Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 67

Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 67
Við leggjum mikið upp úr því að byggja upp langtíma- samband við viðskiptavini og tryggja sam- fellu í þekkingu á verkefnum sem við vinnum þannig að viðskiptavinir geti leitað til okkar aftur þegar kemur að viðhaldi og frekari þróun á eldri kerfum,“ segir Erling Brynjólfsson, framkvæmda- stjóri Kvikna Consulting. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Hugbúnaðarfyrirtækið Kvikna er tólf ára gamalt og sérhæfir sig í tækni- legum hugbúnaði. Fyrir tveimur árum var Kvikna skipt upp í tvö fyrirtæki: Kvikna Medical og Kvikna Consulting, þar sem starfsemi fyrirtækisins var í raun tvíþætt, segir Erling Brynjólfs- son, framkvæmdastjóri Kvikna Consulting. „Kvikna Medical vinnur að þróun og sölu á skýja- lausn fyrir heilaritsupptökukerfi. Kerfið gerir sjúklingum kleift að vera heima hjá sér meðan heilarit er tekið upp, á meðan læknar fá aðgang að öllum gögnum með skýjalausninni. Kvikna Consulting einbeitir sér hins vegar að þróun hugbúnaðar fyrir önnur fyrirtæki, þá helst norsk tæknifyrirtæki sem eru tengd olíuiðnaðinum, en einn- ig fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum.“ Þær lausnir sem hann og aðrir starfsmenn Kvikna Consulting eru að vinna að, eru oft og tíðum að meðhöndla stóra gagnastrauma, til dæmis af myndböndum og sónarmyndum. Þá þarf að beita sérhæfðum aðferðum við geymslu og greiningu gagnanna segir hann. „Aðkoma okkar hefur verið að þróa hugbúnað sem notaður er til samskipta við tæki og gagna- söfnunar frá þeim. Dæmi um vörur sem við höfum komið að, er búnaður til myndunar á olíubor- holum að innan, neðansjávarsónar og upplýsingakerfi til að ná tökum á olíuleka á sjó. Einnig má nefna að við erum í nánu samstarfi við norskt fyrirtæki, Norbit, sem þróar og framleiðir rafeindatækni, en vörur á þeirra vegum eru t.d. neðansjávarfjölgeislasónar og vegatollamerki fyrir bíla.“ Árangursríkt samstarf Hann segir að þeir geirar sem fyrirtækið starfi í leggi mikið upp úr áreiðanleika og gæðum og til að mynda hafi verið byggt upp gæðakerfi í fyrirtækjunum, til að uppfylla staðla um þróun og framleiðslu á lækningatækjum. „Við leggjum mikið upp úr því að byggja upp langtímasamband við viðskiptavini og tryggja samfellu í þekkingu á verkefnum sem við vinnum að, þannig að viðskipta- vinir geti leitað til okkar aftur þegar kemur að viðhaldi og frekari þróun á eldri kerfum.“ Fyrir ári síðan hófst samstarf Kvikna Consulting og Trefja í Hafnarfirði. „Samstarfið hefur verið mjög árangursríkt og er gott dæmi um það þegar tvö fyrirtæki úr ólíkum geirum leggja saman reynslu sína. Afraksturinn er heitapottsstýring fyrir snjalltæki sem kemur á markað bráðlega, en einnig stærra þróunarverkefni fyrir sjálfvirkan andveltitank fyrir báta en saman fengu fyrirtækin úthlutað styrk frá Tækniþróunar- sjóði í vor vegna þess verkefnis.“ Mörg tækifæri ónýtt Erling segist sjá fram á fjölgun íslenskra viðskiptavina á næstu árum, með því að vinna með þeim hugbúnaðarlausnir sem krefjast tækniþekkingar á háu stigi. Um er að ræða verkefni sem krefjast gæðahugbúnaðar, skilnings á líkönum og reikni- ritum, sem og sérhæfðri rafeinda- tækni. „Tækniframfarir hafa átt sér stað á síðustu árum, ekki bara sem auðvelda skýjalausnir hvers konar, heldur einnig á sviði raf- eindatækni. Nú er unnt að búa til stýringar og gagnasöfnunartæki sem hafa miklu meira reikniafl en áður, eru mun minni og þurfa mun minni orku. Með því að samþætta þessa nýju tækni er hægt að gera hluti sem voru aðeins draumur fyrir bara fimm árum síðan. Mjög mörg tækifæri eru ónýtt á þessu sviði og við munum virkja þá reynslu og sérþekkingu sem safnast hefur hjá starfsmönnum fyrirtækisins til þróunar á nýjum vörum og tækni. Hjá okkur starfar vel menntað fólk og með mikla reynslu af hugbúnaðargerð, líkanagerð, gagnagreiningu og gervigreind, auk þess að vera með bakgrunn í verkfræði, eðlisfræði og stærðfræði.“ Áskoranir fram undan Erling segir mörg íslensk fyrirtæki eiga eftir að laga sig að breyttum heimi samfara fjórðu iðnbylting- unni. „Í heimi sem er samtengdur er möguleiki á að safna miklu magni gagna víða að á einn stað, til dæmis um framleiðsluferli eða rekstur. Gögnunum er síðan breytt í upplýsingar með nýjustu gagnagreiningaraðferðum og skýrri framsetningu, til að bæta ferla og auka hagkvæmni. Þetta verður áskorun fyrir atvinnulífið og hugbúnaðargeirann hér á landi á næstu misserum.“ Margt vel gert Erling er nokkuð ánægður með starfsumhverfi nýsköpunarfyrir- tækja á Íslandi. „Þar má nefna framboð af vel menntuðu starfs- fólki, aukin framlög í styrkjasjóði Rannís og það nýjasta, hækkað endurgreiðsluhlutfall af þróunar- kostnaði í gegnum skattkerfið, sem munar mikið um. Það sem er verst í starfsumhverfinu er óstöð- ugur gjaldmiðill. Tæknifyrirtæki hafa flest stærstan hluta tekna sinna erlendis frá, á meðan kostn- aðurinn er í íslenskum krónum, sem skapar óvissu í rekstrinum og mikinn kostnað sem kemur ekki síst fram í glötuðum tækifærum og minni samkeppnishæfni.“ Mörg ónýtt tækifæri bíða úrlausnar Um tólf ára skeið hefur hugbúnaðarfyrirtækið Kvikna sérhæft sig í tæknilegum hugbúnaði. Mörg spennandi verkefni bíða úrlausnar á innlendum og erlendum mörkuðum. Kvikna hannar sérhæfð rafeindatæki til stýringar og gagnaöflunar. Hugbúnaður sem safnar og greinir mikið magn af sónarmyndum. KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 NÝSKÖPUN Á ÍSLANDI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.