Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 83

Fréttablaðið - 29.08.2020, Side 83
Fólkinu hér hefur alltaf þótt vænt um tónlistarskólann sinn, sem betur fer, því það sem gerir samfélög lífvænleg og eftir- sóknarverð er andlegt fóður í háum gæðaflokki. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Marteinsdóttir hárgreiðslumeistari, lést laugardaginn 15. ágúst á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðarförin fór fram í kyrrþey 24. ágúst með nánustu ættingjum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk V-4 á hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Guðríður Guðjónsdóttir Vilborg Linda Indriðadóttir Jón Þór Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, unnusta og systir, Ágústa Erla Þorvaldsdóttir Hörgsholti 23a lést á Landspítalanum þann 23. ágúst. Hún verður jarðsungin 2. september frá Lindakirku. Vegna aðstæðna verða fjöldatakmarkanir í kirkjunni en athöfninni verður streymt https://www.facebook.com/groups/AgustaErla Ingibjörg Þórarinsdóttir Þorvaldur Kjartansson John M. Doak Reynir Þorvaldsson Linda Þorvaldsdóttir Leifur Þór Þorvaldsson Elsku besta mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Aðalheiður Sigurjónsdóttir Lalla lést miðvikudaginn 19. ágúst á Landspítalanum Hringbraut. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 1. september kl. 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu ættingar viðstaddir athöfnina en henni verður streymt á youtu.be/q46Y2cM0ej8 Guðrún Kristín Antonsdóttir Margrét Gísladóttir Haukur Halldórsson Grettir Gíslason Sigríður Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Magnús Guðmundsson fæddur 29. 08. 1930, leikari, vélsmiður, kennari og ljóðasjóður, lést 4. ágúst á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Útförin hefur farið fram í kyrrþey í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Þökkum sýndan samhug. Jóhann, Gunnlaugur Axel, Heiða, Júlíana Rannveig, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku pabbi okkar, afi og bróðir, Stefán Richter Gunnlaugsson lést 10. mars sl. á hjartadeild Karlskrona í Svíþjóð. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju, miðvikudaginn 2. september kl. 15. Ástvinir. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur Kirkjuvegi 11, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar og D-deildar HSS. Drífa Maríusdóttir Guðni Jóhann Maríusson Guðrún Guðmundsdóttir Jón Þór Maríusson Marta Sigurðardóttir Alba Lucia Alvarez barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Jón Einarsson, (Nonni) Laugarbraut 8, Akranesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 23. ágúst sl. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 3. september kl. 13.00. Athöfninni verður streymt á www.akraneskirkja.is. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök HVE. Einar Jónsson Guðrún Kristín Guðmundsdóttir Gyða Einarsdóttir Guðjón Skúli Jónsson Einar Karl Einarsson Kristrún Bára Guðjónsdóttir Elvar Logi Guðjónsson Hugrún Helga Guðjónsdóttir Ástkær eiginkona mín, Þóra Hallgrímsson lést á Landspítalanum 27. ágúst. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björgólfur Guðmundsson Starfið leggst mjög vel í mig, segir Bergþór Pálsson söngvari um hið nýja embætti sitt sem skóla-stjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. „Það er auðvitað heilmikið nám að byrja í svona starfi, ýmis kerfi sem maður þarf að læra á og til að byrja með fer mikill tími í skriffinnsku og útreikninga. Við skiptum því á milli okkar, ég og aðstoðarskólastjórinn, hún Sigrún Pálmadóttir söngkona, og svo gerum við margt saman. Stundum er ekki hægt að gera eitthvað einn. Eins er ég með frábæran ritara, Fanneyju Rakel Árnadóttur, sem er mín hægri hönd. Ég leita til þeirra beggja.“ Bergþór setti skólann í byrjun vik- unnar. Hann segir nemendur eitthvað á þriðja hundrað. „Þetta er stór skóli, það eru útibú á Suðureyri, Flateyri og Þing- eyri, þangað mun ég fara að fylgjast með og hlusta á tónleika og klappa.“ Þó Bergþór reki ekki ættir sínar vest- ur á firði hefur honum alltaf liðið þar vel, að eigin sögn. „Mér finnst ég eiga heima hér og finn kraft frá fjöllunum sem ég held að sé ein ástæða þess að hér býr dugmikið fólk. Það er reisn yfir bæj- arbragnum og menningarlegur andi yfir öllu. Fólkinu hér hefur alltaf þótt vænt um tónlistarskólann sinn, sem betur fer, því það sem gerir samfélög lífvæn- leg og eftirsóknarverð er andlegt fóður í háum gæðaflokki, til að öllum líði vel í hjartanu. Þess vegna er góður tónlistar- skóli svo mikilvægur, því tónlistin er eitt af því sem færir okkur kraft og gleði og innihald í lífið. Þetta vita Vestfirðingar.“ Búið var að ráða f lesta kennara við skólann áður en Bergþór kom. „Ég réði einn,“ segir hann. „Það er brilljant ungur maður, Pétur Ernir Svavarsson píanó- leikari, sem kemur einu sinni í mánuði til að þjálfa söngnemendur. Hann er einn af þeim snillingum sem hafa vaxið hér upp og er fyrrverandi nemandi í skólanum, það finnst mér gaman. Von- andi fæ ég f leiri fyrrverandi nemendur til að hafa Master Class-námskeið.“ Býst Bergþór við að breyta línum sem fyrirrennarar hans lögðu? „Nei, ég vil nú ekki halda því fram, starfið hefur verið í mjög góðu horfi, en ég er með ýmsar hugmyndir sem ég sé til hvort ég kem í framkvæmd, hugsa að ég geri það þegar fer að hægjast á skriffinnskunni. Mig dreymir um margt skemmtilegt.“ Eiginmaðurinn, Albert Eiríksson matarbloggari, f lytur líka vestur, að sögn Bergþórs. „Við erum að komast í bráðabirgða- húsnæði niðri á Eyrinni, með yndislegu útsýni, en það er húsnæðisekla og fólk er svo vingjarnlegt að hafa áhyggjur af því, það heilsar okkur á götunum og spyr hvort við séum búnir að finna íbúð. Albert er náttúrlega í verkefnum hér og þar, eins og hann hefur alltaf verið, og f lögrar á milli. Hann sér líka um húsið sem við keyptum í sumar rétt áður en ég réði mig. Það var alveg óvart! En ég grennist þegar Albert er fyrir sunnan, það er eini kosturinn við að hann sé í burtu!“ gun@frettabladid.is Finn kraft frá fjöllunum Söngvarinn Bergþór Pálsson setti Tónlistarskóla Ísafjarðar nýverið, í fyrsta sinn sem skólastjóri. Hann segir hið tignarlega hús við Austurveg 11 nú óma af tónlist. Bergþór sagði meðal annars við setningu Tónlistarskóla Ísafjarðar að eldmóður og bjartsýni Jónasar Tómassonar, stofnanda hans fyrir 72 árum, væri núverandi starfsfólki hvatning til góðra verka. MYND/ALBERT EIRÍKSSON T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31L A U G A R D A G U R 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.