Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 26
26 FÓKUS 11. SEPTEMBER 2020 DV Hér kynnist fólk Stærsta spilaverslun landsins hefur nú opnað kaffihús þar sem öl í krús og slagur á borði geta orðið upphafið að nýrri vináttu, en opin spilakvöld njóta mikilla vinsælda. Pítsa og pakk er góð kvöldstund. Eigendur spilavina sáu tækifæri á markaðnum og opnuðu kaffihús í verslun sinni. MYNDIR/ANTON BRINK Hér er ekkert gefið eftir og einbeitingin í botni. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is E igendur Spilavina, vin-konurnar Svanhildur Eva Stefánsdóttir og Linda Rós Ragnarsdóttir, stofnuðu verslunina árið 2007, rétt áður en kreppan skall á. Það á því vel við að þær stofni næsta anga af starfseminni í miðjum faraldri. Nýlega opn- uðu þær kaffihúsið Spilakaffi í versluninni í Skeifunni ásamt Eðvarði Arnóri Sigurðarsyni og Þorláki Lúðvíkssyni, en þar getur fólk fengið sér kaffi- bolla, kruðerí, mat og bjór á meðan það spilar. „Við vorum bara búin að ákveða þetta fyrir löngu. Kaffihús og Spilavinir er svo fullkomið samband. Þetta er búið að vera í vinnslu í langan tíma og núna erum við loks búin að opna,“ segir Þorlákur. Lífið heldur áfram „Leyfin komu akkúrat í miðjum faraldrinum, við vor- um búin að sækja um þetta fyrir COVID og þá vorum við náttúrulega ekkert að fara að láta það stoppa okkur. Jú, það er faraldur í gangi en lífið heldur áfram, við verðum að halda áfram,“ segir Svan- hildur og bendir á mikilvægi þess að fólk eyði tíma saman. „Við vildum ekki gefast upp og sleppa því að opna vegna faraldursins, heldur vildum við frekar breyta vinnureglum og haga okkur öðruvísi. Það er eitthvað sem við erum góð í að gera, við erum góð í að laga okkur að aðstæðunum.“ Eitthvað sem marga vantar Svanhildur segir að í Spila- vinum hafi alltaf verið hlustað á óskir viðskiptavina versl- unarinnar. Þaðan kom bæði hugmyndin og einnig þrýst- ingurinn á að opna kaffihús í versluninni. „Það að hafa pláss til að hitta vini sína og spila — það hafa ekki allir aðstöðu til að bjóða heim til sín — og geta jafnvel fengið sér eitthvað með því, veitingar, bjór eða kaffi, er eitthvað sem mörgum vant- ar,“ segir Þorlákur. Einnig er vinsælt að halda barnaafmæli á staðnum, en á neðri hæðinni er hálfgerð ævintýraveröld fyrir spilakát börn. Á kaffihúsinu er boðið upp á afar heimilislegt umhverfi og er spilasvæðinu á neðri hæðinni skipt í nokkrar stofur. „Þegar maður situr í stofunni líður manni frekar eins og maður sé staddur í heimsókn hjá einhverjum, frekar en inni í verslun eða á kaffihúsi,“ sagði gestur á staðnum þegar DV bar að garði. Margir mismunandi hópar hafa haft samband við Spila- kaffi og fengið að koma. „Role play-hópar, vinkonu- hópar, starfsmannahópar og prjónahópar hafa verið að koma til okkar. Þetta er góður vettvangur til að vera út af fyrir sig í stofu saman,“ segir Svanhildur og hvetur hópa af öllu tagi að heyra í þeim og koma til þeirra. að spila og fá léttar veitingar. Þá er líka hægt að fá aðstoð við spilið, kannski vantar bara dómara og ég kem oft á borðin til að skera úr um hvað er rétt og hvað er rangt í spilinu.“ Margir viðburðir fram undan Á döfinni er að halda viðburði á kaffihúsinu. „COVID hafði talsverð áhrif á það hvernig maður getur haldið viðburði. Við höfum þó verið að finna leiðir til þess að vinna með þeim reglum sem sóttvarna- læknir setur og hanna og hugsa spilaviðburði innan þess,“ segir Þorlákur. „Það eru margir viðburðir fram undan hjá okkur, það eru þemaspilakvöld, tveggja manna spilakvöld, PubQuiz í alls konar flokkum, svo mun- um við halda mót og halda kennslu í spilunum fyrir mót- ið,“ segir Svanhildur en þess má geta að undanfarin ár hefur Íslandsmeistaramótið í Carcassonne verið haldið á vegum Spilavina. Sigurvegari mótsins fær síðan keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í spil- inu. n Ég kem oft á borðin til að skera úr um hvað er rétt og hvað er rangt í spilinu. Eitt stærsta spilasafn landsins og gott bjórúrval Það sem Spilakaffi hefur upp á að bjóða, annað en veitingar og drykki, er aðgangur að einu stærsta spilasafni lands- ins. „Fyrir suma er það mikill kostnaður að kaupa sér stórt spil og hérna gefst fólki kost- ur á að spila spilin, án þess að kaupa þau.“ Spilakaffi býður þó ekki aðeins upp á mikið úrval af spilum, úrvalið af bjór er ekki síðra. „Við erum nördar og vildum vera með bjóra frá litlum brugghúsum. Þess vegna erum við líka með spennandi úrval af góðum ís- lenskum bjórum.“ Spilavinir hafa haldið opin spilakvöld í versluninni und- anfarin 13 ár. „Hér kynnist fólk sem deilir sama áhuga- máli. Það myndast ákveðin menning og stemning í kring- um það. Fólk getur komið hingað einsamalt og hitt aðra sem hafa sama áhugamál. Það hefur mikill vinskapur myndast hér og spilahópar orðið til.“ Spilakvöldin hafa verið haldin reglulega en þó hefur alltaf liðið einhver tími á milli, vika eða tvær. Með opnuninni á Spilakaffi getur fólk hist og spilað saman alla daga vikunnar. „Það er hægt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.