Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 36
36 FÓKUS 11. SEPTEMBER 2020 DV Af hverju kannast ég svona við þau? Flestir kannast við að sjá sömu leikurunum bregða fyrir í hinu og þessu en þekkja þá ekki af nafni eða fyrri verkum. Oft eru sömu leikararnir að spretta upp hér og þar en virðast aldrei fá aðal- hlutverk. Hvaða fólk er þetta og hvað heitir það? MARGOT ROBBIE Margot heimsótti ófá heimili hérlendis á hverjum degi í áströlsku þátt- unum Nágrannar sem hafa verið sýndir hérlendis á Stöð 2 í áratugi, en fyrsti þátturinn var framleiddur 1985. Leikkonan kom fyrst fram í þáttunum 2008 og lék unglingsstúlkuna Donnu í þrjú ár. Fljótlega fór hún þó að gera það gott í Hollywood og er í dag afar eftirsótt og lék meðal annars á móti Leonardo DiCaprio í The Wolf of Wall Street og var tilnefnd til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn í I, Tonya. BARRY SHABAKA HENLEY Nafnið eitt og sér ætti að vera nóg til þess að fólk læri það utan að – en svo er ekki. Flestir kvikmynda- og sjónvarpsunnendur hafa séð þessum þaulreynda leikara bregða fyrir í hinum ýmsu hlutverkum en aldr- ei virðist hann fá annað en lítil aukahlutverk. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda sem leikstjórinn Mic- hael Mann leikstýrir en svo virðist sem þeir séu miklir vinir. Barry lék til dæmis í þáttunum Better Call Saul og kvikmyndunum Rush Hour, Collateral og The Terminal. ELIZABETH REASER Eitt fyrsta starf Elizabeth var í einni vinsælustu sjón- varpsseríu tíunda áratugarins, The Sopranos. Okkar kona lék reyndar bara í einum þætti en það opnaði á fleiri gestahlutverk í stórum þáttaröðum á borð við Law & Order: Criminal Intent, Grey’s Anatomy, True Detective, og Mad Men. Elizabeth hætti þó ekki þar og lék í stórmyndunum Twilight Saga og hinni geysi- vinsælu þáttaröð The Handmaid’s Tale. JENNIFER GREY Jennifer Grey skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk Baby Houseman í Dirty Dancing (1987) sem varð ein vinsælasta kvikmynd níunda ára- tugarins. Síðustu áratugi hefur Jennifer komið fram í gestahlutverki í þáttum eins og Friends og House M.D. En þú hefur kannski ekki kannast við hana vegna fegrunaraðgerðar sem hún gekkst undir á nefi. „Ég fór á skurðstofuna sem stjarna og var ómerkingur (e. no- body) þegar ég kom út,“ sagði Jennifer. CAROL POTTER Carol Potter er bandarísk leikkona og þekktust fyrir hlutverk sitt sem Cindy Walsh í Beverly Hills, 90210, móður Brendu og Brandon Walsh. Hún hefur komið fram í gestahlutverki í nokkrum þáttum síðan þá, eins og NYPD Blue, Crossing Jordan, Greek og Medium. GIOVANNI RIBISI Antonino Giovanni Ribisi hefur leikið í fjölda kvik- mynda svo sem Saving Private Rayan og Avatar, en hann hefur skrifað undir samning um að leika í fjölda framhaldsmynda um fagurbláu verurnar í Avatar. Þó Giovanni hafi leikið í mörgum stórmyndum eru fæstir sem þekkja nafn hans og líklega muna flestir eftir honum sem undarlega bróður Pheobe í gamanþátt- unum Friends. EDDIE KAYE THOMAS Eddie er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í American Pie-kvikmyndunum auk fjölda þáttaraða. Eddie er ekki sonur Mr. Bean, þó hann sé undarlega líkur honum. Edd ie byrjaði að leika sjö ára gamall og lék í sínu fyrsta Broadway-leikriti 12 ára. MYND/GETTY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.