Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 44

Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 44
Nýjar leiðir - Nýjar áskoranir Langar þig að finna nýjar leiðir til að takast á við nýjar áskoranir? Við hjá Krabbameinsfélaginu lýsum eftir hæfileikaríkum eldhuga til að stýra og vinna að kynningarmálum félagsins í öflugu teymi sérfræðinga við fræðslu, fjáröflun og miðlun af öllu tagi. Starfið er mjög spennandi og fjölbreytt og hverfist í kringum markmið félagsins og aðildarfélaga þess, sem eru að fækka þeim sem fá krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem fá sjúkdóminn og aðstandenda þeirra. Í starfinu eru gerðar ríkar kröfur um frumkvæði og sjálfstæði í starfi, góða samskiptafærni og vilja til að vinna í teymi. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af kynningarmálum, skrifum frétta, notk­ un samfélagsmiðla, samskipt um við fjölmiðla og kunna á algeng an hugbúnað í tengslum við miðlun í víðu samhengi, þar með talið hljóð og mynd. Gott vald á íslensku máli er alger nauðsyn og góð þekking á ensku og norðurlandamáli er æskileg. Viðkomandi starfsmaður þarf að vera skipulagður, skapandi, sveigjan- legur og með mikinn faglegan metnað. Umsóknir, ásamt náms- og starfs feril- skrá, skal senda Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameins- félagsins, á netfangið halla@krabb.is, í síðasta lagi 13. september nk. Halla veitir einnig nánari upplýsingar. Skólastjórastöður í nýjum skólum Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi sveitarfélag þar sem áhersla er lögð á öflugt skóla- og frístundastarf og góða vel- ferðarþjónustu. Skólar og aðrar deildir fjölskyldusviðs vinna að því að styrkja heildstæða nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun, góð tengsl skóla og skólastiga og skólaþróunarverkefni sem unnin eru í anda lærdómssamfélagsins. Nú er komið að því að opna tvo nýja skóla á Selfossi. Annars vegar leikskólann Goðheima sem áætlað er að opna í mars 2021 og hins vegar nýjan grunnskóla sem opnar haustið 2021. Þar er nafnasamkeppni í gangi. Við höfum þörf fyrir öfluga stjórnendur og munum ráða bæði leikskólastjóra og skólastjóra frá og með 1. janúar 2021. Þeir koma að allri undirbúningsvinnu og faglegu samstarfi í tengslum við opnun skólanna. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem búa yfir leiðtogahæfni og mikilli reynslu og þekkingu á skólastarfi. Leikskólastjóri Goðheima Meginverkefni • Stýra og bera ábyrgð á undirbúningi á stofnun skólans, m.a. ráðningu starfsfólks • Veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs í Árborg • Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans • Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu sveitarfélagsins og aðalnámskrá leikskóla Menntun og hæfnikröfur • Leikskólakennararéttindi áskilin • Framhaldsmenntun í stjórnun og/eða kennslu ungra barna er mikill kostur • Leiðtoga- og skipulagshæfileikar • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun er skilyrði • Góð færni í mannlegum samskiptum • Áhugi og hæfni í starfi með börnum • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti Skólastjóri nýs grunnskóla á Selfossi Meginverkefni • Stýra og bera ábyrgð á undirbúningi á stofnun skólans, m.a. ráðningu starfsfólks • Veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs í Árborg • Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans • Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu sveitarfélagsins, skýrslu undirbúningshóps og aðalnámskrá grunnskóla Menntunar- og hæfnikröfur • Leyfisbréf grunnskólakennara og kennslureynsla í grunn- skóla er skilyrði • Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslu- fræði er mikill kostur • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun er skilyrði • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun er skilyrði • Góð færni í mannlegum samskiptum • Þekking á teymiskennslu og sveigjanlegu skólastarfi er mikill kostur • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti Frekari upplýsingar um störfin Umsóknarfrestur er til 13. september 2020. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/SÍ og FSL. Starfshlutfall er 100%. Vakin er athygli á stefnu Árborgar um að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá sveitarfélaginu. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, thorsteinnhj@arborg.is Sími 480-1900. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og framtíðarsýn um- sækjanda varðandi þróun skólastarfs. Umsókn ásamt fylgi- gögnum skal skila í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins http://starf.arborg.is/ Ert þú raforku- verkfræðingur Við hjá Norconsult leitum að rafmagnsverkfræðingum í öfluga raforkuteymið okkar. Helstu kostir: • Þekking á sviði háspennukerfa, dreifikerfa og liðaverndar • Reynsla af hönnun tengivirkja eða annarra flutningsmannvirkja • Reynsla af kerfisathugunum og líkanagerð • Reynsla af forritun og gagnagrunnum • Áhugi á að tileinka sér nýja þekkingu, miðla henni og leysa krefjandi verkefni víða um heim • Gott vald á einu Norðurlandamáli er kostur Norconsult ehf er í eigu norska ráðgjafafyrirtækisins Norconsult AS. Hjá Norconsult starfa um 4.800 starfsmenn, þar af 400 á orkusviði. Norconsult AS er með starfstöðvar víða um heim, frá Kirkenes í Norður- Noregi til Auckland á Nýja Sjálandi. Fyrirtækið vinnur að úrlausn spennandi verkefna á öllum spennustigum innanlands og erlendis í samvinnu við viðskiptavini og félög innan samsteypunnar. Í boði eru fjölbreytt og áhugaverð verkefni sem spanna allt frá hönnun raforkuflutningsmannvirkja til hugbúnaðarþróunar. Norconsult ehf á Íslandi er rótgróið fyrirtæki þar sem starfsmenn vinna saman í sterkri liðsheild og því er þetta einstakt tækifæri fyrir réttan aðila til að starfa hjá fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Páll Hauksson: bjarni.hauksson@norconsult.com eða í síma + 45 25 40 74 28. Umsóknir sendist á Birnu Eggertsdóttur: birna.eggertsdottir@norconsult.com Tekið verður á móti umsóknum til 14. september nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 6 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.