Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 28
Sæl Kristín. Ég og maður-inn minn höfum ákveðið að skilja. Eins og svo marga þá langar okkur til þess að gera það vel. Ég hef oft heyrt þessu fleygt fram en ekki séð mörg dæmi um fram- kvæmd þess. Við eigum þrjú börn á aldrinum 8-16 ára og viljum að sjálfsögðu það sem er þeim fyrir bestu. Getur þú gefið okkur ráð til þess að fyrirbyggja að allt fari í háaloft og við getum skilið fallega? Bestu kveðjur, skiln- aðarhjónin. Kæru skilnaðarhjón Geggjuð spurning! Ég verð að byrja á að hrósa ykkur fyrir frábæra nálgun. Það er alveg hægt að skilja vel þó ég átti mig á því að við heyrum oftar sögur af skilnuðum sem enda illa. Með þá vitneskju og trú í hjarta komist þið ansi langt. Það skilur enginn klukkan þrjú á þriðjudegi. Það kallar alltaf á ferli, aðdraganda og umræðu. Margir þurfa að taka eitt skref áfram og annað aftur á bak. Reynsla mín af vinnu með pörum kennir mér að þegar ákvörðun um skilnað liggur fyrir er ákveðinn sigur unn- inn. Ástæðan er sú að margir hafa gengið lengi með þessa hugmynd í maganum, fetað sig í gegnum mörg stig skilnaðarferlisins og þegar ákvörðunin er komin upp á borð þá finna margir fyrir létti. Ákvörðunin er sem sagt veigamikið skref í þessu ferli. Hún virðist vera komin hjá ykkur og ég samgleðst fyrir það. Samskiptin við börnin Margir velta því fyrir sér hvernig best sé að segja börn- unum frá ákvörðuninni og hvað beri að varast í slíkri umræðu. Þar eru þið sér- fræðingarnir því þið þekkið ykkar börn best. En það sem ég þó get sagt ykkur er að óvissa getur auðveldlega framkallað kvíða. Þannig að, því meira sem þið getið upplýst börnin ykkar um því betra. Hvar munum við búa? Hvernig verður umgengnin? Höfum við eitthvað um þetta að segja? Hvernig líður ykkur með þetta? Af hverju eruð þið að skilja? Þið getið búið ykkur undir allar þessar spurningar og fleiri til. Ef þið eruð með svörin á hreinu þá verða börnin ykkar öruggari. Ég mæli stundum með því að fólk æfi sig í að segja fréttirnar, sé vel upplagt, helst saman og á tíma þar sem allir hafa næði til þess að melta fréttirnar. Þá getur upplifun barnanna ráðist af því hvernig þið berið ykkur, hvaða orð þið notið, hversu samstíga þið virðist vera og jafnvel í hvaða tóni fréttirnar eru sagðar. Í tengslum við börnin þá sýna rannsóknir að það er vont fyrir framtíðarvellíðan barna að búa við togstreitu í sambandi foreldra. Sömuleiðis sýna þær að skilnaðir eru erf- iðir fyrir börn í að meðaltali tvö ár. Þegar börn sem hafa upplifað skilnað fyrir meira en tveimur árum eru borin saman við börn sem búa við hamingjusamt samband for- eldra sinna, með tilliti til vel- líðanar, má ekki greina mark- tækan mun. Það eru þó á lofti vísbendingar um að skiln- aðarbörnin búi yfir örlítið meiri styrk, sem rekja má þá til þess að þau hafa upplifað ákveðið mótlæti. Til mikils að vinna Aftur á móti, ef illa er staðið að skilnaði, deilan um börn, fjármuni, umgengni, hunda og fleira varir í mörg ár og fer fyrir dómstóla, jafnvel í fjöl- miðla og fleira þá hefur slíkt ferli tekið gríðarlega á börn með margvíslegum hætti. Hér á Íslandi er talið að það sé í 8% skilnaða sem málum lyktar með þeim hætti. Það gefur þó að skilja að það væri vafalaust ekki betra fyrir börnin að foreldrar þeirra byggju saman. Bæði er vont og þarna þurfa fagaðilar að koma meira að og hið opin- bera að styðja betur við, en það er önnur saga. Þessar tölulegu upplýsing- ar ættu þó að styrkja ykkur enn frekar í áformum um að skilja fallega. Það er til mik- ils að vinna, ekki bara fyrir hamingju ykkar, heldur líka barnanna. Og þá komum við að því hvernig það fer fram… og ef það væri til uppskrift að slíku þá myndu nú flestir fylgja henni, er það ekki? Það sem gildir hér er að finna sínar lausnir, prófa sig áfram með það sem virkar, gera mikið af því og lítið af hinu sem hentar ykkur síður. Að setja ný mörk Það er alltaf nytsamlegt að skoða fjölskyldutengsl út frá mörkum og kerfum. Nú hafið þið verið í parakerfi sem hjón, og eruð að leggja út í vegferð sem snýr að því að breyta „parakerfinu“ í „fyrrverandi- maka kerfi“. Í því ferli felst að draga mörk og línur þar sem þær hafa ekki áður legið. Sem dæmi má nefna að þið munið aðskilja fjármál og hafið ekki innsýn inn í fjárhagslega stöðu hvort annars. Hvar ann- ars staðar þurfið þið að draga mörk? Þarf að ræða hvernig þið umgangist sameiginlega vini héðan í frá? Hvernig viljið þið skipta umgengni við börnin ykkar? Hvenær ræðið þið saman um mikilvæg mál? Hvaða mál passar ekki að þið ræðið? Um þetta má gera sam- komulag og því skýrara sem það er, því minni líkur eru á erfiðleikum eða misskilningi í ferlinu. Margir upplifa sig tilgerðar- lega þegar samskiptaháttum er breytt, varðandi t.d. hvern- ig fólk heilsast eða kveður. Hvenær það stígur inn í til að styðja og hvenær það heldur sig til hlés. Segjum sem svo að áður fyrr kysstust þið þegar þið hittust eftir erfiðan vinnu- dag. Passar það núna? Svo er það annað mál að ein- stæðir foreldrar eru einstæðir að meðaltali í tvö ár. Það segir okkur að yfirleitt er það mjög svo tímabundið ástand að fólk sé eitt eftir skilnað. Á þessu tímabili skapast reglur milli ykkar fyrrverandi hjóna sem mögulega þarf svo að endur- skoða þegar nýjir makar bæt- ast í „söfnuðinn“. Seinni tíma vandamál, en ágætt að spegla sig í hugmyndinni um slíkar aðstæður síðar meir. Ég vona að framangreindar upplýsingar geti komið að góðum notum en ég er sann- færð um að þið finnið ykkar fallegu leið þannig að öllum líði vel sem allra fyrst. Gangi ykkur vel. n Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á: hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf- sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði. 28 FÓKUS 11. SEPTEMBER 2020 DV Fjölskylduhornið Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi svarar spurningum lesenda um málefni er varða fjölskylduna, börnin og ástina í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar Kristín spurningu lesanda sem stendur í skilnaði. HVERNIG SKILJUM VIÐ FALLEGA? MYND/GETTY Sérfræðingur svarar Það skilur enginn klukkan þrjú á þriðjudegi. Það kallar alltaf á ferli, aðdraganda og umræðu. Margir þurfa að taka eitt skref áfram og annað aftur á bak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.