Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 98

Fréttablaðið - 29.08.2020, Síða 98
demantshringurinn.is Menningarminjar og náttúruperlur á Norðurlandi Pabbi Aniku Baldurs-dóttur var og er mikill veiðimaður. Þegar hún sjálf var yngri hafði hún lítinn áhuga á veiði-mennsku, skildi hana hvorki né hafði þolinmæði í sportið. „Ég man svo vel eftir fyrstu veiði- ferðinni minni. Ég svaf mest allan tímann á klappstól fyrir framan vatnið eða var alveg að deyja úr leiðindum. Ég kem úr fótboltanum og þar er auðvitað svo mikill hraði. Þetta var of rólegt sport fyrir minn smekk. En það hefur nú margt breyst síðan þá, í dag er fátt sem toppar að vera úti í ánni og kyrrð- inni þar sem tíminn, kvíði og önnur vandamál lífsins gleymast, svona allavega rétt á meðan á ferðinni stendur,“ segir Anika og hlær. Fékk Maríulaxinn Hún segir mikið dýrmæti fólgið í því að fá að vera úti í náttúrunni, labba á milli veiðistaða, spá í strauminn og hvar fiskurinn ligg- ur. Félagsskapurinn, umhverfið og friðurinn. „Ég tala nú ekki um veiði- klæðnaðinn, vildi að ég gæti alltaf klæðst vöðlujakkanum og „neop- rene“ vöðlunum mínum. Spurning hvort ég fari ekki bara að gera það, þar sem ég er eintóm brussa og það yrði hentugt að vera bara í fötum sem mega blotna,“ segir Anika, sem starfaði áður sem stílisti og aðstoðartískuritstjóri hjá Glamour á Íslandi. Hún segir að áhuginn hafi virki- lega kviknað þegar hún fékk Maríu- laxinn í Elliðaárdalnum. „Það var árið 2014 og á veiðiflug- una Dimmblá. Dimmblá-nafnið sat líka svo fast í mér, mér fannst það svo fallegt. Skömmu síðar varð ég ólétt af stelpu og hún fékk þá auð- vitað nafnið Dimmblá.“ Málað með stöng Þegar Anika var að fara að vinna í útskriftarverkefni sínu í myndlist í Listaháskólanum var alltaf eitthvað sem dró hana að veiðinni. Hana langaði að tengja listina við þessa menningu og upplifun sem tengist veiðum. „Ég var búin að vinna tvö verk áður tengd veiði. Eitt þar sem ég notaði stöngina sem pensil, var að kasta á striga fyrir utan Lækna- minjasafnið á Seltjarnarnesi, en í stað flugu á endanum var svampur sem ég dýfði í málningu alltaf fyrir kast. Hitt verkið var einkasýningin mín á þriðja ári, hún hét DELTA – ástarsamband veiðimanns og fisks úr Villingavatnsárós. Þar var veiðin sett í samhengi við ástina og lífið, þar sem ég notaði textabrot úr laginu Tvær stjörnur með Megasi til að segja ástarsögu. Textabrotin voru samtal milli fisksins og veiðimanns- ins,“ segir hún. Aniku fannst handskrifuðu veiði- bækurnar einstaklega áhugaverðar. „Þetta eru sem sagt bækur sem til- heyra hverri á og hverju veiðihúsi, þar sem af linn er skrifaður niður, stærðin á fisknum, á hvaða f lugu hann var veiddur á, nafn á veiði- manni og veiðistað eða hyl í ánni. Ég fattaði að þessi heimur er í raun tungumál innan tungumálsins, það er að segja tungutak veiðimanna.“ Verkin nú í veiðihúsinu Fyrst stefndi Anika á að safna veiði- bókum frá ám víðs vegar um landið og gera þær opinberar, „Síðan tók ég þá ákvörðun að ein- beita mér að Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Ferlið hófst í raun allt á því að ég hafði samband við góðan mann sem er kallaður Palli straumur og fékk leyfi til þess að fara í veiðihúsið við Straumfjarðará. Ég fékk aðgang að ánni og leyfi til þess að fara í gegn- um veiðibækur og fundagerðarskrár allt frá árinu 1948. Það var algjörlega magnað. Ég byrjaði að fara í febrúar en þá var snjór yfir öllu, en ég fékk tilfinninguna fyrir svæðinu. Áin var líka svo falleg. Öll hvít en samt heyrðust öll lætin undir niðri.“ Anika segir það hafi verið ein- stakt að fá að upplifa það hvernig áin breyttist með tímanum. „Í síðustu vettvangsferðinni gekk ég niður alla ána í vöðlum og vöðlu- jakka með penna og skissubók í hendi í stað veiðistangar. Þá var ég búin að velja 12 nefnda veiðistaði af 27. Þegar ég gekk niður ána myndaði ég samtal mitt við hana. Skemmti- legt er að segja frá því að verkin hanga nú í veiðihúsi Straumfjarð- arár,“ segir Anika. Fyrir útskriftarverkið var Anika búin að sækja um styrk frá Rannís. „Mig langaði að rannsaka og skoða það hvernig staður sem þessi er til bæði sem raunverulegur staður í náttúrunni, en á sama tíma hluti af ímyndun, ljóðrænu og skáldskap. Ég var svo lánsöm að hljóta hann og fá annað tækifæri til þess að kafa lengra með Straumfjarðará.“ Kortleggur á annan hátt Á fimmtudaginn var því sýningin MENDA II í Núllinu Gallerý opnuð. Hún er áframhald af útskriftarsýn- ingu Aniku, niðurstaðan er önnur. „Í þessari sýningu er ég að gera til- raun til að sjá með augum fisksins, hvernig hann skynjar umhverfi sitt, hljóð og liti. Nú kortlegg ég Straum- fjarðará og veiðistaðina á annan hátt en í útskriftarsýningunni. Ég er að nota plexikassa og hver kassi táknar ákveðinn veiðistað í ánni, út frá formum og litum. Svo fékk ég vin minn, Thomas Stankiewicz, til þess að semja tónverk, út frá skissum og hljóðupptökum sem ég hafði tekið upp í vatninu.“ Tónverkið setur svip á rýmið þannig að maður upplifir það eins og maður sé langt í dýpinu. „Þar sem fiskurinn liggur þegar það er bjart. Fiskurinn sér öfugt við mannfólkið, þetta er kenning sem ég heyrði. Þegar við, mannfólkið, erum í birtu er dimmt hjá laxinum. En hvað veit ég svo sem?“ segir Anika hlæjandi. „En sá sem sagði mér þetta er mikill sérfræðingur um veiði og hann var svo fallegur að hann bjó sérstaklega til f lugu fyrir sýning- una, MENDA-flugu. Ég fæ vonandi lax á hana næsta sumar,“ bætir hún við. steingerdur@frettabladid.is Skírði dótturina eftir veiðiflugu Listakonan Anika Baldursdóttir útskrifaðist í vor úr Listaháskóla Íslands. Útskriftarsýning hennar tók á veiði- menningu og þá sérstaklega í Straumfjarðará. Á fimmtudaginn opnaði hún framhaldssýningu í Núllinu Gallerý. Sýningin er í Núllinu Gallerý við Bankastrætið. Hún er framhald af útskriftarsýningu Aniku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Anika fékk aðgang að veiðibókum allt frá árinu 1948. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI 2 9 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R46 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.