Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Page 38
38 SPORT 433 11. SEPTEMBER 2020 DV KNATTSPYRNUSTJÖRNUR SEM KLÚÐRUÐU Í COVID Í vikunni greindi 433 frá því að landsliðsmennirnir tveir í enska landsliðinu, þeir Phil Foden og Mason Greenwood, hefðu boðið þeim Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal upp á hótelherbergi til sín. Fréttirnar vöktu heimsat- hygli, enda eru þeir Foden og Greenwood heimsfrægir, en þeir spila hvor með sínu stór- liðinu í Manchester-borg. Þeir félagar eru þó ekki þeir fyrstu til að koma sér í vandræði í COVID-faraldrinum. Sagði fólki að vera heima en fór sjálfur út Stjarna Aston Villa á síðasta tímabili, Jack Grealish, hvatti fólk til þess að halda sig heima vegna kórónuveirunnar í mars, en þá var útgöngubann í Bretlandi. Grealish var þó greinilega ekki að hlusta á sjálfan sig, þar sem hann fór sjálfur út daginn eftir. Ekki nóg með það að hann hafi brotið reglur útgöngu- bannsins þá klessti hann líka glæsilega Range Rover bifreið sína. Götublöðin á Englandi sögðu að Grealish hefði klesst á tvo kyrrstæða bíla eftir að hafa verið í gleðskap hjá Ross McCormack, fyrrum liðs- félaga sínum hjá Astona Villa. Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan hraunaði yfir Greal- ish á sjónvarpsstöðinni ITV eftir fréttirnar. „Hann var að gera rétt þangað til hann ákvað að heimsækja vini sína í gleðskap, hvað er hann að hugsa? Hvað varð um að vera skynsamur?“ sagði Piers Morgan. „Það hjálpar ekki ástandinu þegar stjarna í enskum fótbolta, brýtur regl- urnar. Hann er fyrirmynd, skammastu þín drengur.“ Grealish þurfti að horfast í augu við afleiðingar hegðunar sinnar. Hann baðst afsökunar á hegðun sinni á samfélags- miðlum sínum en afsökunar- beiðnin dugði þó ekki til ein og sér. Hann þurfti einnig að borga 150 þúsund pund í sekt til Aston Villa, en það eru rúmar 27 milljónir í íslensk- um krónum. Félagið sagði að öll sektin myndi renna til góð- gerðarmála. Bauð vændiskonum heim Kyle Walker, leikmaður enska landsliðsins og Manchester City, játaði í mars að hafa keypt þjónustu hjá vændis- konum á meðan útgöngubann var í gildi í Bretlandi. Regl- urnar voru skýrar um að ekki mætti bjóða fólki heim til sín, en Walker ákvað þrátt fyrir það að fá tvær vændis- konur heim til sín á þriðju- dagskvöldi. Walker borgaði þeim Louise McNamara og ónefndri brasilískri konu samtals 2.200 pund fyrir heimsóknina. Það eru rúm- lega 400 þúsund íslenskar krónur. Walker sá eftir þessu og sendi frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá þessu. „Ég vil biðjast afsökunar á þeim ákvörðunum sem ég tók í síðustu viku. Ég skil að í stöðu minni sem atvinnu- maður, þá ber ég ábyrgð og er fyrirmynd,“ sagði Walker í yfirlýsingunni. „Ég vil biðja fjölskyldu mína, vini, fótbolta- félagið mitt og alla afsökunar, á að hafa brugðist þeim.“ Svo virðist þó vera sem Wal- ker hafi ekki lært af þessum mistökum en snemma í maí braut hann aftur reglur út- göngubannsins, ekki bara einu sinni í þetta skiptið held- ur þrisvar sinnum á einum degi. Walker heimsótti systur sína, svo foreldra sína og loks fyrrverandi eiginkonu sína og börn. „Ég tel mig ekki hafa neinn annan kost en að tjá mig eftir frétt dagsins,“ sagði Walker eftir þetta. „Ég hef farið í gegnum erfiðasta kafla lífs míns undanfarið, ég tel að ég verði að tjá mig. Þetta hefur ekki bara áhrif á mig, þetta hefur áhrif á heilsu fjölskyldu minnar og barnanna minna. Ég fór á miðvikudag í heim- sókn til systur minnar með af- mæliskort, ég vildi líka ræða við aðila sem ég treysti. Hún faðmaði mig, hvað átti ég að gera? Ég fór svo til foreldra minna til að sækja mat. Þetta hefur verið erfitt fyrir þau. Hvað hafa þau gert til að vera birt í fjölmiðlum?“ Hélt risastórt partý Fyrrum knattspyrnumaður- inn Paul Scholes hélt risastórt partý fyrir son sinn á heimili sínu í Oldham á Englandi, daginn sem útgöngubann var sett á aftur í borginni í ágúst. Paul Scholes, sem spilaði með Manchester United allan sinn feril, hélt upp á afmæli Arron Scholes, sonar síns, í ágúst en Arron var að fagna 21 árs af- mæli sínu. Í myndböndum sem tekin voru upp í veislunni má sjá að fólkið þar hugsaði lítið um sóttvarnaviðmið á meðan það drakk áfengi og dans- aði. Veislan hélt áfram fram á nótt, á sama tíma og millj- ónum manna á sama svæði var bannað að koma saman í eigin húsum. Partýið vakti hörð viðbrögð þar í landi, en til að mynda sagði þingmaðurinn And- rew Bridgen að Scholes væri að setja virkilega lélegt for- dæmi. „Ég bjóst við að fyrir- mynd sem spilaði 66 leiki með Englandi myndi sýna meiri ábyrgð. Fólkið í Oldham gerir sér fulla grein fyrir því að svona ábyrgðarlaus hegðun er ástæðan fyrir því að útgöngu- bann var sett á aftur.“ Fólk sem býr í Oldham tjáði sig einnig um málið í fjölmiðl- um þar í landi. „Fjölskyldan hefur verið að skipuleggja þetta í margar vikur. Upphaf- lega átti veislan að fara fram á hóteli en þau þurftu að hætta við það. Skömmu síðar fór orð- rómur af stað um að veislan yrði haldin heima hjá þeim frekar. Þetta er brjálæði, þau hunsuðu allar reglur bara því þau vildu halda veisluna.“ n Máni Snær Þorláksson manisnaer@dv.is Kyle Walker fékk til sín vændiskonur. MYND/GETTY Arron Scholes í partýinu. Jack Grealish klessti bílinn sinn. MYND/GETTY Þrátt fyrir að Bretland hafi fengið slæma útreið í faraldrinum virð- ast atvinnumenn í fótbolta ekki hafa látið það stoppa sig við að skemmta sér. Þeir Mason Greenwood og Phil Foden eru ekki einu Englendingarnir sem klúðruðu rækilega í kórónaveiru-faraldrinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.