Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 71

Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 71
Eins og staðan er í dag er niturá- burður fluttur inn frá örfáum stöðum í heim- inum þar sem hann er framleiddur. Með aðferðum Atmonia gætu bændur framleitt eigin áburð á staðnum. Háskóli Íslands veitir öflugt stuðningsumhverfi fyrir nýsköpunarstarf á Íslandi og má sem dæmi nefna Vísinda- garða Háskóla Íslands. Þá átti Háskólinn frumkvæði að stofnun Auðnu Tæknitorgs. Skólinn er enn fremur einn af eigendum Icelandic Startups og bakhjarl Gulleggsins, Snjallræðis og MenntaMaskínu. Vísinda- og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands í samstarfi við Hugverka nefnd Háskóla Íslands, Landspítala og Auðnu Tæknitorg, vinnur öflugt starf með starfs- fólki háskólans þegar kemur að yfirfærslu hagnýtra rannsókna út í samfélagið. Að sögn Ólafar Vigdísar Ragnarsdóttur, verkefna- stjóra nýsköpunar hjá HÍ, getur þetta verið löng leið. „Leiðin hefst í f lestum til- fellum á því að Hugverkanefnd og starfsmaðurinn í samstarfi við Auðnu, leggja inn einkaleyfisum- sókn á uppfinningunni. Síðan er annað hvort stofnað fyrirtæki sem vinnur að því að koma hug- myndinni á markað, eða gerður samningur við starfandi fyrirtæki sem tekur að sér þróun uppfinn- ingar. Ákveði Hugverka nefnd að sækja um einkaleyfi á uppfinn- ingu, greiðir nefndin kostnaðinn, sem felst í skrifum og innlögn einkaleyfisumsóknar hér á landi og al þjóðlegrar einkaleyfisum- sóknar (PCT),“ segir Ólöf. Tækniyfirfærsluskrifstofan Auðna Tæknitorg tók til starfa árið 2019, en slíkar skrifstofur finnast víðast hvar erlendis. „Hlutverk Auðnu er að taka við boltanum af hugverkanefndum og vísinda- og nýsköpunarsviðum háskólanna í landinu og tengja rannsak- endur við fyrirtæki hér heima eða erlendis og tryggja að verkefnið fái sem bestan farveg. Þá veitir Vísinda- og nýsköpunarsvið einnig ýmiss konar aðstoð við hagnýt- ingu, svo sem lögfræðilega aðstoð sem vísindafólk hefur yfirleitt litla kunnáttu á. Starfsfólk Háskóla Íslands tekur virkan þátt í nýsköpun og er lítill hluti hennar tengdur einkaleyfum og stofnun sprotafyrirtækja. Þess má þó geta að Hugverka- nefnd hefur lagt inn á þriðja tug einkaleyfisumsókna og skólinn á hlut í 20 sprotafyrirtækjum sem byggja á rannsóknum starfsfólks, Atmonia er eitt þeirra fyrirtækja,“ segir Ólöf. Farsælt samstarf Egill Skúlason er prófessor í efnaverk fræði við Háskóla Íslands og segist hafa átt í löngu og góðu samstarfi við Vísinda- og nýsköp- unarsvið skólans. „Samstarfið hefur komið sér vel vegna nokk- urra verkefna minna sem hafa þótt það hagnýtanleg að við höfum lagst í einkaleyfagerð og fleira,“ segir Egill. Að hans sögn er Háskóli Íslands í samstarfi við fjölmarga aðra skóla á mismunandi sviðum. „Hver og einn kennari og vísindamaður við skólann á samstarf við ýmsa aðra fræðimenn við erlenda skóla. Sjálfur er ég í samstarfi við ýmsa vísindamenn við skóla í fjölmörg- um Evrópulöndum, Bandaríkj- unum og Nýja-Sjálandi. Slíkt sam- starf er iðulega mjög gjöfult. Því með samstarfi má sameina bæði þekkingu og kunnáttu, sem og tækjabúnað til að vinna að stærri verkefnum, sem oft og tíðum eru þverfræðileg.“ Gleymt svið frá miðri 18. öld vekur verðskuldaða athygli Nánast öll verkefni sem Egill vinnur að byggja á svokallaðri raf- efnafræði. Um er að ræða tveggja alda gamalt rannsóknasvið, sem lofaði góðu um miðja 18. öld þegar fyrsti efnarafallinn var fundinn upp. „Þetta rannsókna svið féll í gleymsku með tilkomu bensín- vélarinnar. Fyrir örfáum áratugum jukust rannsóknir í rafefnafræði ört aftur eftir að við gerðum okkur grein fyrir því að bæði verði olían upp urin eftir einhverja áratugi, sem og skaðsemi CO2 útblásturs fyrir jörðina.“ Rafefnafræðin býr yfir spenn- andi möguleikum. Með endur- nýjanlegri orku frá til dæmis sól og vindi er hægt að knýja efnaferli áfram, sem annars þyrftu mikinn hita og þrýsting. Þá er rafefnafræði einnig notuð til að breyta efna- orkunni í efnatengjum sameinda yfir í raforku, sem til dæmis er hægt að nota til að knýja farartæki áfram,“ segir Egill. Tilraun til útrýmingar hung- ursneyðar á heimsvísu Sérsvið Egils innan rafefnafræð- innar tengist efnahvötunum, en réttu efnahvat arnir láta efnahvarf eiga sér stað, sem annars myndi aldrei gerast. „Stærsta rann- sóknarverkefnið mitt síðustu árin hefur með ammóníak að gera, en þar höfum við fundið ýmsa efnahvata á borð við málmnítríð, málmoxíð og málmsúlfíð, sem lofa mjög góðu.