Fréttablaðið - 29.08.2020, Page 72
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Fyrir stuttu hlaut hún sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova 2020, fyrir verkefni
sín Bioplastic Skin og Just Bones.
Bæði verkefnin eru þróun hennar
á nýjum efnum og möguleikum
til þess að koma með einstakar
lausnir á samfélags- og umhverfis-
legum vandamálum í opnu sam-
tali við áhorfendur.
„Sem hönnuður tel ég eitt af
mínum stærstu verkefnum vera að
takast á við málefni sem mikilvæg
eru fyrir samfélagið,“ segir Valdís,
sem útskrifaðist frá vöruhönn-
unardeild Listaháskóla Íslands
árið 2017. Ferill Valdísar er ótrú-
lega stuttur miðað við þann fjölda
viðurkenninga sem hún hefur
hlotið á alþjóðavísu fyrir verkefni
sín og að sögn er hennar markmið
í framtíðinni að halda einfaldlega
áfram að skapa.
Sterkt efni úr beinum
Just Bones þróaði Valdís sem hug-
vekju um að taka samfélagslega
ábyrgð við að fullnýta allt það
efni sem verður til við kjötfram-
leiðslu. Þá skoðar hún einnig
hvernig vinna má vannýtt hráefni
úr nærumhverfi okkar með því að
skoða þau út frá nýju sjónarhorni
og finna þeim þannig nýtt hlut-
verk og gildi.
„Nú til dags er stórum hluta
dýraskrokka fargað ónýttum eftir
slátrun. Þar með er dýrmætum
hráefnum eins og beinum sóað.
Just Bones er þróun á sterku
náttúrulegu efni sem eingöngu
er unnið úr beinum. Beinin eru
möluð niður og mismunandi eigin-
leika þeirra nýti ég til að þróa og
vinna efni sem hefur aflfræðilega
eiginleika á við MDF timbur. Efnið
er fljótandi þegar því er blandað
saman. Því hægt að móta það í
hvaða form sem er og einnig er
hægt að vinna það þegar það hefur
þornað. Möguleikar efnisins eru
því afar margvíslegir,“ segir Valdís.
Náttúrulegt umbúðaefni
Verkefnið Bioplastic Skin felst í
því að búa til umhverfisvænar
umbúðir úr dýrahúðum fyrir
kjötvörur. Meginmarkmiðið segir
Nýr efniviður sem lausn á
samfélagslegum vanda
Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir er einn af allra okkar frambærilegustu vöruhönnuðum í
dag. Á hönnunarferli sínum hefur hún verið óhrædd við að taka af skarið og varpa ljósi á og finna
lausnir á ýmislegum vanköntum í samfélaginu og viðhorfi þess til umhverfisins.
Valdís Steinarsdóttir er óhrædd við að nýta rödd sína til þess að varpa ljósi
á samfélagsleg og umhverfisleg vandamál. MYNDIR AÐSENDAR.
Just Bones efnið er hönnun Val-
dísar og býður upp á gífurlega fjöl-
breytta möguleika.
Meginmarkmið Valdísar er ætíð að
takast á við málefni sem eru mikil-
væg fyrir samfélagið.
Just Bones verkefnið stuðlar að
betri nýtingu dýraskrokka. Bein eru
mulin niður og notuð í efnivið.
Valdís að sé tvíþætt. „Annars vegar
skapa ég náttúrulegt umbúðaefni
til að nota í stað mengandi plasts.
En einnig vil ég vekja almenning
til umhugsunar um fullnýtingu
kjötafurða,“ segir Valdís og spyr:
„Erum við tilbúin að ögra venjum
okkar og taka ábyrgð á fullnýtingu
þegar kemur að þeim afurðum sem
verða til við kjötneyslu?“
Einn stærsti kostur Bioplastic
Skin, segir Valdís að sé umræðan
sem efnið skapar varðandi neyslu-
venjur samfélagsins. „Þar má helst
nefna nýtingu á þeim úrgangi sem
fellur til við kjötframleiðslu og
hina gegndarlausu notkun á ein-
nota plastumbúðum.“ Í verkefninu
ögrar Valdís hefðbundnum venjum
með því að klæða kjötvörur í plast-
líki (e.bioplastic) sem er búið til úr
skinni dýrsins sem kjötið kemur af.
Efnið er fullkomlega náttúrulegt og
brotnar eðlilega niður í náttúrunni
og er því frábær lausn á plast-
vandanum, sem við sem samfélag
stöndum nú frammi fyrir.
Einnig vill Valdís vekja athygli
á kjötneyslu almennt og stofna til
samtals. „Í dag þykir oft viðkvæmt
málefni að fjalla um kjötneyslu.
Fólk vill þá gjarnan skiptast í tvær
fylkingar, með og á móti, þegar
kemur að því málefni. En þegar
öllu er á botninn hvolft þá erum
við öll í sama liði. Við verðum
að skapa svigrúm til að ræða
málin frá f leiri sjónarhornum og
hönnuðir verða að þora að blanda
sér í þá umræðu. Með Bioplastic
Skin vil ég opna fyrir umræðu um
mögulegar leiðir í meðferð mat-
væla til framtíðar.“
Nú til dags er
stórum hluta
dýraskrokka fargað
ónýttum eftir slátrun.
Þar með er dýrmætum
hráefnum eins og bein-
um sóað.
Valdís Steinarsdóttir
14 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNÝSKÖPUN Á ÍSLANDI