Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 8
ÓVENJUMÖRG MORÐMÁL Í EINU Þrjú morðmál eru nú til meðferðar í íslenskum dómsölum og það fjórða er í rannsókn. Fórnarlömbin eru sex í málunum fjórum en tvö málanna eru meint heimilisofbeldi. Heimir Hannesson heimir@dv.is DV sagði frá því í vik­unni að Arturas Lei­montas hefði verið ákærður fyrir morð og að málinu hefði verið þinglýst í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæran yfir honum var birt honum í júní á þessu ári, en var fyrst birt opinberlega í liðinni viku. Arturas er fimm­ tugur Lithái og sá látni 57 ára gamall landi hans. Í ákærunni á hendur Arturasi kemur fram að hann hafi, 8. desember síð­ astliðinn, að Skyggnisbraut í Úlfarsársdal í Reykjavík, slegið landa sinn ítrekað og sparkað í hann. Samkvæmt ákærunni hefur Arturas not­ að þungt áhald í árásinni og í kjölfarið kastað honum fram af svölunum. Fallið niður var um 7 metrar á steypta stétt og lést fórnarlambið af áverkum sínum. Mál Arturasar er eitt þriggja morðmála sem er nú til meðferðar í dómsölum landsins. Óhugnanleg mál í samkomubanni Í júní var karlmaður á sex­ tugsaldri ákærður fyrir að bana sambýliskonu sinni í Sandgerði í lok mars. Málið vakti mikinn óhug enda var maðurinn ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að tilkynnt var um andlát sambýliskonu hans. Maður­ inn var dæmdur í gæsluvarð­ hald. Konan lést 28. mars og fór lögreglumaður á staðinn eins og venja er. Í fyrstu benti ekkert til þess að nokkuð sak­ næmt hefði átt sér stað, og staðfesti líkskoðun þá stað­ hæfingu lögreglumannsins. Það var ekki fyrr en 1. apríl, í kjölfar skoðunar réttarmeina­ fræðings, að grunur vaknaði um að maðurinn hefði átt þátt í andláti konunnar en skoðun réttarmeinafræðings leiddi í ljós áverka á hálsi hennar. Það mál er nú rekið í Héraðsdómi Reykjaness. Maður á þrítugsaldri er svo ákærður fyrir að hafa banað móður sinni í Hafnar­ firði í byrjun apríl. Málinu var þinglýst í byrjun júlí. Er maðurinn í ákærunni sagður hafa stungið móður sína í tví­ gang með hnífi. Í kjölfarið réðst hann að öðrum manni, skar hann í andlit og stakk í handlegg. Í sömu ákæru er ofsaakstur mannsins fyrir tveimur árum tekinn fyrir. Er hann þar sagður hafa ekið á 197 km hraða, með þrettán lögreglubíla á eftir sér. Málin í Sandgerði og Hafn­ arfirði þóttu sérstaklega óhugnanleg enda komu þau bæði upp í miðju samkomu­ banni og hafði þá umræða um aukna hættu á heimilisofbeldi skapast vegna þjóðfélags­ aðstæðnanna. Bræðraborgarstígsmálið Þann 25. júní barst lögreglu og slökkviliði tilkynning um bruna í íbúðarhúsi við Bræðra­ borgarstíg 1 á horni Vestur­ götu. Þrír létust í brunanum, einn lést við að stökkva út um glugga en hinir tveir inni í alelda húsinu. Nánast á sama tíma og fyrstu viðbragðsaðilar voru að mæta vegna brunans, var maður handtekinn við rússneska sendiráðið, þar sem hann lét ófriðlega. Sá maður var daginn eftir úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann situr enn. Ennþá hefur ákæra ekki verið gefin út, en áður hefur komið fram að grunur leikur á að hann hafi hellt bensíni á gólf jarðhæðar húss­ ins og lagt eld að. Þeir látnu voru allir pólskir ríkisborg­ arar. Málin óvenjumörg Að þrjú morðmál séu í gangi í dómskerfinu og enn eitt í rannsókn, er mjög óvenju­ legt á Íslandi. Hér á landi eru að meðaltali um tvö morð framin á ári og árin 1998, 2003, 2006 og 2008 voru engin morð framin. Fórnar­ lömbin í málunum fjórum sem nú eru til meðferðar eru sex talsins. Þrír Pólverjar, tveir Íslendingar og einn Lithái. Langalgengast er að þeir sem fundnir eru sekir um morð hljóti 16 ára dóm, þó dæmi séu um annað. Þannig hlaut til að mynda morðingi Birnu Brjánsdóttur 19 ára fangelsis­ dóm fyrir morðið á Birnu og alvarlegt fíkniefnabrot sem kom upp við morðrannsókn­ ina. Ef gengið er út frá því að mennirnir fjórir sem sæta nú ýmist morðákæru eða rann­ sókn fái allir 16 ára fangelsis­ dóm og reynslulausn á eðli­ legum tíma, má gera ráð fyrir að þeir muni dvelja samanlagt í 42 ár í fangelsum landsins. n Sex eru látnir í fjórum morðmálum. Málin vekja mikinn óhug. MYND/EYÞÓR Hryllingur blasti við 25. júní á Bræðra- borgarstíg þar sem þrír létust í húsbruna. MYND/SIGTRYGG- UR ARI Hér á landi eru að meðal tali um tvö morð framin á ári. 8 FRÉTTIR 4. SEPTEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.