Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Forstöðukona Skjóls hættir Eftir umfjöllun DV um starfsemi hjúkrunarheimilisins Skjóls í síðustu blöðum voru allir starfsmenn boðaðir á starfsmanna- fund. Var þar leitað að uppljóstrara DV. Aðstandendur heim- ilismanna voru fullvissaðir um að umfjöllun DV ætti ekki við nein rök að styðjast og byggðist á misskilningi. DV áréttaði því að umfjöllun byggði á samtali við fjölda heimildarmanna sem allir hafa þekkingu á starfseminni og barst DV fjöldi frásagna í kjölfarið sem studdu við fréttaflutninginn. Á fundinum kom jafnframt fram að forstöðukona hjúkrunar, Guðný H. Guð- mundsdóttir, muni láta af störfum um mánaðamótin. Starfs- menn Skjóls fullyrtu á fundinum að fréttaflutningur DV gæfi raunsæja mynd af stöðu mála. Ákært fyrir morð Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir morð. Er honum gefið að sök að hafa kastað öðrum manni fram af svölum í Úlfarsárdal í desember á síðasta ári. Maðurinn er sagður neita sök en í ákæru er hann sagður hafa veitt þeim látna hnefahögg, spörk, þungt högg í höfuðið og í kjölfarið kastað honum fram af svölunum. Fallið niður af svölunum var tæpir sjö metrar og hafnaði hinn látni á steyptri stétt og lést þar af áverkum sínum. Krabbameinsfélagið í vörn Krabbameinsfélag Íslands hefur staðið í ströngu eftir að upp komst um mistök við sýnatöku sem meðal annars urðu til þess að kona hefur greinst með ólæknandi leghálskrabbamein. Mis- tökin hafa verið rakin til mannlegra mistaka starfsmanns sem hefur lokið störfum hjá félaginu. Málið hefur vakið mikinn óhug meðal kvenna sem hafa áhyggjur af því að þær hafi einn- ig fengið ranga niðurstöðu úr sýnatöku. Krabbameinsfélagið fer nú yfir um sex þúsund sýni og af þeim 2.200 sýnum sem yfirferð var lokið á í vikunni reyndust ríflega fimmtíu konur með vægar frumubreytingar. Sóttvarnabrot vekur heimsathygli DV greindi frá því á mánu- dag að tveir meðlimir enska landsliðsins í knattspyrnu, Phil Foden og Mason Greenwood, hefðu brotið sóttvarnalög hér á landi er þeir buðu stúlkum í heimsókn á Hótel Sögu. Málið vakti heimsathygli og hafa knattspyrnumennirnir verið sektaðir samkvæmt íslenskum lögum og eiga yfir höfði sér agaviðurlög, auk þess sem þeim var meinað að taka þátt í næsta landsleik enska liðsins við Dan- mörku. Jesús með brjóst Biskupsstofa auglýsti sunnudagaskólann með nýstárlegum hætti á dögunum. Fyrir valinu varð auglýsing sem sýndi trans Jesús. Auglýsingin vakti mikla athygli, oft neikvæða og hafa margir í kjölfarið sagt sig úr þjóðkirkjunni. Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, séra Hildur Björk Hörpudóttir, útskýrir myndina á þann veg að Kristur sé fyrir alla, ekki bara hvíta gagnkynhneigða karlmenn. Hann geti því vel verið karl með brjóst eða kona með skegg og geti vel verið trans einstaklingur. Urgur mun vera á meðal presta vegna málsins sem skiptast í tvær fylkingar. Þeir sem eru ánægðir með trans Jesú og þeir sem eru það ekki. Jón Baldvin ákærður Ráðherrann fyrrverandi, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Jón Baldvin greindi sjálfur frá þessu í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Meint brot Jóns Baldvins gegn fjölda kvenna hafa verið áberandi í umræð- unni undanfarinn áratug eða svo, en þetta er í fyrsta sinn sem ákæra er gefin út á hendur honum. 