Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11DV 11. SEPTEMBER 2020 hærri en í meðalári. Vigfús segir mikilvægt að hafa í huga að ekki sé hægt að gefa sér að það sé tengt faraldr- inum. „Það er virkilega sorg- legt hversu margir falla á hverju ári vegna sjálfsvíga. Sú breyting sem ég hef tekið eftir nýlega í mínu starfi er hversu margir hafa verið að deyja vegna ofskammta. Það er stærsta breytingin sem ég hef tekið eftir. Margir hafa fundið fyrir óöryggi og ótta á þessum tímum. Ég vona að okkur beri gæfa til að þróa samfélag þar sem við munum eftir þeim sem minna mega sín og veitum þeim þá hjálp sem þau þurfa.“ Sem sjúkrahússprestur er Vigfús oft með fólki á erfið- ustu stundum lífsins. Hann segir ótímabær dauðsföll vera það sem mest reyni á hann. „Mér hefur alltaf fund- ist erfitt að horfa upp á þessi skyndilegu dauðsföll, þar sem ungt fólk er jafnvel að falla frá börnum. Það eru ýmis mynd- brot í kollinum sem maður geymir með sjálfum sér og eiga eflaust alltaf eftir að fylgja manni.“ Hvernig útskýrir maður það fyrir ungum börnum þegar foreldri þeirra deyr skyndilega? „Maður getur aldrei útskýrt það, enda reynir maður það aldrei. Mikilvægt er að hefja fljótt þá vinnu að miðla öryggi til barnanna og láta þau vita að það verði allt í lagi með þau, þrátt fyrir allt. Þetta er stórt áfall fyrir börn og þau spyrja sig: Hvað verður um mig? Fagvinnan á að snúast um að barnið upplifi að það verði að því gætt. Hluti af því er að virkja fólkið í kringum barnið til að taka þátt í þessu sam- tali, svo sem eftirlifandi for- eldri. Þetta eru mikilvægari skilaboð til barna á þessum tímum heldur en að fara út í flóknari útskýringar, og þetta þarf að endurtaka aftur og aftur. Þau þurfa að vita að þau eru örugg.“ Reynir að vera eðlilegur Það er ákveðinn undirbúning- ur sem fylgir því að vera til staðar fyrir fólk þegar sárs- aukinn er sem mestur. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að setja mig í þær stellingar að ég er ekki að fara að taka pláss eða yfirgnæfa neinn. Maður er að koma inn til að reyna að miðla öryggi og ró, og reynir eftir fremsta megni að tryggja að fólk sem hefur lent í skelfi- legum áföllum, upplifi ein- hvers konar stjórn í óstjórn- inni. Ég reyni að hjálpa fólki að virkja þau tengsl sem það vill hafa með sér í aðstæðun- um, hjálpa fólki að tala saman og hjálpa fólki að heyra. Alltaf á forsendum þessa fólks. Allt- af. Maður er ekki kominn til að flytja ótímabærar útskýringar á þjáningu eða flytja einhver slagorð inn í aðstæður, því kannski er maður að koma inn í aðstæður þar sem fólk getur varla lifað af. Ég held að fagmennskan snúist um að reyna að vera sem eðlilegust manneskja og ekki þykjast vera annað en maður er. Ég held að það hjálpi fólki best að sjá það og heyra í því. Kornungur vinur minn sem var með langt genginn sjúkdóm skammaði stundum okkur heilbrigðis- starfsfólkið því honum fannst við vera svo alvarleg í kring um hann. Hann sagði: Hvað er þetta með ykkur – getið þið ekki bara verið eðlileg? Þetta er mér dýrmæt minning og ég minni mig oft á þennan unga pilt. Kannski er undir- búningurinn fólginn í því að maður reynir að minnka sig, á þann hátt að muna að maður er kominn til að vera til stað- ar en ekki taka yfir. Í sumum aðstæðum finn ég fyrir sorg og ótta og þá er mikilvægt að gangast við því.“ Ertu stundum kvíðinn áður en þú gengur inn í þessar erfiðu aðstæður? „Það hefur oft komið fyrir. En sá kvíði víkur yfirleitt þegar maður er kominn inn í aðstæðurnar. Maður er að verða vitni að aðstæðum þar sem fólk er að upplifa slíkt að maður getur ekki einu sinni hugsað það til enda að vera sjálfur á þessum stað. Það víkur allt fyrir því hvernig maður getur lagt eitt- hvað gott til.“ Einangrun getur brotið manns- andann niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.