Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 24
24 FÓKUS 11. SEPTEMBER 2020 DV Bestu vinir fræga fólksins Það er sagt að hundurinn sé besti vinur mannsins. Samfélag hundaeigenda á Íslandi er stórt og er fræga fólkið ekki undanskilið. Franskur bolabítur virðist vera vinsæl tegund meðal stjarnanna. TANJA ÝR OG EGILL HALLDÓRSSON Áhrifavaldaparið og frumkvöðlarnir Tanja Ýr Ástþórs- dóttir og Egill Halldórsson eiga Chihuahua-hundinn Bellu sem er aðeins komin á aldur. Hún fær að ferðast með parinu um landið og fregnir herma að hún sé al- gjör dekurrófa. JÓN GNARR Grínistinn og fyrrum borgarastjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, er mikill hunda- vinur. Jón átti lengi vel hundinn Tobba af Terrier-kyni sem vinur hans og samgrínari Sigurjón Kjartans hugsaði um þegar Jón bjó tímabundið í Bandaríkjunum. Þegar Jón kom heim voru Sigurjón og Tobbi orðnir svo miklir mátar að Sigurjón fékk að eiga Tobba. Í dag á Jón hundinn Klaka. GÍSLI MARTEINN Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson á Gol- den Retriver sem fékk nafnið Tinni, í höfuðið á teikni- myndapersónuninni og rannsóknarblaðamanninum Tinna. Hundurinn Tinni er með sína eigin Twitter-síðu og tæplega 650 fylgjendur. SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR Söngkonan fékk sér hund af tegundinni Pug í febrúar 2019. Hundurinn fékk nafnið Sósa og er eins og hálfs árs gömul. Nafnið passar vel við Sósu, en hún elskar kokteilsósur og pítsur. SÖLVI TRYGGVA Fyrr í vikunni greindi fjölmiðla- maðurinn Sölvi Tryggvason frá því að nýr fjölskyldumeðlimur væri mættur. „Algjört ofurkrútt og strax orðinn mikill gleðigjafi,“ sagði hann á Instagram. Sölvi greindi ekki frá nafni hvolpsins sem virðist vera af tegundinni French Bulldog. SARA SIGMUNDSDÓTTIR CrossFit-stjarnan Sara Sigmunds- dóttir fékk sér hund í byrjun júlí 2020. Krúttið fékk nafnið Moli Söruson og viðurkenndi Sara að hún væri orðin biluð hundakona. „Moli er stærsti, þyngsti og mesti klaufinn af fimm hvolpum sem hundur systur minnar eignaðist í miðri sóttkví […] Ég get með sanni sagt að ég hef aldrei elskað neinn eins mikið,“ sagði hún. DORRIT MOUSSAIEFF Það komst í heimspressuna þegar Dorrit tilkynnti komu hins nýja Sáms, sem er klónn af Sámi, gamla hundi hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Fráfall hins upphaflega Sáms tók mikið á Dorrit og ákváðu hjónin að leita óhefðbundinna leiða í leit að nýjum hundi. Þau höfðu samband við banda- ríska klónunarfyrirtækið ViaGen Pets og kom hinn nýi Sámur í heiminn í október 2019. Hann fékk nafnið Samson og kom loksins til Íslands í júlí 2020. GYLFI SIGURÐARSON OG ALEXANDRA HELGA ÍVARSDÓTTIR Hjónin hafa átt hundinn Koby frá árinu 2012. Þau halda árlega upp á af- mæli Koby með köku og öllu tilheyrandi. Hann er ekki skilinn útundan og það má sjá hann á brúðkaupsmyndum hjónanna. Hann flaug einnig með þeim í einkaþotu til Ítalíu eftir brúðkaupið. Koby er af tegundinni Cavalier. BIRGITTA LÍF Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifa- valdur og markaðsstjóri World Class, á hundinn Bellu af tegund- inni French Bulldog. Birgitta fékk Bellu í mars 2019 og hefur síðan þá verið dugleg að birta myndir af henni á Instagram. MYND/AÐSEND MYND/ANTON BRINK MYND/ANTON BRINK MYND/TWITTER MYND/INSTAGRAM @ALEXANDRAHELGA MYND/INSTAGRAM @BIRGITTALIF MYND/INSTAGRAM @SARASIGMUNDS MYND/INSTAGRAM @SOLVITRYGG MYND/INSTAGRAM @TANJAYRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.