1 Enskir landsliðsmenn brutu reglur hér á landi í gær – Fengu íslenskar stúlkur upp á hótel Leik- menn enska landsliðsins í knatt- spyrnu, Mason Greenwood og Phil Foden, brutu gegn íslenskum sótt- varnalögum um síðustu helgi með því að lauma gestum í heimsókn. 2 Lára segist hafa gert mistök með því að taka heimsóknina í gær upp – „Ég finn til með kærust­ unni“ Lára Clausen tók upp mynd- band af enskum knattspyrnumönnum brjóta sóttvarnareglur á Íslandi. 3 Svona komust konurnar inn á Hótel Sögu – „Er þetta ekki bara casual Sunday? What the Fuck!“ Ensku landsliðsmennirnir bókuðu tvö aukaherbergi á Hótel Sögu til að taka á móti gestum og brutu sóttvarnalög. 4 Fleiri íslenskar stelpur voru í samskiptum við stjörnur Englands – „Ég fór ekki á hótelið“ Ensku knattspyrnumennirnir buðu fleirum í heimsókn. 5 Sjáðu myndirnar: Glæsibústaður Bjössa og Dísu í World Class Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eiga glæsibústað við Þingvallavatn. 6 Sjáðu myndirnar úr enskum blöðum – Berrassaður á Hótel Sögu Enskir fjölmiðlar birtu myndir af Phil Foden knattspyrnumanni sem beraði á sér afturendann. 7 Konurnar í lífi Mason Green­wood og Phil Foden Fókus fjallaði um konurnar í lífi fótbolta- drengjanna sem brutu sóttvarna- reglur. 8 Koma íslensku konunum til varnar – Nadía með óbragð í munni eftir að hafa verið sökuð um vændi Íslensku konurnar sem heim- sóttu ensku knattspyrnumennina á hótel Sögu voru opinberlega smán- aðar. Nokkrir þekktir einstaklingar stigu fram þeim til varnar. 9 11 ára sendi besta vini sínum skilaboð – „Öll systkini mín eru dáin“ Fyrir viku fundust lík fimm systkina á heimili þeirra í Þýskalandi. Ármúla 21, 108 Reykjavík - Reykjavík – Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is - www.kjoreign.is/ KJÖREIGN FASTEIGNASALA - TRAUST OG ÖRUGG FASTEIGNASALA í 40 ÁR Ásta María Benónýsdóttir Löggiltur fasteignasali asta@kjoreign.is 897-8061 Sigurbjörn Skarphéðinsson Löggiltur fasteignasali, skjalagerð. sigurbjorn@kjoreign.is 533-4040 Dan Valgarð S. Wiium Hdl, löggiltur fasteignasali. dan@kjoreign.is 896-4013 Rakel Salóme Eydal Löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari rakel@kjoreign.is 533-4040 Þórarinn Friðriksson Löggiltur fasteignasali. thorarinn@kjoreign.is 844-6353 Jón Bergsson lögmaður og löggiltur fasteignasali jon@kjoreign.is 777-1215 F ru m Kristinn Valur Wiium Sölumaður, sími: 896 6913 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími: 896 4090 Bjóðum til sölu 180,7 fm parhús á tveimur hæðum með innb. bíl- skúr. Svefnherb. eru fjögur og bað- herb. tvö. Sérlega fallegur garður og afgirtur sólpallur úr timbri með heitum potti. Húsið er í sérlega góðu ástandi, nýlega málað að ut- an. Vel skipulagt hús í lokaðri götu í barnvænu umhverfi. Verð 49 milljónir. ATH. skipti á minni eign möguleg. GRASARIMI – PARHÚS Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími: 896 4090 Dan V.S. Wiium hdl., og löggiltur fasteignasali