Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 21
FÓKUS 21DV 11. SEPTEMBER 2020 rétt sé að innleiða þær eða ekki. Ég tala nú ekki um þegar um lestur og stærðfræði er að ræða.“ „Við erum mjög aftarlega og erum með mikið fráfall úr framhaldsskólum, sérstaklega meðal drengja. Við erum með lægsta hlutfall háskóladrengja í vestrænum ríkjum. Þetta er náttúrulega ekki gott. Þetta er ekki bara PISA,“ segir Her- mundur. Hermundur hefur bent á að alþjóðlegar samanburðar- rannsóknir hafi ítrekað bent til þess að hljóðaðferðin svo- nefnda komi best út við upp- haf lestrarkennslu. Lesturinn sé undirstaða alls náms og því þurfi að vanda til verka frá upphafi. „Af hverju erum við með orðadæmi í öðrum bekk þegar mörg börn eru ekki vel læs?“ Í dag sé lestrargeta barna metin út frá leshraðamæl- ingum, en Hermundur er lítið hrifinn af þeim og vitnar þá í fremstu sérfræðinga í heimin- um í lestrarkennslu byrjenda, Finnann Heikki Lyytinen og Bretann Kate Natin við há- skólann í Oxford. „Ég er algjörlega á móti les- hraðamælingum. Við erum að mæla leshraða frá fyrsta degi í skólanum, þrisvar á ári. Það getur engan veginn verið rétt. Þetta eru of erfiðar áskoranir fyrir marga. Þetta er ekki hlut af lestrarfærni-jöfnunni. Mælum frekar hversu margar bækur barnið las síðasta mán- uðinn og hvaða þrjár því fund- ust skemmtilegastar“ Það sé þó ekki bara skólinn sem þurfi að koma að þessu átaki. „Svo þurfum við líka að fá foreldrana, ömmurnar og afana með. Það þarf að virkja alla í þessu svo börnin nái að lesa. Við getum ekki sætt okk- ur við annað.“ Afdráttarlaus DV hafði samband við Lilju Alfreðsdóttur, menntamála- ráðherra, og spurðist fyrir um viðbrögð stjórnvalda við lakara gengi íslenskra grunn- skólanema í lestri, þá einkum drengja. „Fyrir það fyrsta, þá er ekk- ert mikilvægara ungu fólki en að ná góðum tökum á læsi og því tökum við stöðu drengja mjög alvarlega. Það er mjög brýnt að bregðast við með af- dráttarlausum hætti, bæði til að efla færnina, en ekki síður að vekja áhuga þeirra með spennandi lesefni. Þar gegnum við öll mikilvægu hlutverki; foreldrar, kennarar og stjórn- völd.“ Snemmbær stuðningur Stjórnvöld hafa ráðist í ýmis verkefni til að bæta stöðuna og hafa fleiri í farteskinu. „Aðgerðir stjórnvalda hafa verið af ýmsum toga, ráðist í lestrarverkefni og sérstök átök, gert tungumálinu hátt undir höfði, stutt veglega út- gáfu bóka á íslensku sem hefur fjölgað útgefnum barna- bókum og áfram mætti telja. Núna erum við að stofna starfshóp um snemmbæran stuðning í skólakerfinu, og er hópnum m.a. ætlað að móta tillögur að aðgerðum til að bæta stöðu m.a. drengja í skólakerfinu. Ég hef miklar væntingar um að verkefnið skili tilætluðum árangri. Læsi er lykillinn að þekkingu, styrkir samfélög og leggur grunn að velsæld og virkri þátttöku allra.“ Treysta fagfólki Lilja bendir á að margir að- ilar beri sameiginlega ábyrgð á skólakerfinu. „Stjórnvöld, ráðuneyti og stofnanir leggja stóru línurnar, skilgreina hæfniviðmið, smíða náms- skrár, búa til námsefni o.s.frv. á meðan sveitarfélögin annast daglegan rekstur grunnskól- anna.“ Það séu svo skólastjórnendur og kennarar sem stýri kennslu og ákveði hvaða kennsluað- ferðir þeir noti. „Þær taka mið af aðstæðum, stærð skóla og bekkjardeilda, ólíku þroska- og hæfnistigi nemenda o.s.frv. Það er því ekki ráðherrann sem skipar fyrir um kennslu- hætti, heldur treystum við á okkar færa fagfólk á því sviði.“ Læsi mikilvægt Allir ábyrgðaraðilar stefni að sameiginlegu markmiði: „Að búa börnin okkar undir fram- tíðina, tryggja að þau geti tekist á við lífið og látið fram- tíðardrauma sína rætast. Þar skiptir læsi gríðarlega miklu máli, enda er það almennt talin undirstaðan í öllu námi, sem gjarnan varðar leið fólks gegnum lífið.“ Lilja kveðst fagna öllum rökræðum um menntun því slík samtöl styrki skólakerfið á Íslandi. Sjálf kveðst hún ekki mótfallin því að prófa leshraða barna með reglu- bundnum hætti. „Sjálf er ég frekar hlynnt lesfimiprófum, þótt þau séu hvorki upphaf né endir alls í skólastarfi. Þau gefa sterkar vísbendingar um lestrarfærni barna, lestrarlag og lesskiln- ing. Börn sem auðveldlega umbreyta skrifuðum texta í orð geta betur einbeitt sér að merkingunni og það er mikil- vægt að þjálfa upp lestrar- færnina.“ Góðar fyrirmyndir Lilja hvetur foreldra til að lesa með börnum sínum, styðja þau og hvetja til góðra verka. „Ég vona að allir foreldrar hafi tök á að styðja sitt barn á þessu sviði, vekja áhuga þeirra og hjálpa þeim við að finna lesefni sem fellur að þeirra áhugasviði. Lesa fyrir þau og með þeim, en slíkar stundir eru ómetanlegar bæði börnum og fullorðnum. Verið góðar fyrirmyndir, lesið sjálf fyrir framan börnin ykkar, ræðið við þau um tilfinningar og eflið trú þeirra á eigin getu.“ n Lilju finnst mikilvægt að grípa til aðgerða til að efla börn í lestri. MYND/SIGTRYGGUR ARI Lilja og Hermundur eru sammála um að það þurfi að auka áhuga barna á lestri. MYND/GETTY Við erum mjög aftarlega og erum með mikið fráfall úr framhaldsskólum, sérstaklega meðal drengja. Við erum með lægsta hlutfall háskóla- drengja í vestrænum ríkjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.