Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2020, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 29.08.2020, Qupperneq 18
Það eru þær Pálína Jóns-dóttir leikstjóri og Ewa Marcinek sem standa að leikfélaginu og eru jaf nf ramt höf undar verksins ásamt fleirum, en um svokallað samsköpunarverk er að ræða. Ég kem alltaf aftur er gjörningur tileinkaður minningu og leikhús- arfleifð pólska leikhúshöfundarins Tadeusz Kantor, en leikfélagið sem að gjörningnum stendur var stofnað til að skapa atvinnuvettvang fyrir fjölþjóðlega sviðslistamenn hér á landi. Veita listamönnum tækifæri „Okkur langar að vera vettvangur sem veitir fjölþjóðlegum listamönn- um hér tækifæri og bjóða jafnframt upp á aðra valkosti en íslensku leik- húsin gera,“ segir Ewa. „Ætlunin er bæði að setja upp klassísk verk erlendra og íslenskra höfunda og einnig frumsamin verk eftir höf- unda búsetta hér,“ bætir Pálína við. Pálína f lutti aftur til Íslands fyrir tveimur árum síðan eftir að hafa stundað leikstjórnarnám við Col- umbia-háskólann í Bandaríkjunum. „Þegar ég kom heim tók ég eftir því að þjóðfélagsbreytingar hér á landi endurspegluðust ekki í leik- listarsenunni. Ég hafði unnið með alþjóðlegum listamönnum erlendis við nám og störf en fannst aðgengi erlendra sviðslistamanna að leik- listarvettvanginum lítið hér.“ Ewa lærði skapandi skrif og menn- ingarfræði í háskóla í heimalandi sínu, Póllandi, og starfaði við menningarhátíðir þar í landi þar til hún f lutti til Reykjavíkur fyrir sjö árum síðan. „Ég hef tekið þátt í menningartengdum viðburðum hér á landi, en verandi útlendingur þá hefur það aðallega verið tengt hópum útlendinga. Ég hitti Pálínu í fyrsta sinn fyrir ári síðan og fannst hugmyndir hennar um stofnun fjöl- þjóðlegs sviðslistahóps spennandi. Ég var strax viss um að það myndi ganga upp, enda hef ég séð slíka uppbyggingu tengda bókmennta- geiranum og áttaði mig jafnframt á því að þörfin væri mikil.“ Taka mið af samfélagsgerðinni „Listræn menning þarf að taka mið af því hver samfélagsgerðin er og endurspegla þá þjóðfélagshópa sem hér búa saman. Undanfarin ár höfum við breyst frá því að vera frekar einsleitt samfélag yfir í fjöl- menningarsamfélag og við eigum að hafa þrótt og hugrekki til að fagna komu nýs fólks sem kemur með nýja menningarstrauma. Okkur finnst skipta máli að vinna að því mark- miði að búa hér til sjálfbært leikhús sem gefur fólki með hæfileika til að gefa af sér tækifæri til að láta raddir sínar hljóma. Þannig stuðlum við að einingu en ekki sundrungu, meðal þeirra sem hér búa fyrir og þeirra sem koma erlendis frá,“ útskýrir Pálína. Ewa segir erfitt að segja hversu margir erlendir sviðslistamenn búi hérlendis, ekki síst þar sem aðstæð- ur frá því hópurinn var stofnaður hafi vægast sagt verið óvanalegar. „Upphaflega höfðum við lítið fjár- magn og svo kom kórónaveiru- faraldurinn upp sem gerði okkur erfitt fyrir. Okkur hefur þó tekist að setja upp þrjár sýningar og að þeim hafa komið yfir 50 alþjóðlegir lista- menn.“ „Samfélagið sem hefur myndast í kringum okkur er í kringum 100 manns og nánast daglega heyrum við af áhuga fólks til að vinna fyrir okkur,“ segir Pálína og heldur áfram; „Fyrsta sýning okkar, Opening Ceremony, var sett upp í desember og fékk dásamlegar móttökur. Í kjölfar þess útnefndi Reykjavíkurborg okkur listhóp Reykjavíkur árið 2020. Í framhaldi af því gátum við sett upp verk eftir Ewu, sem ég aðlagaði fyrir leiksvið. Verkið heitir Ísland pólerað eða Polishing Iceland og bíður eftir að komast aftur á fjalirnar.