Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 29
KYNNING 29DV 11. SEPTEMBER 2020 D agatölin slógu heldur betur í gegn enda vorum við að bjóða upp á verð sem sást alls ekki hér á landi. Við komum líka strax auga á mikið ósamræmi í verði á kynlífstækjum almennt. Það var oft hátt í 50% verðálagning hjá íslensk- um heildsölum, ofan á það sem varan kostar á til dæmis Amazon, með flutningi, sköttum og öllu því sem það kostar einstakling að flytja inn eina vöru. Því vatt þetta fljótt upp á sig og síðan þá höfum við haft það að leiðarljósi að bjóða upp á fyrsta flokks kynlífstæki á frábæru verði. Nú erum við spennt að tilkynna að við ætlum að bjóða upp á algerlega sturluð kynlífstækjadagatöl í ár. Við erum viss um að þetta eigi eftir að klárast mjög fljótt og því er ráðlegt að þeir sem hafa áhuga á að panta dagatölin geri það sem fyrst,“ segir Vilhjálmur. Unaðsleg kynlífstækjadagatöl í forsölu: Fyrstur pantar fyrstur fær Á föstudaginn 11. september hefst forsala á nýjum og spennandi kyn- lífstækjadagatölum hjá Hermosu. „Í fyrra fundum við ekkert dagatal sem stóðst okkar kröfur, en núna í ár höfum við landað tveimur frá- bærum dagatölum sem henta alls- konar pörum. Þetta eru ótrúlega vegleg dagatöl og það sem gerir þau frábrugðin flestum öðrum er að þau innihalda ekki bara vörur frá einum framleiðanda. Hægt er að velja um Premium-kynlífstækjadagatal og svo Classic-dagatal.“ Úrvalsvörur í svefnherbergið Premium-dagatölin eru sérlega vegleg með frábært úrval af hágæða kynlífstækjum. Dagatalið kostar 39.990 kr. en verðmæti varanna er um 150.000 kr. „Þetta eru 28 vörur, sem þýðir að í sumum gluggum eru fleiri en ein vara. Þá er meðalverðið á hverri vöru fyrir sig 1.428 kr. sem er lægra verð en á ódýrustu vörunni í dagatalinu. Við erum að tala um Womanizer-vörur, paratæki, alvöru leðurvörur, múffur, titrara, sleipi- efni og alls konar unaðstæki til þess að gera desemberskammdegið að skemmtilegasta tíma ársins.“ Sígildar unaðsvörur Hitt dagatalið er alls ekki síðra. Dagatalið er á 24.990 kr. en verð- mæti varanna er um 80.000 kr. „Vörurnar í þessu eru mjög góðar og sígildar, en vörumerkin eru minna þekkt. Við höfum þó verið að selja frábærar vörur frá þessum aðilum og við vitum að þetta eru flott vörumerki. Þarna eru kegal perlur, titrarar, dildóar, sogtæki, bdsm- dót, typpahringur og paratæki. Það verður enginn svikinn af þessum munúðarpakka.“ Samdægurs sendingarþjónusta „Við vinnum sífellt að því að bæta þjónustuna hvar sem hægt er, en viðskiptavinir okkar hafa kunnað Tryllt jóladagatöl fyrir fullorðna fólkið Hermosa er ein stærsta og farsælasta netverslun með kynlífstæki á Íslandi í dag. Upp- hafið má rekja til þess að eigendurnir, Vilhjálmur Þór Gunnarsson og Kristín Björg Hrólfs- dóttir fluttu inn kynlífstækjadagatöl og komu auga á verðósamræmi á markaðnum. Kristín og Vilhjálmur eru spennt að tilkynna að þau ætla að bjóða upp á algerlega sturluð kynlífstækjadagatöl í ár. MYND/VALLI Kíktu við í hermosa.is og skoðaðu úrvalið. Facebook: Hermosa.is Instagram: hermosaisland vel að meta góða verðið, fríu heims- endinguna og hvað vefsíðan er þægi- leg og einföld í notkun. Okkar mark- mið hefur alltaf verið að einskorða úrvalið við fyrsta flokks vörur. Eins og við segjum oft, þá nennir enginn að skoða 300 dildóa í leit að þeim eina rétta. Við erum búin að leggjast í rannsóknarvinnuna til að einfalda þér lífið. Það nýjasta hjá okkur er að nú bjóðum við upp á samdægurs heim- sendingu, sækja á N1 á leið heim úr vinnu eða í vöruhús. Ef pantað er fyrir hádegi þá geturðu fengið vör- una heimsenda samdægurs. Þetta er í raun engu flóknara en að panta pizzu. Þú færð sms þegar varan fer í bílinn og svo annað þegar það eru 15-20 mínútur í að hún kemur til þín. Það þarf því ekki að bíða heima í heilan dag eftir heimsendingu. Ef fólk vill sækja, þá er hægt að sækja sendingar frá kl. 17 og fram á kvöld á allar N1 stöðvar. Þessi kostur hentar mörgum sem vilja kippa pakkanum með sér heim úr vinnu og vilja ekki þurfa að vera heima. Einn- ig er hægt að sækja sjálfur í vöru- húsið fyrir kl. 17.00 á daginn. Einnig höfum við bætt við lifandi spjalli á síðunni okkar. Þá geta við- skiptavinir náð í okkur á næstum hvaða tíma sólarhringsins sem er. Við erum nánast alltaf við, því við getum hvort heldur sem er svarað í tölvunni eða símanum.“ n S o g t æk i n f r á Womanizer hafa tröllriðið kynlífs- tækjamarkaðnum undanfarið. Fjarstýrðu eggin frá Easy Toys passa vel í nær- buxurnar. Makinn fær svo fjarstýr- inguna og getur kveikt á egginu hvar og hvenær sem er. Gefðu frá þér stjórnina, þú munt ekki sjá eftir því. Dagat ö l in eru ótrúlega vegleg og innihalda ekki bara vörur frá ein- um framleiðanda. Fallegur paratitrari frá We-Vibe sem að mun krydda vel upp á kynlífið í desember. Tækið virkar í flestum s te l l ingum og veitir báðum að- ilum unað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.