Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 20
Æ ska Íslands er í vanda stödd ef marka má niðurstöður alþjóð- legra PISA-kannana undan- farinn áratug. Með hverri könnun virðast ungmenni landsins standa verr að vígi en áður. Hermundur Sig- mundsson, prófessor í lífeðlis- legri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Þrándheimi í Noregi, telur að stöðuna megi bæta til muna með nýrri nálgun í grunn- skólum landsins, þá sérstak- lega í lestrarkennslu. Kveikjum neistann Hermundur er farinn af stað með verkefnið Kveikjum neistann! Verkefnið byggir á niðurstöðum fremstu vísinda- manna heims á sviði menntun- ar og heilbrigðis. Grunnkenn- ingar verkefnisins eru: n Endurtekningin skapar meistarann n Markviss þjálfun hvers nemanda og eftirfylgni er lykill að færni og þróun þekk- ingar n Réttar áskoranir miðað við færni n Starfsemi sem einkennist af gróskuhugarfari, ástríðu og þrautseigju n Skapandi skrif Um er að ræða nýja nálgun á skólastarfið og kennslu, með sérstaka áherslu á að virkja rétt hugarfar meðal barnanna okkar. „Það vantar að virkja í þeim ástríðuna. Það þarf að kveikja neistann hjá þeim. Finna við- fangsefni sem þeir vilja vinna með,“ segir Hermundur. En í þetta vísar einmitt nafn verk- efnisins, að kveikja neistann. Ástríðan Hermundur bendir á að ástríð- an skipti höfuðmáli þegar kemur að því að læra og skara fram úr. Til að kveikja neist- ann hjá börnum þarf þeim að standa til boða námsefni sem vekur áhuga hjá þeim því þannig er hægt að virkja börnin í námi með ástríðunni. Bendir Hermundur á að þeir sem skara fram úr á sínum sviðum hafi ástríðu fyrir því sem þeir gera, ástríðan sé því lykillinn að velgengni og því er ástríðan eitt af lykil atriðum í verkefni Hermundar. Með því að kveikja neistann þá getur ástríðan tendrað úr neistanum bál. Hugarfar grósku Annað lykilatriði í námi er þáttur sem Hermundur kallar hugarfar grósku, þ.e. að hafa trú á að maður geti bætt sig, öðlast kunnáttu og færni, með þjálfun og tíma. Gróskuhugarfar ásamt ástríðunni leiðir til þess að börn hafa einlæga trú á því að þau geti náð árangri, orðið betri og skarað fram úr. Nú í dag sé það gjarnan þannig að börnum sé ekki nægjanlega ÞAÐ ÞARF AÐ KVEIKJA NEISTANN HJÁ ÞEIM Hallað hefur undan fæti í lestrargetu íslenskra grunnskólabarna undanfarin ár. Sérfræðinga greinir á um leiðir til úrbóta en eru þó sammála um að lykilatriði sé að virkja áhuga barna á lestri. Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is sniðinn stakkur eftir vexti í skólakerfinu. Þau koma inn í skólakerfið með ólíka færni í lestri en sé strax hent í djúpu laugina. Jafnvel börn sem hafa ekki náð góðum tökum á lestri þurfa að glíma við orðadæmi í stærðfræðitímum. Þetta telur Hermundur að sé ekki líklegt til að ýta undir grósku barna, það minnki trú þeirra á sjálf sig þegar þeim tekst ekki að ljúka verkefnum. Þrautseigjan Þriðja lykilatriðið samkvæmt Hermundi er þrautseigjan, eða samviskusemi og viljinn til að vinna vel og markvisst að verkefnum, jafnvel þótt þau séu erfið. Ástríðan og gróskan koma huga barnsins á réttan stað og það er svo þrautseigj- an sem hjálpar þeim að ná markmiðum sínum. Eftirfylgni Fyrri þrír þættirnir lúta að hugarfari barnanna, en eftir- fylgnin skiptir einnig máli. Það er, að börnin hafi kennara eða leiðbeinanda sem hjálpar þeim að virkja ástríðuna, gróskuna og þrautseigjuna og fylgja því eftir. Hermundur nefnir sem dæmi að kennarar þurfi að gefa börnum áskoranir sem henta þeirra áhugasviði og þeirra getustigi. „Ef verk- efnin sem barnið fær er of erfitt þá getur það hellst úr lestinni, orðið leitt eða fundið fyrir kvíða og streitu. Lykill- inn í þessu er áskorun miðað við færni, og þá verðum við að finna út nákvæmlega hvar barnið stendur.“ Uppstokkun Að mati Hermundar þarf að stokka upp í skipulagi skóla- dagsins í grunnskólum Ís- lands. Langar kennslustundir, þá einkum margir tímar í bóklegum fögum, geti tekið á börnin. Best væri að hefja daginn á hreyfingu og al- mennt bæta meiri hreyfingu inn í skólastarfið. Eins þyrfti að gefa börnun- um rými til að virkja ástríð- una, t.d. með yndislestrartím- um, meiri tónlist, myndlist, dansi og skák. Meðal mark- miða verkefnis Hermundar, Kveikjum neistann, er að 95 prósent barna verði full- læs eftir 2. bekk og þeim sé boðið upp á viðeigandi áskor- anir miðað við færni þeirra og getu, í umhverfi sem skapi áhuga, með lestri góðra bóka. En þá þarf líka að vera gott aðgengi að bókum. „Ímyndaðu þér ef það væru til tuttugu bækur fyrir hvert erfiðleikastig í lestri, sem oft er skipt í ellefu stig. Þá hefðu börnin úr nægu að velja. Ég hef kallað eftir þessum bókum í 10-15 ár. Við verðum að fara í þetta átak. Við erum hér á landi með fullt af góðum rit- höfundum sem gætu tekið það að sér að skrifa góðar og skemmtilegar bækur svo börnin hafi úr nægu að velja.“ Hermundur hefur einn- ig gagnrýnt lyfjanotkun og greiningu á börnum, einkum meðal ungra drengja. Hlut- fall drengja með greiningu á athyglisbresti og/eða ofvirkni sé afar hátt hér á landi. Samt finnst Hermundi lítið vera gert í málunum. Lægra hlutfall greininga sé áhyggjumál yfirvalda annars staðar í heiminum, en ekki á Íslandi. Úr þessu telur Her- mundur að megi bæta með því að bæta aðstæður þeirra í skólanum, bæta hreyfifærni, hreysti, einbeitingu, val og fókus hjá hverju barni. Aðferðafræði Byrjendalæsi er kennsluaðferð sem miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri hefur þróað frá árinu 2004 og hefur verið innleidd í marga grunn- skóla landsins. Ágæti þessar aðferðar hefur verið umdeilt og gjarnan sett í samhengi við lakari árangur íslenskra grunnskólabarna undanfarin ár. Illugi Gunnarsson gagn- rýndi byrjendalæsi harðlega þegar hann var menntamála- ráðherra árið 2015. Sagði hann að aðferðin byggði meðal ann- ars á ótraustum grunni: „Menn eiga að geta spurt sig, þegar nýjar aðferðir eru innleiddar í íslenskt menntakerfi, hvaða lágmarkskröfur eru gerðar um rannsóknir og vísbendingar er varða ágæti þeirra – hvort Hermundur vill hrista upp í skólakerfinu. MYND/PJETUR 20 FÓKUS 11. SEPTEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.