Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 37
Á gústa Eva Erlendsdóttir leik- og söng-kona er fædd ljónynja. Eins og brakandi eldur þá hefur Ljónið tilhneigingu til að vera hlýtt, ástríðufullt og kraftmikið. Ljónin eru hugrökk, sterk og ófeimin að vera þau sjálf. Þau njóta sín oft í sviðsljósinu, en eru þó oft feimnari og minni í sér en þau láta í ljós. Einsetumaðurinn Sálarleit | Sjálfsskoðun | Einvera | Leiðsögn | Innsæi Fyrsta spilið er leiðsögn, mælt er með því að draga sig í hlé frá amstri dagsins til þess að fá skýrari mynd af komandi tíma. Þegar maður stígur út fyrir ákveðnar aðstæður þá sér maður allt í betra ljósi. Það er líka svo endalaust gefandi að gefa sér tíma til þess að líta inn á við og gefa sér tíma til að átta sig á þörfum sínum. Tía í Bikurum Ást | Kærleikur | Samband | Jafnvægi Mikil hamingja og kærleikur fylgir þessu spili. Þú finnur fyrir nægjusemi í þínum samböndum, bæði í ástarmálum og fjölskyldu. Þér líður eins og hjarta þitt gæti sprungið, það er svo mikil ást. Hér kemur inn sterkt samband þar sem mikil virðing og skilningur er fyrir hvoru öðru. Þetta spil kemur gjarnan upp þegar fólk hefur gefið sér tíma til þess að vera með sínum nánustu og þegar það hefur nært hvert annað á líkama og sál. Hamingjuhjólið Velgengni | Karma | Örlög | Breytingar Það fer ekki á milli mála að spilin eru þér hliðholl, það ríkir mikill friður og þróun í betri átt. Mikil sjálfs- vinna skilar árangri allt um kring. Hjólið er táknrænt fyrir breytingar og minnir þig á að valið er ávallt þitt. Stundum þarf maður bara að gefa sér tíma til að vita nákvæmlega hvert það er sem maður vill stefna. Skilaboð frá spákonunni Þú virðist bara vera alveg með þetta, veist hvað þú vilt og ert ófeimin að sækjast eftir því, áfram þú! Varstu annars búin að kaupa þér gróðurhús? STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Ágústa Eva Erlendsdóttir SVONA EIGA ÞAU SAMAN an 11.09. – 17.09. Þér líður eins og hjartað gæti sprungið af ást Frímann fór á skeljarnar MYND/SIGTRYGGUR ARI stjörnurnarSPÁÐ Í L eikarinn Gunnar Hansson trúlofaðist kærustu sinni Hikoro Ara á dögunum. Gunnar Hansson er ástsæll leikari og hvað þekktastur fyrir túlkun sína á ljóðskáld- inu, rithöfundinum, mannvininum og bóhem- anum Frímanni Gunnarssyni. Það er ný þátta- röð í sýningu á RÚV. Parið greindi frá gleðitíðindunum á Face- book og lék DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Það getur verið viss áskorun fyrir Steingeit- ina og Tvíburann að láta samband sitt ganga. Þetta er vissulega ansi skrýtin pörun. En ef þau geta bæði lagað sig að persónuleika hins mun sambandið verða sterkara með tímanum og að lokum betra en nokkuð annað samband stjörnumerkjanna. Tvíburinn á það til að vera algjör daðrari og hans hugmynd um hvað má og má ekki er að- eins óljósari en hjá reglusömu Steingeitinni. En hún lætur ekki auðveldlega plata sig og á auðvelt með að lesa Tvíburann og er fljót að átta sig á því þegar hann er að spinna lygavef. Staðreyndin er sú að samband Steingeitar- innar og Tvíburans getur verið strembið. Lykillinn að hamingjusömu sambandi milli merkjanna er samskipti og þolinmæði. Finnið sameiginlegt áhugamál og verið dugleg að tjá ást ykkar hvort á öðru. n Hiroko Ara Steingeit 24. desember 1977 n Ábyrg n Öguð n Góður stjórnandi n Skynsöm n Besservisser n Býst við hinu versta Gunnar Hansson Tvíburi 26. maí 1971 n Forvitinn n Mikil aðlögunarhæfni n Fljótur að læra