Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 34
Arnaldur Gauti Johnson, framkvæmdastjóri, lýsir starfsemi fyrirtækisins á eftirfarandi vegu: „Við erum að þróa tækni sem er að bjarga menn- ingarlegum verðmætum og koma þeim á sama tíma í hendurnar á almenningi.“ Árangursríkur hugbúnaður Fyrirtækið njóti mikillar sérstöðu á heimsvísu. „Við erum eina fyrir- tækið í Evrópu sem er að gera þetta sem við erum að gera. Það er eitt annað fyrirtæki í Bandaríkjunum sem er að gera álíka. Við erum að selja upprunalegu ljósmyndirnar úr myndasöfnum dagblaðanna.“ Arnaldur segir árangurinn hafa verið ótrúlegan. „Við erum að þróa gervigreind sem minnkar tímann og kostnaðinn við að flokka og setja svona myndir á stafrænt form. Þegar við byrjuðum vorum við með 14 mínútur með hverja mynd, en við erum búin að ná að minnka það niður í um það bil þrjár mínútur og stefnum á að ná þessu niður í svona mínútu að meðaltali á mynd, sem er gríðarleg lækkun. Þarna er verið að skrá- setja alveg gífurlega mikið af upp- lýsingum. Við erum búin að þjálfa vitvélar (e. machine learning) í að ná texta sjálfvirkt af myndunum, greina textann, finna ártöl og snúa myndunum eftir skönnun.“ Fyrirtækið hefur notið mikillar alþjóðlegrar velgengni. „Við erum búin að gera samninga við mörg stór útgáfufélög eins og til dæmis Daily Telegraph og Independant í Bretlandi erum búin að fá allt myndasafnið þeirra og skanna það. Svo erum við búin að gera samninga við tvö af stærstu útgáfufélögum Þýskalands, sem eru meðal annars með Bild. Þá Bjarga menningarverðmætum Fyrirtækið IMS Vintage Photos hefur unnið hörðum höndum að því að þróa hugbúnað sem tryggir varðveislu á þeim mikilvægu menningarverðmætum sem felast í ljósmyndabönkum. Arnaldur Gauti Johnson, fram- kvæmdarstjóri IMS Vintage Photos. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI erum við einnig með stærsta útgáfufyrirtæki Svíþjóðar, TT, annað stærsta og elsta í Belgíu, og vorum að gera samning við það stærsta í Möltu.“ „Við erum búin að tryggja okkur núna 25 milljónir ljósmynda sem við munum setja á stafrænt form og selja, og erum búin að skanna í kringum 2,5 milljón mynda í dag. Þannig að við erum búin að tryggja okkur tífalt það sem við höfum gert nú þegar.“ Hálfgerð tilviljun Blaðamaður spyr hvernig þetta hófst allt saman. „Það var eigin- lega bara fyrir tilviljun. Við vorum hefðbundinn ljósmyndabanki, með Nordic Photos, og seldum þar stafrænar ljósmyndir. Svo keyptum við gamalt sænskt félag, stofnað 1946, sem hét IMS og í kringum 2012 förum við að velta fyrir okkur, því það fylgdi með mikið af upprunalegum papp- írsmyndum sem voru í raun bara fyrir okkur, því við vorum 100% stafrænt fyrirtæki,“ útskýrir hann. „Svo förum við að skoða þetta betur og komumst að því að það voru engir samningar um rétt- indi á þeim, þannig að við gátum ekki selt þær í þessu módeli sem við vorum að gera, sem var að selja notkunarréttinn á þeim. En eftir úttekt komumst við að því að við eigum pappírsmyndirnar, raunverulegu myndirnar sjálfar, og þá fórum við að prófa okkur áfram með að skanna þær og selja á netinu á Ebay og Amazon.“ Hófst þá tækniþróun og atburðarás, sem enn sér ekki fyrir endann á. „Þá byrjaði boltinn að rúlla og þegar við kláruðum það safn, það voru um 250.000 myndir, fórum við að tala við önnur söfn og bjóða þeim að taka og skanna inn þeirra myndasöfn. Þau fá þá öll stafrænu eintökin, en við fáum að eiga pappírseintökin og selja þau og svona byrjaði þetta. Við erum búin að gera held ég tólf samninga, það eru allir mjög ánægðir með þetta og svo höfum við þróað sífellt betri tækni til að gera þetta á meiri hraða og stærri skala.“ Tveir hópar viðskiptavina Arnaldur segir viðskiptavini fyrir- tækisins tvenns konar. „Viðskipta- vinir okkar eru tvíþættir, annars vegar erum við búin að búa til kerfi sem þjónustar dagblöð úti í heimi sem eiga gömul myndasöfn og erum að setja allt á stafrænt form fyrir þá, f lokka og skipuleggja. Í staðinn fáum við að eiga uppruna- legu pappírseintökin. Svo erum við búin að búa til öflugt sölukerfi. Þar erum við selja til einstaklinga pappíreinstökin af ljósmynd- unum. Það er okkar viðskipta- módel sem gerir þetta kleift, að setja gömlu myndirnar á stafrænt form og verða þannig aðgengilegar almenningi.