Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 46
Stólpi ehf. óskar eftir
smiðum til starfa
Stólpi ehf. er traust og rótgróið fyrirtæki sem
býður gott starfsumhverfi og sinnir
fjölbreyttum verkefnum.
Við leitum að smiðum með reynslu sem geta
unnið sjálfstætt.
Um er að ræða framtíðarstörf.
Hæfniskröfur:
• Sveinsbréf í húsasmíði
• Vönduð vinnubrögð
• Kurteisi og lipurð í mannlegum samskiptum
• Ökuréttindi
• Góð íslenskukunnátta
• Hreint sakavottorð
Áhugasamir hafi vinsamlega samband með
tölvupósti: hjorvar@stolpiehf.is
Ertu fullur af eldmóði? Ertu framsækin? Berðu virðingu fyrir
allskonar fólki? Þá gæti verið að þú sért fullkomin í okkar starfshóp.
Reykjanesbær leitar að deildarstjóra á heimili fyrir fatlað fólk. Við leitum að
metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi með góða hæfni í mannlegum
samskiptum. Um 100% starf er að ræða.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er
að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni:
• Ber ábyrgð á faglegu starfi og verkefnum í samvinnu við forstöðumann
• Setur upp markmið og einstaklings- og þjónustuáætlanir og fylgir þeim eftir
• Er staðgengill forstöðumanns og sinnir daglegri stjórnun í fjarveru
forstöðumanns
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði iðju- eða þroskaþjálfunar eða á öðru
viðurkenndu fagsviði sem nýtist í starfi
• Reynsla af starfi í málefnum fatlaðs fólks mikilvæg
• Reynsla af stjórnun er kostur
• Æskilegt er að viðkomandi þekki það lagaumhverfi sem starfað er eftir
• Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
• Hreint sakavottorð
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. október 2020. Launakjör eru í samræmi
við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Frekari upplýsingar má sjá á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is,
undir Laus störf eða hjá Þorkötlu Sigurðardóttur, í gegnum netfangið
thorkatla.sigurdardottir@reykjanesbaer.is og í síma 420 3265.
Umsóknarfrestur er til og með 6. september 2020.
Sótt erum á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt
kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað. Áhugasamir
einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Deildarstjóri á heimili
fyrir fatlað fólk
Stýrimann
Stýrimann vantar á tæplega 200 t. netabát
sem gerður er út frá Suðurnesjum.
Vinsamlegast hafið samband í s. 892 5522.
Sveitarfélagið Strandabyggð
auglýsir starf til umsóknar
Tómstundafulltrúi
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf
tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt
starf fyrir skapandi og skipulagðan einstakling sem hefur
unun af samskiptum. Um 75% starf er að ræða.
Helstu verkefni
• Verkefnavinna og stefnumótun á sviði tómstunda-, íþrótta-
og menningarmála í Strandabyggð
• Samvinna með skólastjóra Grunn-, leik- og tónskóla Hólma-
víkur að málefnum á sviði menntunar og tómstunda
• Vinna með Tómstunda-, íþrótta og menningarnefnd sveitar-
félagsins
• Umsjón með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon og ung-
mennahússins Fjóssins
• Umsjón með Ungmennaráði Strandabyggðar
• Umsjón með skipulögðu starfi eldri borgara í Strandabyggð
• Verkefnastjórnun við hátíðahöld og viðburði á vegum
Strandabyggðar
• Undirbúningur vegna verkefna vinnuskóla, menningar-
dvalar og sumarnámskeiða
• Stuðningur við félagastarf á sviði tómstunda, íþrótta og
menningar
• Sérstök nýsköpun og stuðningur við þá hópa sem hafa lítið
framboð við hæfi í Strandabyggð
• Samvinna við nágrannasveitarfélög og á landsvísu á sviði
tómstundamála
• Samstarf við íþróttafélög, starfsfólk íþróttamiðstöðvar og
félagasamtök á svæðinu
Æskileg menntun, færni og eiginleikar
• Háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða
skyldum greinum sem nýtast í starfi
• Skipulags- og stjórnunarfærni
• Reynsla af félagsstörfum með börnum og ungmennum
• Samskiptafærni og geta til að tjá sig í ræðu og riti
• Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi
• Er hvetjandi og góð fyrirmynd
Umsóknarfrestur er til miðnættis 6. september 2020.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfða-
götu 3, eða á netfangið: strandabyggd@strandabyggd.is
Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri, í síma 451-3510 eða 899-0020, eða á netfangið
thorgeir@strandabyggd.is
---------------------------------------------------------------------------------------
Í Strandabyggð búa um 450 manns og er Hólmavík þéttbýlisstaður
sveitarfélagsins. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og skóla-
starf öflugt. Boðið er upp á leikskólapláss fyrir börn frá 9 mánaða
aldri og auk grunnskóla fyrir börn frá 1.-10. bekk er á staðnum
dreifnámsbraut frá FNV fyrir nemendur á framhaldsskólastigi.
Öflugt tómstunda-, íþrótta- og menningarstarf er í sveitarfélaginu,
s.s. skíðafélag, tveir kórar fyrir fullorðna, tónlistarskóli og áhuga-
leikfélag og hugað er að því að sem flestir aldurshópar fái notið sín.
Til hvers að auglýsa ?
Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma
í úrvinnslu innsendra umsókna.
Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að
þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni.
Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar
fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum.
STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031
stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is.
Með starf
fyrir þig
Starfsemi STRÁ ehf. býr að
aldarfjórðungs reynslu og
þekkingu á sviði starfs-
manna- og ráðningarmála
en stofan hefur unnið fyrir
mörg helstu og leiðandi
fyrirtæki landsins um
árabil.
Rík áhersla er lögð á trúnað
varðandi vörslu gagna og
upplýsinga bæði gagnvart
umsækjendum, sem og
vinnuveitendum.
Ánægðir viðskiptavinir til
margra ára hafa notið
þjónustu STRÁ, en stofan
hefur jafnframt umsjón
með ráðningum í sérfræði-
og stjórnunarstöður.
www.stra.is