“ Verkefnið hefur rutt af stað fyrirtækinu Atmonia, en aðal- markmið fyrirtækisins er sjálf bær framleiðsla ammoníaks fyrir umhverfisvæna áburðarfram- leiðslu. „Fram til þessa hefur svo- kölluð Haber-Bosch aðferð verið notuð til þess að búa til ammóníak til framleiðslu á nituráburði fyrir matvælaframleiðslu. Þetta er gríðarlega orkukræft ferli sem fer fram undir miklum hita og þrýstingi og krefst um 1% af allri orkunotkun mannkyns. Ferlið er einnig mjög óumhverfisvænt og veldur um 2% af allri CO2 losun mannkyns á heimsvísu. Þar að auki krefst ferlið þess að vetnisgas sé búið til sem hvarfefni, en það er iðulega búið til frá jarðgasi, sem er tæmandi orkulind. Nýsköpunin í Atmonia verkefn- inu felst í að nota rafefnafræði til að knýja framleiðslu ammóníaks með notkun raforku við herbergis- hita og -þrýsting. Eins og staðan er í dag er nituráburður fluttur inn frá örfáum stöðum í heiminum þar sem hann er framleiddur. Með aðferðum Atmonia gætu bændur framleitt eigin áburð á staðnum. Margir bændur eru jafnvel með eigin sólarsellur eða vindmyllur sem myndu knýja áburðarfram- leiðsluna með umhverfisvænum hætti. En það eina sem þarf til framleiðslunn ar er rafmagn, vatn og andrúmsloft sem er 78% nitur. Fyrst munum við einblína á vesturlönd in en þegar reynsla er komin á tæknina munum við leita leiða til þess að koma tækninni á f leiri staði í heiminum. Á mörgum stöðum hafa bændur ekki efni á að flytja inn áburð og uppskeran er þar af leiðandi að skornum skammti. Tæknin frá Atmonia býður upp á möguleika á að útrýma hungursneið á heimsvísu,“ segir Egill. Vakti athygli á byrjunarstigi Egill fékk veður af því árið 2013 að verkefnið þótti bæði áhugavert og hagnýtanlegt og var honum ráðlagt að taka þátt í Hagnýtingar- verðlaunum HÍ (nú Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ) sem hann og gerði. „Þetta verkefni var á byrjunarstigi á þeim tíma og við vorum til að mynda ekki búin að birta neina vísindagrein um rannsóknirnar. Út frá þessu var tekin ákvörðun um að sækja um einkaleyfi. Þó svo verkefnið hafi verið stutt á veg komið, þótti hugmyndin og vinnan það áhugaverð, og mögu- leikarnir það miklir, að verkefnið hreppti 1. sætið þetta árið. Verð- launin skiptu sköpum, verkefnið fékk mikla kynningu í kjölfarið og fyrirtækið Atmonia var stofnað þremur árum síðar,“ segir hann. Hvergi nærri hættur „Annað stórt verkefni sem ég hef unnið í síðustu árin er rafefna- fræðileg afoxun CO2 í eldsneyti, til dæmis metan, metanól og maura- sýru. Eini hreini málmefnahvatinn sem getur afoxað CO2 að einhverju ráði er kopar, en hann myndar súpu af fimmtán mismunandi myndefnum, aðallega metan og nánast ekkert metanól sem væri mjög hentugt eldsneyti fyrir farar- tæki. Okkar rannsóknir sýna hins vegar að málmoxíð efnahvatar geta afoxað CO2 í bæði metanól og maurasýru en mynda ekkert metan. Þriðja nýsköpunarverkefnið tengist efnarafölum fyrir vetnis- bíla en þar þarf að afoxa súrefni í vatn á öðru af tveimur raf- skautunum. Platína hefur hingað til verið langbesti efnahvatinn fyrir það rafefnahvarf en platína var einmitt notuð í fyrsta efna- rafalanum fyrir 200 árum. Hins vegar er platína bæði mjög dýr og sjaldgæfur málmur og því væri engan veginn hægt að nota hana til að búa til vetnisbíla fyrir allan heiminn. Í því verkefni höfum við skoðað kolefnis nanórör sem inni- halda enga málma, en þar leynast sérstakar gerðir af rörum sem eru mun betri en platínan sjálf.“ Þess má geta að Auðna-tæknitorg er að vinna að hagnýtingu framan- greindra verkefna í samstarfi við Hugverkanefnd. Gleymt svið gæti skipt sköpum fyrir mannkynið Síðustu ár hefur Háskóli Íslands lagt æ meiri áherslu á nýsköpun innan skólans. Með því vill skól­ inn stuðla að því að rannsóknir og vinna starfsfólks og nemenda skili sér út í samfélagið. Egill Skúlason, prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands, hefur átt í gjöfulu samstarfi við Háskóla Íslands á sviði nýsköpunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KYNNINGARBLAÐ 13 L AU G A R DAG U R 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 NÝSKÖPUN Á ÍSLANDI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.