“ „Viðskiptavinir okkar eru ýmist að safna verðmætum myndum eða gefa þýðingarmiklar gjafir. Safnar- anir finna eitthvað á myndunum sem þeir hafa áhuga á. Aðrir finna til dæmis myndir af sjálfu sér eða einhverjum tengdum, ömmum þeirra eða öfum sem birtist í dag- blöðum eins og Telegraph eða Independant sem þeir hafa jafnvel aldrei séð. Síðan er það fólk sem er að kaupa eitthvað einstakt og gefa, kannski er einhver sem elskar ein- hvern tiltekinn boxara eða hefur áhuga á stangveiði.“ Fjárfesting af þessu tagi er algjörlega einstök. „Menn eru að finna flottar upprunalegar myndir og verður því gjöfin afar sérstök og getur höfðað á einstakan hátt til viðkomandi. Myndir sem eru jafnvel 60 ára gamlar með stimplum aftan á eða nóteringar frá blaðamanninum á sínum tíma. Við prentum þær ekki út stafrænt. Þegar við seljum mynd þá er hún bara seld og enginn önnur til sölu.“ Hvaða mynd hefur komið mest á óvart? „ Það voru myndir sem voru úr einkasafni Mussolini, það var bréf með í umslaginu sem hers- höfðingi úr breska hernum stal af skrifstofum Mussolini. Svo voru allir frægustu ljósmyndarar heims á einhverjum tímapunkti blaða- ljósmyndarar.“ Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Nýsköpunarvikan er haldin í fyrsta skipti núna í haust, en þar verða ýmsar uppákomur tengdar nýsköpun, þvert á allar atvinnugreinar. Einn skipuleggjenda hátíðar- innar, Edda Konráðsdóttir, segir að markmið hátíðarinnar sé að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi, varpa ljósi á nýsköpun innan rótgróinna fyrir- tækja og veita frumkvöðlafyrir- tækjum tækifæri til að kynna eigin nýsköpun og deila þekkingu með nýsköpunarsamfélaginu. „Hátíðin er fyrir alla. Líkt og Hönnunarmars var gerður aðgengilegur almenningi og hefur þannig gert hönnun aðgengilega, viljum við gera nýsköpun aðgengi- lega. Ætlunin er að koma af stað samtali milli nýsköpunarfyrir- tækja, frumkvöðla og almenn- ings, og markaðssetja íslenska nýsköpun utan landsteinanna til þess að laða að erlenda frumkvöðla og fjárfesta,“ segir Edda. „Nýsköpun er núna orðið svo mikið tískuorð. Margir eru að tala um nýsköpun, en það eru ekki allir sem gera sér endilega grein fyrir því hvað nýsköpun er. Nýsköpun er ekki bara ein atvinnugrein heldur nær hún þvert á allar atvinnugreinar. Það er nýsköpun í sjávarútvegi, nýsköpun í tækni- geiranum, í heilbrigðistækni, ferðaþjónustu og svo framvegis.“ Gestum Nýsköpunarvikunnar býðst að sækja ótal skemmtilega og fræðandi viðburði sér að kostn- aðarlausu og gefst þannig kostur á að kynnast nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi innan fyrir- tækja í atvinnulífinu, en líka þeirri fjölbreyttu flóru sem einkennir íslenska frumkvöðla og sprota- fyrirtæki. Sem dæmi um ólíka viðburði í vikunni er Opnunarhóf í samstarfi við Marel og Grósku, Lausnarmót Nýsköpunarvikunnar sem inni- heldur Fjártæknihakkaþon og Vilja gera nýsköpun aðgengilega Nýsköpunarvikan er hátíð sem verður haldin dagana 30. september til 7. október 2020 og er samsett af spennandi viðburðum, fyrirlestrum og uppákomum tengdum nýsköpun. Þau Freyr Hólm Ketilsson og Edda Kon- ráðsdóttir eru skipuleggjend- ur Nýsköpunar- vikunnar, ásamt Melkorku Sigríði Magnús- dóttur. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON BRINK Heilsuhakkaþon í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Fjártækni- klasann, Arion banka og Land- lækni, Samnorræn málstofa um nýsköpun í heilbrigðismálum í samstarfi við Nordic Innovation, Háskóli Íslands verður með ýmsa streymisviðburði um nýsköpun og hinir ýmsu aðilar á borð við Nýsköpunarsjóð atvinnulífs- ins, FKA, Verkís, CCP, Advania, Hugverkastofu, Fjármálaráðu- neytið, Icelandic Startups, Rannís, Íslenska ferðaklasann og fleiri, munu halda viðburði tengda nýsköpun. „Lausnarmót er íslenska orðið yfir hakkaþon. Þetta er ekki endi- lega forritun, svo orðið hakkaþon getur verið svolítið villandi. Þess vegna köllum við þetta lausnar- mót. Lausnarmótið er í raun og veru leið til að kalla eftir lausnum við ákveðnu vandamáli,“ útskýrir Edda. „Samstarfsaðilar okkar, eins og til dæmis Arion banki eða Land- læknir leggja til ákveðin gögn. Ákveðin vandamál sem þarf að leysa. Fólk getur svo komið og prófað að búa til lausnir. Þetta þurfa ekki endilega að vera tækni- lausnir heldur geta lausnirnar verið af ýmsum toga.“ Auk Eddu standa þau Freyr Hólm Ketilsson og Melkorka Sigr íður Magnúsdóttir að Nýsköp- unarvikunni. Þau hafa áralanga reynslu af vinnu innan nýsköp- unarsamfélagsins, bæði innan rótgróinna fyrirtækja og frum- kvöðlaheimsins. Upplýsingar eru aðgengilegar á vefsíðu hátíðarinnar nyskopunar- vikan.is. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNÝSKÖPUN Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.