Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 17
Þrátt fyrir umtal, áskor-anir og tilraunir eru vopnalögin enn óbreytt síðan 1998. Frumvarpið er ári eldra en lögin sjálf og mun því texti laganna fagna kvar- taldarafmæli eftir eitt og hálft ár. Lögin eru að margra mati úrelt og þar er margt sem byggir á hugmyndum sem ber- sýnilega eru barn síns tíma. Til dæmis er hvergi minnst á vopnaburð lögreglunnar, held- ur einfaldlega vísað til þess að lögin taki ekki til vopna í eigu lögreglu, landhelgisgæslu og fleiri aðila. Annað atriði sem komið er til ára sinna er ákvæði um geymslu skotvopna. Sam- kvæmt gildandi lögum er ráð- herra veitt heimild til þess að setja reglugerð þar sem meiri kröfur eru gerðar til geymslu skotvopna. Er þar ráðherra veitt heimild til þess að setja skilyrði um tiltekna geymslu skotvopna eftir að tilteknum skotvopnafjölda er náð. Hanna Birna Kristjánsdóttir lagði fram frumvarp árið 2014 sem náði ekki fram að ganga. Í greinargerð með frumvarp- inu er þessi grein útskýrð svo að það sé „í öðrum ríkjum vaxandi vandamál,“ að ein- staklingar séu að komast yfir skotvopn sem þeir eigi ekki að komast í, til dæmis með inn- broti. „Hér á landi eru dæmi um að einstaklingar komist yfir skotvopn sem varðveitt eru á heimilum og fremji með þeim voðaverk. [...] Ljóst er að fjölmargir einstaklingar eiga verulegt safn skotvopna og nauðsynlegt er að leitast við að tryggja vörslu slíkra vopna,“ segir jafnframt. Geymsluákvæði aldrei skýrt Í dag virðast engar kvaðir gerðar um geymslu á skot- vopnum þar til einstaklingur eignast fjórðu byssuna. Þann- ig geta hjón átt sex skotvopn á heimili án þess að lagaleg skylda sé lögð á þau um að eignast læstan byssuskáp. Á fjórðu byssu einstaklings myndast skylda til þess að koma sér upp byssuskáp sem stenst kröfur ríkislögreglu- stjóra. Fram að því er vissu- lega skylda til þess að hafa skotvopn í læstum hirslum, þó deilt sé um hvað „hirsla“ sé og áhersla er lögð á þetta atriði hjá lögreglu og skotveiðifélagi Íslands. Vopnalögum hefur verið breytt átta sinnum en aldr- ei verið snert við ákvæðum um geymslu skotvopna. Árið 2014 birtist frumvarp í sam- ráðsgátt stjórnvalda. Þar kynnti starfandi dómsmála- ráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, drög að breyt- ingum á vopnalögum, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir hafði unnið að. Hanna Birna sagði af sér fljótlega eftir að frumvarpið var lagt fram og umrætt frumvarp um breyt- ingar á skotvopnalögum varð því munaðarlaust með brott- hvarfi Hönnu Birnu. Síðan þá hefur lítið þokast í þær áttir sem Hanna Birna lagði til og þær breytingar sem hafa þó verið gerðar snúa að mestu að breytingum á skotelda-hlutum vopnalaganna. Lögreglumenn kallað eftir breytingum Lögreglumenn hafa margoft bent á nauðsyn þess að gera þessar breytingar á vopna- lögum. Þannig sagði til að mynda Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, í viðtali við RÚV í október 2014, um það leyti sem frum- varp Hönnu Birnu var auglýst í samráðsgátt stjórnvalda, að „lögregla fylgist ekki með því að það sé gert. „Nei, það er í rauninni ekkert eftirlit með [geymslu skotvopna],“ segir Daníel. „Og það er svona ákveðinn galli í kerfinu hjá okkur og þyrfti að vera þann- ig að sá sem á byssu á annað borð að hann ætti jafnframt löggiltan skotvopnaskáp. Og það er að mínum dómi afar brýnt að koma því á sem allra fyrst.“ Þjófnaður skotvopna er sem betur fer óalgengur á Íslandi. Þó eru þess dæmi. Árið 2004 var fimm rifflum og skot- færum í þá stolið í innbroti í bílskúr í Grindavík. Voru rifflarnir þá í byssuskáp sem var ólæstur og skotfærin ekki í aðskildum hirslum. Árið 2003 var haglabyssum stolið í innbroti í Keflavík og ein þeirra svo notuð til að ógna fólki í ráni í verslun Bónus í Kópavogi ári síðar. Það sama ár hljóp skot úr skotvopni sem 12 ára krakkar léku sér með á tjaldsvæði á Selfossi. Þegar lögregla kom á staðinn var einn drengur látinn. Byssueign algeng á Íslandi Áki Ármann Jónsson, formað- ur Skotveiðifélags Íslands, segir að félagið hafi ekki tjáð sig með beinum hætti um hugsanlegar breytingar, enda frumvarp aldrei borist þeim til umsagnar. Hins vegar, segir Áki, að best sé að geyma byssur í byssuskáp. „Svo eru önnur tæki líka til, gikklás til dæmis, og svo er hægt að taka lásinn úr til dæmis. Þannig væru þau ónothæf ef einhver óviðkomandi kemst í þau, nema þá bara sem barefli.“ Ljóst er að byssueign á Ís- landi er algeng, en Ísland er, samkvæmt skýrslu Small Arms Survey hugveitunnar, í 10. sæti yfir fjölda skotvopna í umferð á hverja 100 íbúa, en þau eru 31.7. Innan Evrópu eru bara Finnar sem eiga fleiri vopn en Íslendingar. Ofar á listanum eru meðal annars Bandaríkin, Líbanon, Jemen, Svartfjallaland og Serbía. Jónas Hafsteinsson, lög- reglufulltrúi hjá Lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu segir heildarfjölda byssa í einkaeign vera öðru hvorum megin við 70 þúsund hér á Íslandi. Inni í þeirri tölu eru loftbyssur og jafnvel óvirkar byssur sem menn geyma vegna söfnunar. Jónas bendir jafnframt á að hann leggi mun strangari skilning í lögin en almennt gengur. Vísar Jónas til vopnalaganna áðurnefndu og segir það alveg skýrt að skotvopn eigi að geyma í læstum hirslum. Skiptir þar engu hversu mörg skotvopnin eru. n EYJAN 17DV 11. SEPTEMBER 2020 ÚRELT VOPNALÖG – Í KRINGUM 70 ÞÚSUND BYSSUR Í EINKAEIGN Skotvopnaeign á Íslandi er útbreidd og aðeins algengari í níu löndum heims. Óljós skilningur er lagður í hvernig geyma eigi skotvopn hér landi. Frumvarp sem skýrt hefði lögin náði ekki fram að ganga árið 2014 og hefur ekki sést síðan. 31.7 skotvopn eru á hverja 100 íbúa á Íslandi. MYND/ EYÞÓR Þannig geta hjón átt sex skotvopn á heimili án þess að lagaleg skylda sé lögð á þau um að eignast læstan byssuskáp. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.