Fréttablaðið - 29.08.2020, Page 72

Fréttablaðið - 29.08.2020, Page 72
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Fyrir stuttu hlaut hún sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova 2020, fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones. Bæði verkefnin eru þróun hennar á nýjum efnum og möguleikum til þess að koma með einstakar lausnir á samfélags- og umhverfis- legum vandamálum í opnu sam- tali við áhorfendur. „Sem hönnuður tel ég eitt af mínum stærstu verkefnum vera að takast á við málefni sem mikilvæg eru fyrir samfélagið,“ segir Valdís, sem útskrifaðist frá vöruhönn- unardeild Listaháskóla Íslands árið 2017. Ferill Valdísar er ótrú- lega stuttur miðað við þann fjölda viðurkenninga sem hún hefur hlotið á alþjóðavísu fyrir verkefni sín og að sögn er hennar markmið í framtíðinni að halda einfaldlega áfram að skapa. Sterkt efni úr beinum Just Bones þróaði Valdís sem hug- vekju um að taka samfélagslega ábyrgð við að fullnýta allt það efni sem verður til við kjötfram- leiðslu. Þá skoðar hún einnig hvernig vinna má vannýtt hráefni úr nærumhverfi okkar með því að skoða þau út frá nýju sjónarhorni og finna þeim þannig nýtt hlut- verk og gildi. „Nú til dags er stórum hluta dýraskrokka fargað ónýttum eftir slátrun. Þar með er dýrmætum hráefnum eins og beinum sóað. Just Bones er þróun á sterku náttúrulegu efni sem eingöngu er unnið úr beinum. Beinin eru möluð niður og mismunandi eigin- leika þeirra nýti ég til að þróa og vinna efni sem hefur aflfræðilega eiginleika á við MDF timbur. Efnið er fljótandi þegar því er blandað saman. Því hægt að móta það í hvaða form sem er og einnig er hægt að vinna það þegar það hefur þornað. Möguleikar efnisins eru því afar margvíslegir,“ segir Valdís. Náttúrulegt umbúðaefni Verkefnið Bioplastic Skin felst í því að búa til umhverfisvænar umbúðir úr dýrahúðum fyrir kjötvörur. Meginmarkmiðið segir Nýr efniviður sem lausn á samfélagslegum vanda Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir er einn af allra okkar frambærilegustu vöruhönnuðum í dag. Á hönnunarferli sínum hefur hún verið óhrædd við að taka af skarið og varpa ljósi á og finna lausnir á ýmislegum vanköntum í samfélaginu og viðhorfi þess til umhverfisins. Valdís Steinarsdóttir er óhrædd við að nýta rödd sína til þess að varpa ljósi á samfélagsleg og umhverfisleg vandamál. MYNDIR AÐSENDAR. Just Bones efnið er hönnun Val- dísar og býður upp á gífurlega fjöl- breytta möguleika. Meginmarkmið Valdísar er ætíð að takast á við málefni sem eru mikil- væg fyrir samfélagið. Just Bones verkefnið stuðlar að betri nýtingu dýraskrokka. Bein eru mulin niður og notuð í efnivið. Valdís að sé tvíþætt. „Annars vegar skapa ég náttúrulegt umbúðaefni til að nota í stað mengandi plasts. En einnig vil ég vekja almenning til umhugsunar um fullnýtingu kjötafurða,“ segir Valdís og spyr: „Erum við tilbúin að ögra venjum okkar og taka ábyrgð á fullnýtingu þegar kemur að þeim afurðum sem verða til við kjötneyslu?“ Einn stærsti kostur Bioplastic Skin, segir Valdís að sé umræðan sem efnið skapar varðandi neyslu- venjur samfélagsins. „Þar má helst nefna nýtingu á þeim úrgangi sem fellur til við kjötframleiðslu og hina gegndarlausu notkun á ein- nota plastumbúðum.“ Í verkefninu ögrar Valdís hefðbundnum venjum með því að klæða kjötvörur í plast- líki (e.bioplastic) sem er búið til úr skinni dýrsins sem kjötið kemur af. Efnið er fullkomlega náttúrulegt og brotnar eðlilega niður í náttúrunni og er því frábær lausn á plast- vandanum, sem við sem samfélag stöndum nú frammi fyrir. Einnig vill Valdís vekja athygli á kjötneyslu almennt og stofna til samtals. „Í dag þykir oft viðkvæmt málefni að fjalla um kjötneyslu. Fólk vill þá gjarnan skiptast í tvær fylkingar, með og á móti, þegar kemur að því málefni. En þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við öll í sama liði. Við verðum að skapa svigrúm til að ræða málin frá f leiri sjónarhornum og hönnuðir verða að þora að blanda sér í þá umræðu. Með Bioplastic Skin vil ég opna fyrir umræðu um mögulegar leiðir í meðferð mat- væla til framtíðar.“ Nú til dags er stórum hluta dýraskrokka fargað ónýttum eftir slátrun. Þar með er dýrmætum hráefnum eins og bein- um sóað. Valdís Steinarsdóttir 14 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNÝSKÖPUN Á ÍSLANDI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.