Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 22
Andre Stander fæddist í Suður-Afríku á fimmta áratug síðustu aldar. Stander þótti ágætis náms- maður framan af, en féll þó á stúdentsprófinu sem kom foreldrum hans mikið á óvart. Í stað þess að taka allt árið aftur fór hann í lögreglu- skólann. Faðir hans var yfir- maður í lögreglunni og setti mikla pressu á að sonurinn skyldi feta í fótspor sín. Á fyrsta ári sínu í lögreglu- skólanum var hann valinn „besti nýliðinn“ og nokkrum árum seinna var hann sjálfur orðinn yfirmaður í rann- sóknardeild lögreglunnar í Jóhannesarborg, einungis 31 árs gamall. Það var einmitt þá, árið 1977, sem hann fór að gera óvenjulega hluti. Fyrstur á vettvang að rannsaka eigin rán Talað er um að Stander hafi framið fyrstu ránin sín þegar hann var í fríi. Þá hafi hann keypt flug til borgarinnar Durban snemma um morgun, þar á hann að hafa komið sér í dulargervi, rænt bíl og síðan keyrt á áfangastað, sem yfirleitt var banki. Þar hafi hann framið vopnað rán með byssu sem hann otaði að bankastarfsfólki. Þegar hann fékk svo peningana keyrði hann aftur upp á flugvöll, eins og ekkert hefði í skorist. Ránin urðu fleiri og fleiri. Í matarpásum átti hann það til að skreppa og ræna banka og mæta aftur á vakt. Hann var jafnvel fyrsti rannsóknar- lögreglumaðurinn á vett- vang eigin glæps. Stander yfirheyrði jafnvel vitni, sem ótrúlegt en satt, könnuðust ekki við hann. Svo virðist vera að hann hafi fengið mikið út úr því að ræna. Átti erfitt með að halda hlátrinum niðri Stander sagði vini sínum, sem starfaði einnig hjá lög- reglunni, frá ránunum. „Hann viðurkenndi þetta fyr- ir mér. Fyrst fannst honum þetta óþægilegt, en svo gat hann hreinlega ekki stoppað. Hann gat ekki hamið sig, horfði á andlit fórnarlamba sinna og átti erfitt með að halda hlátrinum niðri. Það var einhver sadískur ein- eltis-kjarni í þessu.“ Vinur hans gerði lögreglu viðvart sem handtók Stander, eftir að hún lagði hald á stolinn bíl með dulargervunum sem hann notaði. Stander var árið 1980 ákærður fyrir að fremja 28 rán. Hann var dæmdur sekur í 15 ákæruliðum og fékk 75 ára fangelsisdóm. Hann á að hafa rænt að minnsta kosti 100.000 suður-afrísk rönd, sem í dag yrði metið á tugi milljóna íslenskra króna „Ég neyddi hann til að fara í lög- regluna gegn hans eigin ósk- um. Hann hefði átt að hætta þar fyrir mörgum árum.“ sagði faðir Standers eftir réttarhöldin. Slapp úr fangelsi Í öryggisfangelsinu Zon- derwater kynntist Stander, Patrick McCall og Allan Heyl, en báðir voru banka- ræningjar. Árið 1983 tókst þeim Stander og McCall að flýja fangelsisvistina. Þeir lugu um veikindi og fengu tíma hjá sálfræðingi sem starfaði utan fangelsisins. Þeim tókst að yfirbuga þrjá fangaverði sem áttu að fylgj- ast með þeim og stela bíl sál- fræðingsins til að komast á brott. Í tvo mánuði létu þeir lítið fyrir sér fara, eða þangað til þeir brutust inn í sérstakan endurmenntunarskóla fyrir fanga. Þar var Allan Heyl að taka próf, en hann fór á brott ásamt Stander og McCall. Nokkur rán á dag í sögulegu ránsæði Strax í kjölfarið tók við ótrúlegt ránsæði þeirra um Jóhannesarborg, en vegna þess hlutu þeir nafnið Stan- der-gengið í fjölmiðlum. Eitt fyrsta ránið var í vopnabúð, þar sem þeir byrgðu sig upp af vopnum sem þeir notuðu svo í hin ránin. Tríóið rændi fyrst og fremst banka og það í stórum stíl. Ránin voru framin á skömmum tíma og þar af leiðandi frömdu þeir stundum nokkur á dag, þegar mest gekk á voru þau fjögur á einum og sama deg- inum. Stander genginu tókst allt- af að vera nokkrum skrefum á undan lögreglunni, til að mynda notuðust þeir við þrennt húsnæði á mismun- andi stöðum í borginni. Talið er að heildarþýfi þeirra hafi verið metið á um það bil 700.000 rönd, sem í dag væru hátt í 200 milljónir króna. Bílaþjófnaður varð Stander að falli Í byrjun árs 1984, þegar ránsæðið hafði staðið yfir í meira en tvo mánuði, fóru þremenningarnir að átta sig á því að tíminn færi að verða naumur. Lögreglan virtist alltaf vera nær því að góma þá og því fóru þeir að huga að því að koma sér í burtu. Á endanum voru það fylgdarkonur sem gerðu lög- reglunni viðvart um eitt hús- næði þeirra. Þá voru Stander og Heyl búnir að koma sér úr landi, en McCall var eftir. Lög- regla umkringdi húsnæðið, en McCall ákvað að heyja skotbardaga við hana, frekar en að gefast upp. Það endaði með dauða hans. Heyl flúði til Evrópu þar sem hann flakkaði á milli staða, en var á endanum handtekinn í Bretlandi. Hann sat í fang- elsi til ársins 2005, en lést í apríl á þessu ári. Stander flúði aftur á móti til Flórída-fylkis. Hann var tekinn af lögreglunni á óskráðum Ford Mustang. Honum tókst að sannfæra lögregluna um að hann væri ástralskur rithöfundur, en missti bílinn. Stander tók það ekki í mál og stal bílnum aftur af lögreglustöðinni. Í kjölfarið komst lögreglan að því að þarna væri eftirsótt- asti maður Suður-Afríku á ferð. Þegar átti að handtaka Stander reyndi hann að flýja, sem varð til þess að lögreglu- þjónn skaut á hann með þeim afleiðingum að hann lést. Einfaldur og sorglegur endir á ótrúlegum glæpa- ferli eins afkastamesta þjófs heims. n SAKAMÁL Xxxxx RANNSAKAÐI SÍNA EIGIN GLÆPI Afbrotaferli hins suður-afríska lögreglustjóra Andre Stander hefur verið lýst sem „goðsagnakenndum“. Stander framdi bankarán og var jafnvel fyrstur á vettvang. Kvikmynd var gerð eftir sögu Andre sem kallaðist Good cop, great criminal. MYNDIR/SCOOP­ WHOOP.COM Lögreglustjórinn stelsjúki Andre Stander. Jón Þór Stefánsson jonthor@dv.is 22 FÓKUS 11. SEPTEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.