Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 82

Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 82
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Við fáum alltaf einhverja smala sem ekki eru búsettir á svæðinu og í ár hefur verið mælst til þess að það fólk gæti sín afar vel og fari helst í sjálfskipaða sóttkví fyrir safn. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Þökkum kærlega vinarhug, stuðning og samúð vegna andláts okkar ástkæra Árna Björns Jónassonar verkfræðings, Skjólbraut 18, Kópavogi. Sérstakar þakkir fá björgunarsveitir á Norðurlandi, Hjálparsveit skáta Reykjadal og Landhelgisgæsla Íslands. Fjölskylda Árna Björns Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Svana Jörgensdóttir er látin. Dánardægur var 23. ágúst og hefur fjölskyldan þegar kvatt hana með athöfn í kyrrþey. Gunnar Torfason Laufey Gunnarsdóttir Jóhann Heiðar Jóhannsson Anna Úrsúla Gunnarsdóttir Nanna Dís og Jóhanna Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Inga G. Magnúsdóttir dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða, Akranesi, lést miðvikudaginn 26. ágúst. Fríða Sigurðardóttir Þórður Þ. Þórðarson Kristinn Jakob Reimarsson Guðrún Kristín Reimarsdóttir Aðalsteinn Víglundsson Inga Snæfells Reimarsdóttir Linda Reimarsdóttir Sveinn Ómar Grétarsson Pétur Reimarsson Hera Sigurðardóttir Gréta R. Snæfells barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Mér líst bara vel á þessar reglur. Svo þurfum við bara að laga okkar aðstæður sem best má vera að þeim. Það er gott að fá eitthvað til að miða við,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöð- um í Skaftártungu, um minnisblað sem Samband sveitarfélaga hefur sent út um sóttvarnir í göngum og réttum hausts- ins. „Við fáum alltaf einhverja smala sem ekki eru búsettir á svæðinu og í ár hefur verið mælst til þess að það fólk gæti sín afar vel og fari helst í sjálfskipaða sóttkví fyrir safn,“ bætir hún við. Smalar þurfa jafnan að gista í skálum. Skyldi ekki vera legið þétt þar og þröngt setinn bekkurinn, eða hvað? „Á Skaftár- tunguafrétti erum við svo heppin að vera með stórt gangnamannahús á tveimur hæðum,“ lýsir Heiða. „Áður var hesthús á neðri hæðinni en þar sem húsið er notað sem gistihús yfir sumar- tímann var neðri hæðinni fyrir nokkru breytt í gistiaðstöðu með eldhúskrók og langborði, áþekkt því sem er á efri hæð- inni. Við munum því geta dreift okkur á tvær hæðir og getum bæði sofið og matast án þess að vera í mikilli nálægð við hvert annað.“  Ekki mega fleiri en 100 manns mæta í hverja rétt, samkvæmt nýju reglunum. Heiða segir fólksfjöldann í Grafarrétt í Skaftártungu fara langt fram yfir það í venjulegu ári – en undir þann leka hafi verið sett. „Fjallskilanefnd hefur gefið út reglur um að ekki mæti fleiri í réttina en fimm fullorðnar manneskjur frá hverju lögbýli í sveitinni og þannig mun fjöld- inn verða undir 100 þetta árið,“ útskýrir hún. Heiða segir féð búið að vera sex til níu vikur á fjalli núna um mánaðamótin. „Upprekstrarleyfi á Skaftártunguafrétt og heiðarnar komu frá Landgræðslunni rétt fyrir mánaðamót júní, júlí og þá fóru bændur að tína féð í rólegheitum til fjalla. Miðað er við að það taki um tvær vikur svo kindurnar dreifi sér sem best og ekki skapist álag á landið á sleppi- svæðunum.“ Þegar kemur fram í ágúst segir Heiða alltaf einhverjar kindur fara að tínast heim aftur. „Í dag, 28. ágúst, fórum við nokkur og smöluðum saman því fé sem var komið hér heim undir efstu bæi. Það er nú komið til síns heima, vænt og vel fram gengið eftir þetta einstaklega góða og hagfellda sumar sem við höfum notið hér á þessu landsvæði.“ Fyrstu smalar halda til fjalla á föstu- daginn eftir viku, 4. september, að sögn Heiðu, og allur hópurinn verður kominn inn í afrétt mánudaginn 7. „Til byggða komum við svo, ef ekki verða tafir vegna veðurs, föstudaginn 11. og réttum þann dag og laugardaginn 12.,“ segir hún. En óttast Heiða að COVID-19 muni spilla gleðinni í göngum haustsins? „Ánægjan sem fylgir skemmtilegri samvinnu fólks í erfiðri en skemmti- legri vinnu í stórkostlegu umhverfi verður söm og vanalega og eins gleðin yfir því að hitta aftur kindurnar sínar,“ svarar hún. „En það verður auðvitað skrýtið að fá ekki á svæðið allt það fólk og þann gleðskap sem alltaf fylgir þess- ari hátíð, réttarhelginni. Það verður auðvitað miklu færra fólk í lögréttinni og ekki hægt að láta ganga vasapela eða neftóbakshorn.  Svo verður ekkert rétt- arball, sem er nú vanalega ein aðalsam- koma ársins. Það er auðvitað hábölvað, en við verðum þá bara að syngja hærra og dansa meira á næsta ári!“ gun@frettabladid.is Ekkert réttarball í ár Sérstakar sóttvarnareglur hafa verið gefnar út í sambandi við göngur og réttir. Bændur þurfa að kynna sér þær og það hefur Heiða fjalldalabóndi á Ljótarstöðum gert. „Við verðum bara að dansa meira og syngja hærra á næsta ári,“ segir Heiða Guðný sem heldur í hundinn Fífil. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Merkisatburðir 1945 Hafin er bygging húss fyrir Þjóðminjasafn við Hring- braut – „morgungjöf lýðveldisins til þjóðarinnar“. 1948 Baldur Möller er skákmeistari Norðurlanda, fyrstur Íslendinga. 1971 Kirkjan á Breiðabólstað á Skógarströnd verður eldi að bráð og á sama tíma kviknar í bíl sóknarprestsins. 1992 Kvikmyndin Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur er frumsýnd. Hún fjallar um strand franska rannsóknaskipsins Pourquoi pas? 1993 Listasafnið á Akureyri tekur til starfa. 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.