Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 2
Er allt að verða vitlaust? Mikið djöfull eru allir fljótir að tapa sér yfir smáhlutum. Íslending- ar eru stórfurðulegir þegar kemur að því að velja sér til- efni til að frussa út úr sér 7up Free-inu af hneykslun. Eftir líka ógeðslega leiðinlegt sum- ar þar sem var bara nánast ekkert að frétta nema skæð kvefpest sem allir skjálfa á beinunum yfir, þá byrjar haustið með trompi. Trans Jesú, opinber druslusmánun og annar tittlingaskítur. Svarthöfði ætlar að byrja á trans Jesú. Þjóðkirkjan, sem hefur barist við að halda stöðu sinni í þessu heiðingja- samfélagi sem við búum í, líkt og Sisyfos barðist við að velta steini upp fjall, ákvað að koma þeim skilaboðum á framfæri að kirkjan sé fyrir alla. Sunnudagaskólinn var auglýstur með litríkri mynd sem sýndi börn úr ólíkum bakgrunni í öllum litum koma saman til að fagna Jesú – sem var skeggjaður, brjóstgóður og kátur. Hinir þröngsýnu og íhalds- sömu voru fljótir að koma sér í skotgrafirnar. Jesús með brjóst? Hvað næst – Guð sjálfur með psoriasis? Þetta mátti ekki viðgangast. Ekki nóg með að það eigi að inn- ræta börnunum að kirkjan sé fyrir alls konar fólk og Jesús sé líka alls konar, heldur var þessu guðlasti klínt utan á strætó. Svarthöfða þykir hæpið að þeir sem hæst hafa gargað yfir þessari hneisu hafi nokkru sinni ferðast með strætó. Líklega fara sömu að- ilar aldrei út úr reykmettaðri íbúð sinni þar sem þeir hám- borða Prince Póló á meðan þeir fá útrás fyrir heilaga reiði sína á mylsnumettuðu lyklaborðinu til að predika að það sé heilagur sannleikur að Jesús hafi verið flatbrjósta með munaðarfull bringuhár og six-pack. Svo voru það ungu kon- urnar sem fengu tækifæri til að eiga kvöldstund með ungstirnum úr enska lands- liðinu. Svarthöfði er hvorki Jesús með brjóst né ung kona en hann hefði hiklaust gengið að tækifærinu að hitta fyrir vonarstjörnur Englendinga. Það hefði getað orðið ágætis kvöldstund. Við hefðum feng- ið okkur bjór og spilað veiði- mann. Drengirnir brutu þó sótt- varnalög er þeir tóku á móti gestum sínum. En treystum almenningi til að gleyma því á þremur sekúndum og byrja þess í stað að gagnrýna ungar konur fyrir að haga sér eins og ungar konur. Eigum við ekki næst að garga á endurn- ar á Tjörninni fyrir að borða brauð sem í þær er hent? Nei, í alvöru sko. Að sjá fullorðið fólk, sem kemur jafnvel fram undir nafni, gagnrýna ungar kon- ur og trans útgáfu af frelsar- anum, er galið árið 2020. Svarthöfði veitir því einnig eftirtekt að fólkið sem hefur sig mest í frammi og er orð- ljótast í athugasemdum, er komið yfir fertugt. Það er nú mikið sagt ef vandræðaungl- ingarnir eru stilltari en full- orðna fólkið í opinberri um- ræðu. Trans Jesú gæti kennt ykkur ýmislegt um náunga- kærleikann. Því ekki hefur foreldrum ykkar tekist það, og tekst varla úr þessu. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Að deyja úr skömm É g er nokkuð vel gefin, með tvær há- skólagráður og er almennt bara fær um að vera til friðs – svona almennt. Dett stundum í dólginn en það gefur lífinu lit. Það gerist á bestu bæjum – jafnvel á vesturbænum, eins og lítið skott sem ég þekki segir þegar hún gerir eitthvað af sér. Mikið hefur farið fyrir umræðum um dómgreindar- bresti og skömm ýmiss konar. Drusluskömm, skömm fyrir að vera kona, skömm fyrir að vera ung, skömm fyrir að vita ekki hvað meðlimir enska landsliðsins heita. Já bara skammist ykkar. Skamm fyrir alls konar! Ég hef oft verið skömmuð. Stundum af ástæðu en oft bara „af því“ bara. Ég hef verið skömmuð af ókunn- ugri konu fyrir að drekka kaffi á meðan ég var ólétt. Skömmuð fyrir að segja hvað mér finnst, fyrir að finnast eitthvað annað en hinum, fyrir að vera í of háum hælum, fyrir metnað, fyrir metnaðarleysi, fyrir útlit og ég hef verið skömmuð fyrir að vera skömmuð. „Ekki láta vaða svona yfir þig.