Fréttablaðið - 29.08.2020, Page 76
Vinsældir rétta og
fækkun kinda
virðast ekki haldast í
hendur.
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020
benni.is
Reykjavík
Krókhálsi 9
590 2000
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18
Laugardaga frá 12 til 16
Verið velkomin í reynsluakstur
OPEL GOES ELECTRIC
Birt m
eð fyrirvara um
m
ynd- og textabrengl
„Óbyggðirnar
kalla...“
4x4 kraftur og Plug-in
Hybrid hæfileikar.
Fórnaðu engu,
fáðu allt!
300 hestöfl og
allt að 59 km drægni
á rafmagninu einu saman.
Nýr Opel Grandland X 4x4 Hybrid
Í réttum er oft glatt á hjalla. Þar kemur oft margt fólk saman til að hjálpa til eða bara til að
fylgjast með fjörinu. En í ár gilda
strangari reglur vegna COVID og
engum gestum er leyft að koma í
réttirnar. Þangað mega bara mæta
þeir sem eru beinir þátttakendur.
Það er því ljóst að þessi árlega
hefð hjá mörgum, að mæta í réttir,
verður að sitja á hakanum í ár, eins
og svo margt annað.
Þau sem eru svo heppin að geta
tekið þátt í réttum í ár eru beðin
að gæta fyllstu varúðar og passa
upp á tveggja kinda regluna. Það
er að hafa alltaf í það minnsta tvær
kindur á milli manna. Eins var
fólk beðið um að láta ekki söng-
vatn ganga manna á milli, eins og
venjan er í venjulegu árferði.
Réttir eiga sér langa sögu og
eru mjög víða á landinu, en elsta
réttarstæði landsins er talið vera
Skaftholtsréttir í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi. Réttirnar eru hlaðnar
úr Þjórsárhraungrýti og taldar
vera frá 12. öld, en réttir hafa farið
fram í sveitum landsins frá því
snemma á Þjóðveldisöld.
Á árum áður voru hinar árlegu
réttir ein helsta skemmtun
innan sveitanna. Þá hittist fólk
úr sveitinni og fólk frá öðrum
landshlutum kom einnig og réði
sig í vinnu og þannig kynntist fólk
gjarnan milli landshluta. Í gegnum
árin hafa skapast margar skemmti-
legar hefðir í kringum réttir, enda
snúast þær orðið um mun meira
en að draga kindur í dilka. Fólk
syngur saman, borðar nesti og
víða eru haldin réttarböll.
Í dag skipta réttir hér á landi
tugum. Enda eru kindur hér á
landi f leiri en manneskjur. Þó
hefur þeim fækkað þó nokkuð
á síðustu áratugum. Árið 1978
voru kindur hér á landi rúmlega
890.000 en árið 2018 voru þær um
helmingi færri. Vinsældir rétta og
Réttir á Íslandi í aldanna rás
Hjá mörgum er það árviss viðburður að fara í réttir, en þær eiga sér langa sögu hér á landi. Núna
um helgina fara fyrstu réttirnar að hefjast en þær fara fram með öðru sniði í ár vegna COVID.
Ungir sem
aldnir hjálpast
að við að draga
kindur. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
Réttir verða
á nokkrum
stöðum um
helgina en með
örlítið breyttu
sniði. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
fækkun kinda virðast ekki haldast
í hendur, en réttir verða sífellt vin-
sælli. Þær eru raunar svo vinsælar
að hróður þeirra hefur borist út
fyrir landsteinana og það hefur
færst í aukana að ferðamenn sæki
í að fylgjast með eða vera þátttak-
endur í réttum. Sumar ferðaskrif-
stofur hafa til dæmis boðið upp
á skipulagðar ferðir í réttir fyrir
ferðamenn.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R