Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 30
Una í eldhúsinu Brownie með Oreo kexkökum 250 g smjör 3,5 dl sykur 2 dl kakó 4 tsk. vanillusykur 4 egg 3 dl hveiti 1 pakki Oreo kex Stillið ofninn á 180 gráður við undir- og yfirhita. Smjörið brætt í potti og leyft að- eins að kólna, passið að það sé ekki sjóðandi heitt. Sykri, kakó, vanillusykri og eggjum bætt út í pottinn og hrært saman. Loks er hveiti sigtað saman við og hrært vel í blöndunni. Gott er að smyrja ferkantað form að innan og hella deiginu ofan í. Áður en kakan er sett í ofninn er Oreo kexkökum stungið ofan í deigið. Bakað við 180 gráður í um það bil 20-22 mínútur (kakan á að vera dálítið blaut þegar hún er tekin út), kakan er látin kólna í forminu. Fallegt er að skera svo kökuna í minni bita, skreyta með berjum og jafnvel að sigta smá flórsykur yfir. Maríukaka 3 egg 3 dl sykur 4 msk. smjör 100 g suðusúkkulaði 1 tsk. salt 1 tsk. vanilludropar 1 ½ dl hveiti 1 ½ dl pekanhnetur Þeytið saman egg og sykur. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman og hellið saman við eggja- blönduna. Blandið næst þurrefnunum saman við og hrærið saman. Smyrjið bökunarform að innan með smjöri og hellið blöndunni í, bakið við 170 gráður í um 20 mínútur. Kakan er tekin út úr ofninum og hnetunum stráð yfir kökuna og karamellunni síðan hellt yfir hnet- urnar, kakan sett inn í ofn og bökuð aftur við um 15 mínútur. Karamella 4 msk. smjör 1 dl púðursykur 3 msk. rjómi Til þess að gera þunna kara- mellu, setjið þið allt saman í pott við vægan hita og hrærið í þar til púðursykurinn er uppleystur. Í rigningu og rútínu er gott að leyfa sér aðeins. Una Guð- munds deilir hér uppskriftum að súkkulaðibombum sem gera helgina að dísætum draumi. Köld mjólk með og allt er æði. MYNDIR/AÐSENDAR 30 MATUR 4. SEPTEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.