n Skipulagður n Taugaóstyrkur n Ákvarðanafælinn MYND/SAMSETT Tilfinningar, hreinsun og dulúð í kortunum… Hrútur 21.03. – 19.04. Aukið sjálfstraust flæðir til þín þessa vikuna, elsku Hrútur. Sjálfs- traustið hjálpar þér að taka þær ákvarðanir sem henta þér best. Vinnan og heimilislífið gengur líka betur í kjölfarið. Þú ert á réttri braut. Naut 20.04. – 20.05. Stundum þarf maður að ganga í gegnum smá hiksta til þess að ákveðið samband geti þroskast frekar. En það mun einmitt reyna aðeins á þessa vikuna. Ekki bugast, þú sérð síðar að þið verðið nánari eftir þessa uppákomu. Tvíburi 21.05. – 21.06. Þú ert með ansi marga bolta í loftinu þessa dagana. Þín lausn felst einfaldlega í því að biðja um hjálp og forgangsraða. Þér leiðist allavega ekki, sem er lúxus- vandamál. Krabbi 22.06. – 22.07. Ef það er einhvern tíma tími fyrir Krabba-dansinn þá er það núna! Og já, á almannafæri! Láttu vaða. Hverjum er ekki sama hvað öðrum finnst. Það ríkir mikil gleði á bak við þennan dans. Skemmti- legir tímar fram undan og lausnir á vandamálum í sjónmáli. Ljón 23.07. – 22.08. Út fyrir endamörk alheimsins! Þú ert Bósi ljósár þessa dagana og ert að huga að stórum breytingum. Ljónið er í stuði og finnst lífið of stutt til þess að taka ekki smá áhættu. Hlustaðu gaumgæfilega á þessa tilfinningu. Hver veit hvert hún leiðir þig? Meyja 23.08. – 22.09. Eitthvað vantar upp á róman- tíkina þessa vikuna. Það er svo skrítið að vera einmana í samveru annarra. Mögulega getur þú sjálf/ ur kryddað upp á tilveruna eða planað skemmtilegt stefnumót sem mun fylla upp í einmanaleikann. Stundum verðum við sjálf að vera breytingin sem við þurfum í líf okkar. Vog 23.09. – 22.10. Þú átt ekki sérlega auðvelt með að koma hlutum í verk þessa vikuna. Dagdraumar flækjast fyrir og þú nennir lítið að taka þátt í skyldum sem fylgja raunheiminum. Reyndu að gera pláss fyrir bæði, til þess að koma örlitlu í verk. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Eitthvað þarf að peppa upp starfs- andann og þú gætir verið lausnin. Hvernig væri að plana litla óvissu- ferð til þess að hrista upp í liðinu? Það þarf ekki mikið til, en lítið framlag gæti skilað miklu. Bogmaður 22.11. – 21.12. Yfirnáttúrulegir hlutir eru að gerast í kringum þig. Skilaboð að handan? Ertu að hlusta? Þetta er dular- fullt líf sem við lifum. Ef vinur þinn stingur upp á að fara í heilun þá er núna góður tími til þess að gefa sér tíma í það. Mögulega leynast svörin þar. Steingeit 22.12. – 19.01. Hmm… Lastu ekki örugglega spána í síðustu viku, eða ertu bara enn þá að mana þig upp í að segja það sem þú ert að hugsa upp- hátt? Æfing í að setja mörk og tjá tilfinningar og skoðanir, mun létta á allri tilveru þinni. Persónulegur sigur er í kortunum þínum fyrir lok vikunnar. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Ja, hérna hér. Það er ýmislegt sem kemur upp á yfirborðið þessa vikuna og kallar á smá hreinsun. Það gæti tekið á tilfinningalega en að lokum verður mikill léttir. Þú veist það nú þegar að það er kominn tími til að kveðja þá sem ekki upphefja okkur. Fiskur 19.02. – 20.03. Fiskurinn er frekar næmur í eðli sínu. Í þessari viku ertu óvenju berdreymin/n. Geymdu dagbók við rúmið þitt. Og finndu svo gömlu draumaráðningabækurnar frá ömmu þinni. Leiðbeinendur að handan eru að reyna að hjálpa þér með næstu skref. EINSETUMAÐURINN 10 BIKARAR HAMINGJUHJÓLIÐ FÓKUS 37DV 11. SEPTEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.