Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 11. SEPTEMBER 2020 DV Vildi óska að starfið mitt væri óþarft Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur segir mikilvægt að við séum almennileg við hvert annað á þessum erfiðu tímum. Einangrun geti haft al- varleg áhrif á andlega heilsu og hreinlega slökkt lífsneistann, enda sé henni beitt sem refsiúrræði. Ég tók þá ákvörðun að læra guðfræði þegar ég var að vinna við skógar- högg í Danmörku. Ég hafði lengi verði mjög spyrjandi um lífið og tilveruna, og þessar spurningar sóttu stíft á mig. Ég var hræddur við að taka þessa ákvörðun því hún var mikil u-beygja frá því sem ég hafði áður verið að gera,“ segir Vigfús Bjarni Alberts- son, sjúkrahússprestur á Landspítalanum. Hann tók árs frí frá námi eftir útskrift frá Menntaskólanum við Sund og vann við skógarhögg á meðan hann velti framtíðinni fyrir sér. „Ég velti mikið fyrir mér raungreinum og flestir héldu að ég myndi fara í þá átt. Það kom því mörgum á óvart þegar ég ákvað að læra guðfræði og í byrjun sagði ég aðeins mínum nánustu frá þeirri ákvörðun. Þarna þurfti ég að sýna hug- rekki, vera trúr sjálfum mér og lét bara vaða.“ Hann segir það þó ekki hafa verið neitt eitt sérstakt sem rak hann áfram í þetta nám. „Ég hef alltaf verið þannig gerður að þegar ég hef ekki getað skilið þá vil ég leita dýpra. Í guðfræðinni er mikil dýpt og spurt um ákveðinn til- gang. Ég hafði horft upp á fólk takast á við sjálft sig, takast á við lífið og ég sá hvað það var dýrmætt að hafa gott fólk í kring um sig og fá leiðbein- ingar.“ Lögreglumaður á námsárunum Vigfús hefur starfað nær óslitið sem sjúkrahússprestur á Landspítalanum frá árinu 2005. Hann lauk gráðu í guð- fræði frá Háskóla Íslands en fór síðan í framhaldsnám til Bandaríkjanna. „Þetta er fimm ára nám hér heima og ég var svo heppinn að geta unnið meðfram námi hjá lögreglunni í Reykjavík. Það þroskaði mig mikið og dýpkaði. Ég vissi að ef ég yrði prestur þá myndi ég vilja vinna við sálgæslu og þá lá beinast við að fara á sjúkra- hús. Ég fór því út í framhalds- nám til að læra meira um sorg og áföll, enda er nauðsynlegt að hafa þekkingu á slíkum málum þegar starfið snýst oft um útköll og viðtöl við erfiðar aðstæður.“ Alls er það átta manna hópur sem sinnir sál- gæslu á Landspítalanum, sjö prestar og einn djákni. Þau skipta svæðum og vöktum á milli sín, en það er ekki síst á nóttunni sem kalla þarf út prest. „Sú þjónusta hefur verið mjög mikilvæg. Þetta eru út- köll vegna slysa, kyrrlátar stundir við dánarbeð og allt þar á milli,“ segir hann. Vigfús er fráskilinn þriggja barna faðir þeirra Rannveig- ar Ívu, sem er sálfræðinemi og lögreglukona í Reykjavík, Alberts Elís, sem er 16 ára nemi við Borgarholtsskóla „og mikill íþróttamaður,“ og hins tólf ára Patreks Veigars, sem er í Langholtsskóla. „Við eigum líka hund, hana Sölku, sem er stór hluti af fjölskyld- unni,“ segir Vigfús, en Salka er orkumikil og skemmtileg svört labradortík. Mikið náttúrubarn Vigfús er mikið náttúrubarn og var langt fram undir tví- tugt alltaf mikið á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu. „Náttúran er stór hluti af því hvernig ég upplifi lífið og ég finn sterka náttúrutengingu í trúnni. Ég verð alltaf meiri og meiri náttúruverndarsinni með árunum. Ég veit eiginlega ekki hvar þetta endar. Það er mikil viska í náttúrunni, þar sjáum við hringrás lífsins og hvernig dýrin hafa áhrif hvert á annað. Dýr eru stórgáfuð og magnað hvernig þau skynja lífið og lifa af við krefjandi að- stæður. Ég hef oft séð hvernig það getur verið fólki dýrmætt veganesti í mótlæti, þegar það á sterka tengingu við náttúr- una. Margir finna fyrir and- legum og trúarlegum tenging- um í náttúrunni og finna fyrir afli sem þeir geta ekki alveg skilgreint. Náttúran er okkur öllum mikilvæg.