“ Hámenntaðir einstaklingar Aðspurðar segja þær erlendu lista- mennina sem að hópnum koma með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. „Mörg þeirra hafa verið hér í námi og við erum með hámennt- aða einstaklinga á okkar snærum. Dramatúrginn okkar, Angela Rowl- ing, var til að mynda að ljúka dokt- orsnámi. Eins er Adam Switala, tón- smiður verksins, í doktorsnámi við Háskóla Íslands. Þetta fólk er oftar en ekki ráðið í önnur störf sem svo njóta góðs af listrænum hæfileikum þeirra. Sumir hafa þó misst vinnuna á þessum erfiðu tímum og ein- hverjir horfið til síns heima aftur,“ segir Pálína. „Það eru margar ástæður fyrir því að þessir listamenn koma hingað, sjálf kom ég hingað vegna sam- starfsverkefnis milli Íslands og Pól- lands. Það er staðreynd að Ísland er vinsæll áfangastaður fyrir lista- menn, ekki síst fyrir Pólverja á þrí- tugsaldri sem sjá Reykjavík sem framúrskarandi menningarborg, sérlega þegar kemur að sviðslistum og tónlist,“ segir Ewa og Pálína bætir við í léttum tón: „Það má segja að Ísland sé að verða fyrirheitna land listamanna.“ Tungumál ekki vandamál Þær stöllur eru sammála um að tungumál sé ekki vandamál við uppsetningar hópsins enda séu sýn- ingarnar eins konar líkamsleikhús. „Ráðandi tungumál eru íslenska, enska og pólska en öðrum tungu- málum bregður fyrir svo sem þýsku. Í fyrstu sýningu okkar, Opening Ceremony, heyrðust 10 tungumál.“ Verkið, Ég kem alltaf aftur, sem hópurinn setur upp í Iðnó í tengsl- um við Listahátíð í Reykjavík, er tileinkað pólska listamanninum Tadeusz Kantor og kallast í raun á við síðasta verk Kantors, Ég kem aldrei aftur. „Ég hef átt í platónsku ástarsam- bandi við hans leiklist frá því hann setti upp sýningu sína, Ég kem aldr- ei aftur, á Listahátíð hér á landi fyrir 30 árum síðan,“ segir Pálína. „Hann sprengdi alla þá ramma sem maður hafði vanist enda nálgun hans svo framandi að ég varð fyrir einhvers konar eldingu inni á þessari sýn- ingu, sem hefur búið með mér allar götur síðan. Nú þegar 30 ár eru frá því að hann kom hingað á Lista- hátíð hugsaði ég með mér að nú væri kannski tækifæri til að kanna hvort hér væru pólskir listamenn sem vildu taka þátt í því með mér að búa til verk honum til heiðurs.“ Ferðalag minninganna Um er að ræða verk í vinnslu sem unnið er úr minningum þeirra ein- staklinga sem að því koma, á svip- aðan hátt og Tadeusz vann verk sín úr minningabrotum. „Það var ekki til neitt handrit heldur er það sarpur sameiginlegrar dulvitundar okkar. Við höfum boðið til okkar leik- urum, myndlistarfólki, ritlistafólki og dansmenntuðu fólki, svo þetta er í raun áma listgreinanna. Þetta er ekki línulegt leikhús heldur meira ferðalag minninganna sem áhorfendum býðst að taka þátt í.“ Sýningin var upphaflega á dagskrá Listahátíðar í júní, en af óviðráðan- legum ástæðum riðlaðist það til. „Framan af sumri var óvissan mikil en við lentum loks þessum dag- setningum og fengum tvær vikur í yfirtöku á Iðnó sem við höfum nýtt í þessa listsköpun. Við þurfum að aðlaga okkur nýjum aðstæðum og gæta fyllstu varúðar um leið og við höldum áfram að vinna,“ segir Ewa og Pálína bætir við: „Það er auð- vitað allur menningarheimurinn í biðstöðu en okkur langar að vinna með aðstæðum, gefast ekki upp.“ Hópurinn er hvergi af baki dottinn og er ætlunin að setja Ísland pólerað aftur á svið í Tjarnarbíói í septem- ber. Í október verður svo vinnu- smiðja á nýrri sviðsaðlögun á verki Jóhanns Sigurjónssonar, Galdra- Lofti, sem Pálína mun vinna með leikurunum Aldísi Hamah, Anítu Briem, Arnmundi Ernst og Davíð Þór Katrínarsyni. Ekki lengur einsleitt samfélag Alþjóðlega leikfélagið Reykjavík Ensemble sýnir í dag og á morgun leikhúsgjörninginn Ég kem alltaf aftur, sem er verk í vinnslu í Iðnó, en verkið er unnið með pólskum listamönnum til heiðurs listamanninum Tadeusz. Pálína Jónsdóttir og Ewa Marcinek eru sammála um mikilvægi þess að stuðla að einingu en ekki sundrungu, meðal þeirra sem hér búa fyrir og þeirra sem koma erlendis frá , meðal annars með listsköpun. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI UNDANFARIN ÁR HÖFUM VIÐ BREYST FRÁ ÞVÍ AÐ VERA FREKAR EINSLEITT SAMFÉLAG YFIR Í FJÖL- MENNINGARSAMFÉLAG. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.