Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.09.2020, Qupperneq 2
Um leið og við tilkynntum þetta fór allt á hliðina hjá mér, síminn stoppaði ekki. Stefán Sigurjónsson Veður Norðan 10-15 í dag en heldur hvassara suðaustantil. Él norðan- lands, en yfirleitt léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Lægir víða í kvöld, og léttir til og frystir um landið norðvestanvert. Hiti -2 til 5 stig, hlýjast syðst. SJÁ SÍÐU 26 Malbikað undir hvítum toppum Það var stemning á Vesturlandsvegi í gær þegar malbikunarframkvæmdir stóðu yfir og ljósmyndari Fréttablaðsins rúllaði þar fram hjá. Þó f lestir tengi malbikun við sjóðheita sumardaga er líka hægt að klæða starfsmenn upp og skella malbikinu ofan á kaldan jarðveginn. Framkvæmdirnar hafa tekið töluverðan tíma, mörgum til ama, en þó er passað upp á að örygginu sé ekki fórnað og því er verið að vanda sig. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR - heimur fágaðra möguleika www.modern.is FAXAFEN 10 · 108 REYKJAVÍK · 534 7777 - ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF PÖNTUNUM SVO ÞÚ FÁIR HÚSGÖGNIN ÖRUGGLEGA HEIM FYRIR JÓLIN SAMFÉLAG „Ég hef alltaf verið mikill spilamaður og man vel eftir mér að spila Útvegsspilið á sínum tíma, alveg heilmikið. Ég fór í alvörunni út í þetta til þess að geta fengið að spila það sjálfur aftur,“ segir Stefán Sigurjónsson og hlær. Upprunalega spilið hefur gengið kaupum og sölum manna á milli á samfélagsmiðlum fyrir svimandi háar upphæðir. „Ég náði ekki að kaupa það notað því það endaði oft í uppboðum á yfir 100.000 krónur. Þannig ég ákvað að láta slag standa og gera þetta bara sjálfur,“ segir hann. Honum þykir þó merkilegt að enginn hafi hellt sér út í það fyrr, í ljósi vinsælda spilsins. Þetta hafi þó verið gífurlega mikil vinna. „Ég hafði samband við Hauk Halldórsson myndlistarmann sem gerði spilið upphaflega og hann var heldur betur til í þetta.“ Grafíkin var unnin út frá prent- aða efninu frá 1977 sem Haukur gerði, en Stefán segir samstarfið hafa verið einstaklega skemmtilegt. „Við vildum ekkert vera að hrófla við hans hönnun of mikið, enda listaverk út af fyrir sig,“ segir Stefán. Mikil vinna fór í að endurnýja allan skipaflotann, vinnslustöðvar og hús. „Spilið endurspeglar íslenska skipaflotann eins og hann er í dag. Síðan ferðaðist ég  á milli sjávar- plássa í rannsóknarleiðangri,“ segir Stefán. Það hefur farið blóð, sviti og tár í að færa Íslendingum á ný þetta sívinsæla spil. „Já bókstaflega. Við erum búnir að handsmíða um fjóra kílómetra að skipum og húsum, svona ef við myndum raða þeim saman. Guðmundur Sighvatsson hjá Tré- smiðjunni Slipp tók það að sér með bros á vör, enda svo einlægur aðdáandi spilsins. Síðan tóku snill- ingarnir í Fangaverk á Hólmsheiði við og máluðu og pökkuðu svo spilinu. Stundum sá maður nánast eftir því að hafa ekki fengið ódýrari framleiðslu að utan. En núna þegar þetta er búið þá getur maður ekki annað en verið stoltur,“ segir Stefán. Hann segir ákveðið spennufall að sleppa spilinu loksins frá sér. „Líka út af þrýstingnum, fólk er orðið nokkuð æst að komast í eintak. Um leið og við tilkynntum þetta fór allt á hliðina hjá mér, sím- inn stoppaði ekki. Enda erum við nú þegar búin að selja þúsund spil frá því við hófum forsöluna þann 17. júní. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér.“ Hann segist hvergi hættur í spila- gerðinni og hefur hann strax hafið gerð næsta spils, sem er líka endur- gerð. „Ætli að það megi ekki segja að það sé mögulega eitthvað hættulegt á leiðinni,“ segir Stefán lúmskur. Útvegsspilið fer í sölu á spila- borg . is frá og með morgundeginum. steingerdur@frettabladid.is Þúsund spil þegar seld Stefán Sigurjónsson stendur að endurgerð Útvegsspilsins og hann er nú þegar farinn að vinna við endurgerð annarrar perlu úr íslenskri borðspilasögu. Stefán, fyrir miðju, afhenti forstjóra Landhelgisgæslunnar, Georgi Kr. Lárussyni og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra fyrstu eintök af nýrri útgáfu af Útvegsspilinu á miðvikudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SLYS Maður lést í vinnuslysi á Hellis- sandi á Snæfellsnesi á ellefta tím- anum í gærmorgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang en maðurinn var ekki f luttur með þyrlunni, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsinga- fulltrúa Landhelgisgæslunnar. Lög- reglan á Vesturlandi rannsakar nú tildrög slyssins og veitir ekki frek- ari upplýsingar um slysið að svo stöddu. – kdi Banaslys varð á Hellissandi Slysið varð um ellefu í gærmorgun. DÓMSMÁL Enn var tekist á um fyrir- hugaðar vitnaleiðslur í máli Erlu Bolladóttur gegn íslenska ríkinu, í fyrirtöku í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Í málinu gerir Erla kröfu um að úrskurður endurupptöku- nefndar, um synjun á beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, verði felldur úr gildi. Settur ríkislögmaður lýsti efa- semdum um að þörf væri á að réttar sálfræðingarnir Gísli Guð- jónsson og Jón Friðrik Sigurðsson beri vitni í málinu. Um ógildingar- mál væri að ræða og vafamál hvort sönnunarfærsla um atvik ætti yfir höfuð að fara fram. Erla Bolladóttir tók sjálf til máls um nauðsyn þess að réttarsálfræð- ingarnir beri vitni. „Játningarnar sem ég gaf í þessu máli voru fengnar á mjög óeðlilegan hátt,“ sagði Erla. Réttarsálfræðing- arnir hefðu framkvæmt vísindalega rannsókn á játningunum og þeir hefðu gert grein fyrir niðurstöðum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur [árið 2016]. Endurupptökunefnd hefði hins vegar ekki vikið einu orði að skýrslum þeirra í niður- stöðu sinni. Dómari óskaði eftir því að vitna- listar verði lagðir fram í næsta þinghaldi sem fer fram um miðjan október og þá verði úrskurðað um þá, komi mótmæli fram. – aá, – fbl Mikilvægt að Gísli beri vitni Erla Bolladóttir ásamt lögmanni sínum Ragnari Aðalsteinssyni í Héraðsdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.