Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 27
Nýtt skrautblóm nú vaxið á akri Alþýðubandalagsins TÍMAVÉLIN Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is S teingrímur J. Sigfús-son er forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna. Hann þarf vart að kynna fyrir lesendum, enda verið kjörinn fulltrúi Íslend- inga á Alþingi í tæplega fjóra áratugi. Hins vegar hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan ungi hugsjónamaðurinn Steingrímur – þá aðeins 28 ára gamall – settist fyrst á þing árið 1983. Steingrímur var þjóðinni þá kunnur sem íþróttafréttamaður með sér- stakt dálæti á blaki, en hann hafði þó lengi brunnið fyrir pólitík, eða allt frá því að hann kynntist sósíalisma í skiptinámi á Nýja-Sjálandi. Nýtt skrautblóm Tíminn birti síðar grein þar sem sagði um hinn nýja þingmann: „Nýtt skrautblóm er nú vaxið á akri þingliðs Alþýðubandalagsins. Stein- grímur J. Sigfússon er hinn vörpulegasti maður, íþrótta- garpur og hefur ekki spillt hinu þingeyska tungutaki sínu í ólgusjó langskóla- kerfisins.“ Steingrímur J. var sestur á Alþingi og síðan þá hefur hann ekki staðið þaðan upp, enda líkaði honum vel við starfið frá fyrsta degi. „Þingmannsstarfið leggst vel í mig og auðvitað vonast ég til þess að hafa einhver áhrif á þróun mála,“ sagði Steingrímur í viðtali við Helgarblaðið. „Hinu er ekki að neita, að ríkjandi skipulag á þessari stofnun hefur tilhneigingu til að aðlaga nýliðana að sjálfu sér. Vissulega er hætta á því að nýir þingmenn verði fljótt „samdauna“ – svo ég noti það neikvæða orð – og hverfi fljótt inn í fjöldann. Hafi þannig minni áhrif en vonast var til.“ Eldast illa Það hafa ekki margir þing- menn afrekað það að sitja jafnlengi á hinu háa Alþingi og Steingrímur hefur, á sín- um 37 árum á Alþingi. Það muna þó kannski færri að það var engan veginn ætlun hans þegar hann var 28 ára gamall og blautur á bak við eyrun. „Mér finnst þingmenn vera fljótir að verða gamlir og þreyttir. Þeir eldast illa. Þetta er ég mest smeykur við, og ég vona, að þing- mennskan breyti mér ekki á þennan hátt. Það versta sem gæti komið fyrir, er að þing- mennskan breytti mér í eitt- hvað annað en ég vil vera.“ Var Steingrímur þeirrar trúar að enginn þingmaður ætti að sitja lengi á þingi í einu. „Þeir steypast mikið í sama mót. Það ætti enginn að vera lengi á þingi í einu. Menn ættu að taka sér hvíld, þegar þeir eru orðnir þreytt- ir.“ Bindismálið Steingrímur settist fyrst á þing fyrir Alþýðubanda- lagið og var með sanni alþýð- legur. Hann var ekki mikið fyrir að klæða sig upp fyrir þingstörfin og taldi jakkaföt óheppilegan vinnuklæðnað. Hann var því skammaður fyrir að mæta óprúðbúinn til þingstarfa og var málið kallað Bindismálið. Það mál fékk þó farsæla lausn. Sagði Stein- grímur í áðurnefndu viðtali fyrir 37 árum: „Bindismálið, já. Þetta er nú ekki stórmál, en jú, það er komin lausn á því, eða áfangi að lausn. Hæstvirtur forseti neðri deildar Alþingis, Ingvar Gíslason, hefur lýst yfir að ég þurfi ekki að vera í jakka- fötum og með bindi á deildar- fundum. Hann færir þau rök fyrir þessu, að á sama hátt og menn gátu aflagt kjólföt og pípuhatt sem vinnuklæðnað á Alþingi hljóti menn líka að geta aflagt dökk jakkaföt og hálsbindi. Mér finnst að menn ættu að geta klæðast þeim vinnu- fatnaði sem þeim líður vel í og mér hafa alltaf þótt jakka- föt heldur óþægilegur vinnu- klæðnaður.