“ Trúin skiptir Vigfús miklu máli en hann leggur líka áherslu á að velta henni ekki yfir á annað fólk. „Mér finnst trú mín hafa bæði dýpkað og einfaldast í gegnum árin. Ég trúi því að við séum sam- verkafólk í að búa til gott og að við séum að gera heilt það sem hægt er að gera heilt. Mér finnst trúin kenna mér óend- anleg dýrmæti hverrar mann- eskju og hún er líka boðberi vonar. Þessi einfaldi Kristur sem hjálpar manni að hafa hugrekki til að stíga inn í að- stæður, er mér mjög að skapi.“ Flókið tilfinningalega Vigfús hefur sannarlega ekki alltaf verið trúaður heldur kom trúin smátt og smátt. „Ég ólst upp á venjulegu heimili. Íslendingar eru trúuð þjóð miðað við margar aðrar. Ég er lánsamur að hafa kynnst fólki Vigfús Bjarni var ekki alltaf trúaður, heldur kom trúin smátt og smátt til hans. MYND/ANTON BRINK Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is á lífsleiðinni, allt frá því ég var barn, sem trúin hafði gert góða hluti fyrir.“ Starf sjúkrahússprests hefur verið óhefðbundið á ákveðinn hátt síðustu mánuði, eins og flestallt annað á tímum kóróna- veirunnar. „Þetta hefur verið krefjandi tími fyrir marga, til dæmis sjúklinga sem þurftu að liggja inni á sjúkrahúsi en urðu jafnframt að vera einangraðir. Það reynir á að geta ekki verið í samskiptum við fólkið sitt. Ég hef kynnst mörgum fjölskyld- um sem ástandið hefur reynt mikið á. Oft var þetta mjög sárt, eins og þegar fólk lést og ástvinir gátu ekki haft út- förina eins og þeir hefðu viljað. Það er líka erfitt að hafa ekki aðgang að fólkinu sínu á dánar- beðinum. Fólk hefur skilið var- úðarráðstafanir vitsmunalega, en þetta hefur verið flókið fyrir fólk tilfinningalega.“ Hann varð snemma var við svokallaðan heilsuótta, þar sem fólk hafði áhyggjur af sinni eigin heilsu í faraldrin- um, og einangrunin sem fylgir hefur faldar afleiðingar. „Við erum félags- og tengslaverur. Við erum vön því að geta tekist í hendur og faðmast. Ég held að mannskepnan þoli illa að vera ekki í nánd. Fyrirbærið einangrun hefur verið beitt í refsilöggjöf því hún getur brotið mannsandann niður. Þessi einangrun nú hefur ekki síður áhrif á mannsandann sem er okkar lífsorka. Það er hreinlega hægt að slökkva á lífsorku fólks. Þetta er við- kvæmur tími og við þurfum að vera almennileg hvert við annað.“ Fíknisjúkdómar aukist Á síðustu vikum og mánuðum finnst Vigfúsi hann hafa orðið meira var við efnahagslegar afleiðingar faraldursins. „Ég finn til með fólki sem hefur misst lífsviðurværið sitt. Það þrengir að hjá mörgum og við þurfum að gæta þess að taka tillit til þess fólks. Ég heyri meira af því að fólk hefur áhyggjur af því að geta ekki brauðfætt sig og sína. Þá er margt sem bendir til þess að andleg líðan fólks hafi versn- að mikið og ýmsir fíknisjúk- dómar aukist.“ Komið hefur fram að tíðni sjálfsvíga sé þegar orðin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.