Kársnesbraut, 200-Kópavogi Síðumúli - 108 Rvk Smiðjuvegur, 200- Kóp VERSLUNAR OG IÐNAÐ NÆÐI. Atvinnuhúsnæði til leigu. Til sölu - Atvinnuhúsnæði/Verslunarhúsnæði á 1.hæð jarðhæð í tveggja hæða steinhúsi. Stærð alls 166,0 fm. Á efri hæð hússins eru íbúðir. Stórir gluggar að framanverðu og tveir inngangar í húsnæðið. Laust fljótlega. Til sölu - Iðnðaðarhúsnæði á tveimur hæðum, Stærð alls 629,4 fm. Stór salur (bakhús) með innkeyrsludyrum að fra- manverðu. Salurinn er með góðri lofthæð, ca. 4 metrar upp í bita, engar súlur. Gluggar á báðum hliðum húsnæðisins. Milliloft með gluggum á suðausturhliðinni. Eignin er til afhendingar í janúar 2014. Verð: 65,0 millj Til leigu.- Verslunar og iðnaðarhúsnæði á jarðhæð. Mjög góð og áberandi staðsetning. Húsnæðið er með gott auglýsin- gagildi. Góðir gluggar og tveir inngangar. Hentar marghát- taðri starfsemi. Stærð 415 fm. þ.e. 330 fm verslun og 85 fm lagerhúsnæði. Eignin er laus strax. VEGNA MIKILLAR SÖLU UNDANFARNA MÁNUÐI VANTAR OKKUR ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. Ármúla 21, 108 Reykjavík - Reykjavík – Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is - www.kjoreign.is/ KJÖREIGN FASTEIGNASALA - TRAUST OG ÖRUGG FASTEIGNASALA í 40 ÁR Ásta María Benónýsdóttir Löggiltur fasteignasali asta@kjoreign.is 897-8061 Sigurbjörn Skarphéðinsson Löggiltur fasteignasali, skjalagerð. sigurbjorn@kjoreign.is 533-4040 Dan Valgarð S. Wiium Hdl, löggiltur fasteignasali. dan@kjoreign.is 896-4013 Rakel Salóme Eydal Löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari rakel@kjoreign.is 533-4040 Þórarinn Friðriksson Löggiltur fasteignasali. thorarinn@kjoreign.is 844-6353 Jón Bergsson lögmaður og löggiltur fasteignasali jon@kjoreign.is 777-1215 F ru m Kristinn Valur Wiium Sölumaður, sími: 896 6913 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími: 896 4090 Bjóðum til sölu 180,7 fm parhús á tveimur hæðum með innb. bíl- skúr. Svefnherb. eru fjögur og bað- herb. tvö. Sérlega fallegur garður og afgirtur sólpallur úr timbri með heitum potti. Húsið er í sérlega góðu ástandi, nýlega málað að ut- an. Vel skipulagt hús í lokaðri götu í barnvænu umhverfi. Verð 49 milljónir. ATH. skipti á minni eign möguleg. GRASARIMI – PARHÚS l tj i, í i: l., l ilt t i li Kársnesbraut, 200-Kópavogi Síðumúli - 108 Rvk Smiðjuvegur, 200- Kóp VERSLUNAR OG IÐNAÐ NÆÐI. Atvinnuhúsnæði til leigu. Til sölu - Atvinnuhúsnæði/Verslunarhúsnæði á 1.hæð jarðhæð í tveggja hæða steinhúsi. Stærð alls 166,0 fm. Á efri hæð hússins er íbúðir. Stórir gluggar að framanverðu og tveir inngangar í húsnæðið. Laust fljótlega. Til sölu - Iðnðaðarhúsnæði á tveimur hæðum, Stærð alls 629,4 fm. Stór salur (bakhús) með innkeyrsludyrum að fra- manverðu. Salurinn er með góðri lofthæð, ca. 4 metrar upp í bita, engar súlur. Gluggar á báðum hliðum húsnæðisins. Milliloft með gluggum á suðausturhliðinni. Eignin er til afhendingar í janúar 2014. Verð: 65,0 millj il l i . l i i j . j i i . i l i VEGNA MIKILLAR SÖLU UNDANFARNA MÁ UÐI VANTAR OKKUR ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. 4 FRÉTTIR 11. SEPTEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.