkrunarheimil- anna á Akureyri um miðjan mán- uðinn. „Þetta er fordæmisgefandi,“ segir hún, en Heilbrigðisstofnun Norðurlands mun taka yfir Hlíð og Lögmannshlíð um áramót. Þjónustusamningi Hornafjarðar og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur Skjólgarðs var sagt upp í júní og rennur hann út í byrjun febrúar. Matthildur segir að ráðu- neytið muni ekki svara fyrr en tillögur starfshóps liggja fyrir í nóvember, en ekkert samtal um áframhaldandi rekstur sveitar- félagsins sé í gangi. En ákvörðunin í júní var tekin með trega því vilji var til að halda rekstrinum áfram. Líkt og hjá mörgum öðrum sveitar- félögum hafi reksturinn þó verið þungur og daggjöld ríkisins ekki staðið undir honum. „Hallarekstur þessa árs er kom- inn í 55 milljónir króna,“ segir Matt- hildur. „Fyrir sveitarfélag í þessari stærð er ekki hægt að afsaka það. Sérstaklega vegna þess að þetta er verkefni ríkisins samkvæmt lögum.“ Til stendur að byggja nýtt hjúkr- unarheimili á Hornafirði til þess að uppfylla skilyrði um aðbúnað, á þeim stað sem Skjólgarður er núna. Matthildur segir uppbygg- inguna alveg óháða því hver mun á endanum sjá um reksturinn. „Í nýjum samningum hefur ríkið sett þær kröfur að sveitarfélögin reki ný hjúkrunarheimili sem byggð eru, en það var ekki þannig þegar við gerðum samning.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur óskað eftir fundi með Sjúkratryggingum en samningar fyrir rekstur hjúkrunar- heimilisins Hraunbúða rennur út um áramót. „Það vantar kostnaðargreiningu á kröfulýsingunni og þeirri þjónustu sem við erum að veita. Þess vegna er þessi munur á þeim greiðslum sem við fáum og því sem við þurfum til að geta staðið undir rekstrinum,“ segir Íris. „Faghópur sem ráðherra skipaði er að vinna greiningu á þessu núna og í framhaldinu mun ríkið væntanlega fara í stefnu- mótun í málaflokknum, sem hefur vantað.“ Rétt eins og á Hornafirði hefur Vestmannaeyjabær greitt mikið með rekstrinum. „Við reiknum með að greiða á bilinu 105 til 110 milljón- ir með rekstrinum á þessu ári sem er algerlega óviðunandi. Við erum búin að vera að bíða eftir lausn í mörg ár og greitt mörg hundruð milljónir með rekstri Hraunbúða.“ Fjarðabyggð er annað sveitarfélag í svipaðri stöðu en samningum þar hefur ekki verið sagt upp. Sveitar- félagið sendi nýlega reikning á ríkið vegna áfallins taprekstrar hjúkrunarheimilanna Uppsala og Hulduhlíðar. „Við fólum bæjarstjóra að ganga frá bréfi vegna alvarlegs rekstrar- vanda hjúkrunarheimilanna með kröfugerð frá sveitarfélaginu vegna rekstrarvanda. Þetta fól ekki í sér ákvörðun um að við myndum segja upp samningunum en sú umræða mun fara fram í september,“ segir Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs. „Við erum að greiða tugi milljóna með heimilunum á ári.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Vilja fylgja í spor Akureyrar Sveitarfélögin Hornafjörður og Vestmannaeyjar vilja fara sömu leið og Akureyrarbær og skila rekstri hjúkrunarheimila til ríkisins. Sveitarfélögin hafa greitt háar fjárhæðir með rekstrinum á síðustu árum. Ráðherra ákvað að ríkið tæki við rekstri hjúkrunarheimila á Akureyri frá og með áramótum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.