Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2020, Blaðsíða 14
ins úr 9 í 128 milljónir króna. Nine Kids eru stórtæk í sölu barnabílstóla. Fyrirtækið er í eigu Sigríðar Rúnar Siggeirs- dóttur og Helgu Sigurðar- dóttur. Hagnaður þess nam rúmri milljón á árinu. Ólavía og Óliver hefur rekið sína verslun í Glæsibæ síðan 1995 og er í eigu Breks ehf., sem er alfarið í eigu Þór- unnar Ólafar Sigurðardóttur. Af rekstrarreikningi Ólavíu og Ólivers að dæma, virðist fyrirtækið hafa misst spón úr aski sínum yfir til sam- keppnisaðilanna á árinu, því tekjurnar drógust saman um 13 milljónir á árinu. Minimo stendur höllum fæti Fatura ehf., sem rekur versl- unina Minimo hélt áfram að skila tapi á árinu. Tap ársins 2018 var rúmar fjórar millj- ónir og jókst í rúmar fimm í fyrra. Þó tvöfaldaðist veltan úr sjö í fjórtán milljónir og er eigið fé þeirra neikvætt um 13 milljónir. Skuldir félagsins jukust um 11 milljónir á árinu en eignir aðeins um sex millj- ónir. Athygli vekur að aðeins er einn skráður starfsmaður hjá versluninni í 70% starfi samkvæmt ársreikningi. Barnaloppan og Bíumbíum á grænni grein Barnaloppan í Skeifunni sér- hæfir sig í sölu notaðra barna- fata, en þar geta foreldrar leigt bása og selt notuð barna- föt á sínu verði. Barnaloppan þjónustar svo viðskiptavini sína með starfsfólki sem sér um eiginlega sölu, en fyrir- tækið þykir einnig skila já- kvæðum samfélagslegum ávinningi með því að hvetja til ábyrgrar endursölu á barna- vörum. Fyrirtækið er í eigu Guðríðar Gunnlaugsdóttur. Tekjur af sölu stórjukust á liðnu ári og námu heilum 73 milljónum króna í fyrra. Hagnaðurinn nam rúmri þremur og hálfri milljón og jukust enn fremur eignir fé- lagsins um á fjórðu milljón. Eigendur Barnaloppunnar opnuðu Extra-loppuna sumar- ið 2019, sem er byggð á sömu hugmyndafræði nema á fatn- aði og vörum fyrir fullorðið fólk. Merkjavörur eru þar vin- sælar og hefur fjöldi þekktra einstaklinga selt merkjavöru- safn sitt í Extra-loppunni. Bíumbíum skilaði vel á ár- inu. Tekjur félagsins jukust um 34 milljónir á milli ára og námu í fyrra 139 milljónum. Hagnaður nam tíu og hálfri milljón. Bíumbíum er með verslun í Síðumúla. Eignir félagsins námu í lok síðasta árs um 45 milljónum. Vó þar þyngst vörubirgðaliður, sem nam rúmum 43 milljónum. Samanlögð 700 milljóna velta Samanlögð velta þessara fyr- irtækja, sem öll eiga það sam- merkt að sérhæfa sig í sölu barnavara og -fatnaðar, nemur rúmum 700 milljónum. Mest- ur var hagnaður bíumbíum og Petit ehf. Petit var jafnframt langtum stærsta verslunin, með nánast tvöfalt hærri veltu en næsta verslun. Þessi velgengni fyrirtækj- anna er sérstaklega áhuga- verð í ljósi áðurnefndrar ferða- og kaupgleði Íslend- inga erlendis og að H&M og Lindex eiga engu að síður stóran hluta af barnafata- markaðnum. Það vekur enn fremur athygli að eigendur og rekstraraðilar margra þess- ara verslana er ungt fólk á barneignaaldri. Anna Linnea hjá Petit verður til að mynda 33 ára á næsta ári og konurn- ar á bak við Nine Kids eru 34 og 35 ára. Guðríður í Barna- loppunni er líka 35 ára. n 14 FRÉTTIR 11. SEPTEMBER 2020 DV 700 MILLJÓNA KRÓNA VELTA UNGAR KONUR GERA ÞAÐ GOTT MEÐ BARNAFATAVERSLUNUM Rífandi gangur virðist vera í rekstri barnafataverslana, en þeim hefur fjölgað talsvert og velta þeirra aukist mjög. DV hefur undir höndum ársreikninga fjölda þeirra og ljóst að um er að ræða risamarkað, enda hleypur samanlagður rekstur þeirra á milljörðum. E kki er langt síðan Ís-lendingar flykktust er-lendis í verslunarferðir og voru barnaföt stór hluti góssins sem dregið var upp úr smekkfullum ferðatöskum erlendis frá. Síðan þá hefur þeim fjölgað hér og verslanir eins og H&M og Lindex opnað hér á landi. Mikil sala hefur verið í barnafatnaði innan- lands og má sem dæmi nefna að mikill vöruskortur hefur verið hjá H&M hérlendis og þá sérstaklega í barnafatnaði í útibúi verslunarinnar í mið- borginni. Hillur H&M hafa verið hálftómar svo mánuðum skiptir og segja starfsmenn mikla kergju vera í viðskipta- vinum vegna vöruskorts. Ekki er lengur eins hag- stætt að versla barnafatnað erlendis sé verið að panta hann í gegnum vefsíður, þar sem heimsendingarkostnaður og tollur bætist ofan á verðið og er í ríkara mæli þá um sambærilegt verð og í versl- unum að ræða. Hátt gengi krónunnar spilar þar einnig stórt hlutverk. Kvartmilljarða velta hjá Petit ehf. DV skoðaði ársreikninga barnafataverslana fyrir árið 2019 og kom þar ýmislegt áhugavert í ljós. Til dæmis tvöfaldaði Petit ehf., sem rekur verslunina Petit í Ár- múla, sölu sína frá árinu áður og námu þær í fyrra 258 milljónum króna. Á sama tíma jukust eignir félagsins umfram skuldir um rúmar 7 milljónir og tekjurnar um 86 milljónir. Hagnaður Pe- tit nam á síðasta ári um 7 og hálfri milljón. Petit er í eigu þeirra Önnu Linnea Charlotte Ahle og Gunnars Þórs Gunn- arssonar. Það ber að nefna að Petit er umboðsaðili vin- sælla barnavagna sem heita Bugaboo og kosta vinsæl- ustu tegundirnar í kringum 190.000 þúsund. Nine Kids, barnavöruversl- un á Grensásvegi, kom til sögunnar árið 2018 og hefur tekið vel við sér. Á öðru ári rekstrar fór velta fyrirtækis- Heimir Hannesson heimir@dv.is Guðríður, eigandi Barna- loppunnar, fann gat á markaðnum og með tilkomu sölubása fyrir notaðan barnafatnað hefur hún slegið í gegn. MYND/ SIGTRYGGUR ARI Petit selur mörg vinsælustu barnamerki heims. MYND/PINTEREST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.