“ Steingrími fannst þó eðli- legt að taka tillit til hefða í klæðaburði. Sést hann í dag ekki í ræðustól öðruvísi en í jakkafötum með bindi og hefur sem forseti Alþingis skammast í öðrum þing- mönnum fyrir að leika slíkt ekki eftir. „Þetta er sama vitleysan og á skemmtistöðum, þar sem þeir sem bregða út frá venju í klæðaburði eru veiddir úr við útidyrnar vegna þess að þeir þykja líklegastir til óskemmtilegra uppátækja. Þetta rekur sig allt aftur til þess tíma þegar stéttaskipt- ing var undirstrikuð í klæða- burði,“ sagði Steingrímur við Helgarpóstinn. Framsóknarmaður? Þarna í sögu Steingríms talaði hann um sjálfan sig sem sósíalista, eins og sjá má í viðtali sem birtist við hann í blaðinu Austurland í desember 1988. Þá var Stein- grímur orðinn ráðherra og var nokkur spenna fyrir því hvað þessi vinstri sinnaði maður ætlaði sér að gera í embætti. Hins vegar voru ekki allir sem litu Steingrím þeim augun. Eftir að hann var kosinn varaformaður Alþýðubanda- lagsins árið 1989 birtist grein í Morgunblaðinu þar sem Steingrímur var berum orðum kallaður „framsókn- armaðurinn í Alþýðubanda- laginu“ og rök færð fyrir þeirri fullyrðingu. „Andstæðingar hans innan Alþýðubandalagsins kalla hann íhaldssaman fram- sóknarmann og gamaldags stjórnmálamann. Samherjar hans aftur á móti eiga vart nægilega sterk orð til að lýsa kostum hans, einkum mikl- um dugnaði og þrautseigju.“ Gamall í anda Þótti Steingrímur gamaldags í skoðunum og hugsunum og gerðu margir að því grín að skoðanir hans í bland við skeggið og skallann bæru þess merki að hann væri í raun mun eldri í andlegum árum en raunaldur hans sagði til um. „Einn af fyrrverandi blaðamönnum Þjóðviljans segir að Steingrímur sé elsti Íslendingur sem hann hafi kynnst, að því leyti að hann hefði haft, á þessum tíma, sömu skoðanir og má finna hjá mönnum á sextugsaldri. Það hefði verið helst á honum að skilja að hefja bæri orf og ljá aftur til vegs og virðing- ar.“ Leiðtogi framtíðarinnar Í greininni í Morgunblaðinu var spurt hvort svo gamal- dags þingmaður gæti orðið leiðtogi í framtíðinni. „Sem fyrr segir er Steingrímur mjög metnaðarfullur og margir telja líklegt að hann stefni hærra en í varafor- mannsembættið. Spurningin er hvort maður sem andstæð- ingar telja stjórnmálamann fortíðarinnar geti orðið leið- togi framtíðarinnar.“ Þeirri spurningu er auð- svarað í dag. Eftir 37 ár á þingi og eftir að hafa verið hluti af forystu Vinstri grænna frá því að flokkurinn var stofnaður, má með sanni segja að hann gat vel, og varð leiðtogi framtíðarinnar. n Steingrímur hefur tekið jakkafötin í sátt. MYND/ANTON BRINK Íþróttafrétta- maðurinn fór á þing. MYNDTIMARIT.IS Steingrímur J. Sigfússon ætlaði sér aldrei að sitja lengi á þingi. Eftir tæpa fjóra áratugi á Alþingi verður að teljast ljóst að hann hafi síðan alfarið skipt um skoðun. FÓKUS 27DV 4. SEPTEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.