“ Skamm! Í liðinni viku fengu tvær ungar kon- ur margar tilefnislausar skammir. Þær svöruðu fyrir sig fullum hálsi enda ekki ástæða til annars. Þær höfðu ekkert rangt gert. Ég verð þó að viðurkenna að mér fannst íslenskir fjölmiðlar ekki missa sig í „fávitaskap“ heldur fjalla um málið á þeim forsendum sem það var; brot manna sem komu til lands- ins á undanþágu á sóttvarna- lögum á mjög viðkvæmum tímum. Ekki var verið að hnýta í konurnar eða tala þær niður. Almenningur hins vegar tók það að sér að úthrópa tvær einhleypar kon- ur fyrir kvöldheimsókn. DV lokaði fyrir athuga- semdakerfið á allar fréttir tengdar málinu, eftir að hafa fylgst með athugasemdum, og eytt þeim og „bannað“ einstakl- inga í athugasemdakerfinu til að byrja með. Það er alveg galið hvað fólk skrifar undir nafni og mynd. Og nú er ég til í að henda í SKAMM. Skammist ykkar að úthrópa fólk gegnum lyklaborðið. Hella yfir það mannskemmandi fúkyrðum og viðbjóði – af því bara! Sálarlíf fólks er ekki leikur sem hægt er að spila þar til gerandinn fær nóg, slekkur á, og fer að sofa. Löngu eftir að gerandinn er búinn að fá nóg rúllar skömmin og skítkastið í huga þess sem verður fyrir aðkastinu. Athugasemdirnar hrúgast upp í heilt fjall af viðbjóði sem kroppar í heimsmynd sem áður var skýr. Sjálfs- mynd sem áður gekk upp. Það tók Monicu Lewinsky 20 ár að skila skömminni og verja sjálfa sig eftir að upp komst um samband hennar og Bills Clinton. Hún flutti inn til móður sinnar sem sat yfir henni á kvöldin og bað hana að hafa bað- herbergishurðina opna þegar hún færi í sturtu af ótta við að hún myndi skaða sig ef hún fengi næði til þess. Það var rétt hugsað hjá móður hennar, því Lewinsky játaði síðar að skömmin hefði nánast kostað hana lífið. Það var samkennd fjölskyldu hennar og vina – og jafn- vel ókunnugra sem hélt í henni lífinu. Skömm þrífst nefnilega ekki í samkennd. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Monica Lewinsky er ötul talskona gegn einelti. MYND/TED TALKS Þóra Sigurðardóttir ritstjóri Matarvefs mbl.is deilir hér með okkur sínum uppáhalds 5 eldhústækjum. Þóra er gift matreiðslumanninum Völ- undi Snæ svo það er ljóst að það er ekki keypt hvað sem er í þeirra eldhús. 1 Poppvélin Ég rændi henni af stálpuðum guðsyni mínum. Ég elska popp og með poppvélinni eru brunaslys úr sögunni og ég poppa eins og vindurinn. 2 Sprullarinn Hann heitir það pottþétt ekki en er alltaf kallaður það á mínu heimili. Með þessu undratæki er allt kaffi á heimilinu smjörþeytt, kakó blandað og rjómi í neyslu- skömmtum þeyttur. Minn var gjöf frá tengdamömmu sem er hagsýnni en flestir og keypti hann notaðan á ein- hverjum markaði. 3 Ankarsrum hrærivélin Langbesta hrærivél í heimi. Hún er svo öflug, frábær og falleg að allar aðrar hræri- vélar mega skammast sín. 4 Eldhúshnífarnir Eitt það sem fólk klikkar hvað helst á í eldamennsku er að fjárfesta í góðum hnífum. Þú þarft bara einn alvöru hníf en ég á allt frá kínverskri kjötöxi niður í örsmáan forláta japanskan grænmetishníf. 5 Samlokugrillið mitt Foreldrar mínir eiga sam- lokugrill sem á engan sinn líka og ég er alin upp á dýrindis samlokum sem að sumum finnast reyndar ekkert sérlega lystugar. Ég fjárfesti loksins í einu slíku grilli og vil meina að lífið sé enn þá skemmtilegra fyrir vikið. 5 UPPÁHALDS 2 EYJAN 11. SEPTEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.