Fréttablaðið - 24.09.2020, Síða 8
Það tók sex mánuði að
rannsaka dauða Breonna
Taylor en Hankison skaut
tíu sinnum inn um glugga á
heimili hennar.
Tvær af 8,6 milljónum
íbúa Sviss eru innflytjendur.
SVISS Svisslendingar kjósa á sunnu-
dag um mjög umdeilt frumvarp til
laga um útlendingamál. Gangi það
í gegn verður samningi um frjálsa
för fólks milli Sviss og Evrópusam-
bandsins sagt upp og harðari stefna
í útlendingamálum tekin upp.
Frumvarpið kemur frá Svissneska
þjóðarflokknum, sem er sá stærsti á
sambandsþinginu en tapaði miklu
fylgi í síðustu þingkosningum, árið
2019. Vonast f lokkurinn til þess að
geta náð vopnum sínum á ný með
aukinni hörku í málum innf lytj-
enda.
Löng hefð er fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslum í Sviss um ýmis mál.
Skoðanakönnun um þetta mál sýnir
að minnihluti landsmanna styður
það, 35 prósent, en 63 prósent eru
andvíg. Kosningaþátttaka hefur
hins vegar ekki alltaf verið góð í
landinu og óvíst hvort skoðana-
könnunin verði nálægt úrslitunum.
Gætu úrslitin ráðist af því hversu
duglegir baráttuhópar verða að ná
sínu fólki á kjörstað.
Innflytjendum hefur fjölgað mjög
ört í Sviss á undanförnum áratugum.
Frá árinu 1990 hefur íbúafjöldinn
aukist um tvær milljónir, þar af er
helmingur innflytjendur. Í dag búa
8,6 milljónir í landinu og þar af tvær
milljónir innf lytjenda. Hafa for-
svarsmenn þjóðarflokksins haldið
því fram að svissneskt þjóðerni sé
í hættu, haldi þessi þróun áfram.
Flestir innflytjendur koma frá Evr-
ópusambandslöndum, rúmlega
300 þúsund frá Þýskalandi og Ítalíu,
rúmlega 260 þúsund frá Portúgal og
135 þúsund frá Frakklandi.
Annað algengt popúlískt stef
sem fylgjendur frumvarpsins halda
fram er að ungir innflytjendur taki
störf eldri Svisslendinga, þrengsli í
borgum verði meiri og húsnæðis-
verð rjúki upp. „Nærri helmingur
bótaþega eru útlendingar,“ segir á
vefsíðu þeirra.
Andstæðingar frumvarpsins
halda því hins vegar fram að Sviss
þurfi á innf lytjendum að halda,
sérstaklega sérmenntuðu fólki sem
starfi í heilbrigðis- og lyfjageir-
anum. Sviss hefur verið mjög sam-
keppnishæft um launakjör og þess
vegna vilji fólk flytjast til landsins,
ekki aðeins þegar kemur að best
launuðu störfunum. Innflytjendur
sinni gjarnan störfum sem Sviss-
lendingar sjálfir sækist ekki eftir.
Innflytjendur munu sjálfir ekki
geta haft bein áhrif á kosningarnar,
því að í fæstum tilfellum mega þeir
kjósa. Fylkin, eða kantónurnar, hafa
sjálfsákvörðunarrétt um hvort þær
leyfi innf lytjendum að kjósa eða
bjóða sig fram til embættis. Ein-
ungis tvær litlar kantónur í norð-
vesturhluta landsins, Jura og Neu-
chatel, leyfa það, þar sem samanlagt
búa um 250 þúsund manns.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Kjósa um umdeilt útlendingafrumvarp
Svisslendingar hafa verið samkeppnishæfir um laun og innflytjendum fjölgað hratt á undanförnum áratugum. Nú vill Svissneski
þjóðarflokkurinn klippa á frjálsa för fólks milli Sviss og Evrópusambandsins, með frumvarpi sem kosið verður um á sunnudag.
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna mættust í sjónvarpssal til að ræða kosninguna. MYND/EPA
Samfélagsstyrkir
Landsbankans
Landsbankinn veitir 15 milljónir króna í samfélagsstyrki
árið 2020. Umsóknarfrestur rennur út á morgun,
föstudag, 25. september 2020.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja rennur út á morgun,
föstudag, 25. september 2020. Rafrænar umsóknir og nánari
upplýsingar á lbn.is/samfelagsstyrkur.
Verkefni sem einkum koma
til greina:
Verkefni á vegum mannúðar-
samtaka og góðgerðarfélaga
Verkefni á sviði menningar
og lista
Menntamál, rannsóknir og vísindi
Forvarna- og æskulýðsstarf
Umhverfismál og náttúruvernd
Veittir eru styrkir í þremur
þrepum:
1.000.000 kr.
500.000 kr.
250.000 kr.
HVÍTA RÚSSLAND Alexander Lúkasj-
enkó sór embættiseið fyrir luktum
dyrum í Hvíta-Rússlandi í sjötta
sinn í gær. Engin tilkynning hafði
borist um að Lúkasjenkó væri að
fara sverja embættiseiðinn, en
niðurstöðum forsetakosninganna
hefur verið mótmælt harðlega í
landinu og forsetinn sakaður um
kosningasvindl. Þjóðverjar sendu
frá sér tilkynningu þar sem segir að
landið viðurkenni hann ekki sem
forseta og að kosningarnar hafi
hvorki verið frjálsar né sanngjarnar.
Þegar fréttir fóru að berast um
embættiseið Lúkasjenkós flykktist
fólk út á götur landsins að mót-
mæla. Tugir voru handteknir og
beitti lögreglan vatnsbyssum og
táragasi til að sundra mótmæl-
endum. Óeirðalögreglan gekk vask-
lega fram og fjölmörg myndbönd
á Twitter sýna lögregluna ganga
harðlega fram og skeyta engu hvort
þar færu unglingar, karlmenn eða
konur. Stjórnarandstöðuleiðtoginn
Svetlana Tikhanovskaya kallaði
embættiseiðinn farsa í myndbandi
sem hún sendi frá sér.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
hefur lofað efnahagsstuðningi við
vin sinn Lúkasjenkó. – bb
Lúkasjenkó kom á óvart
Myndir af Lúkasjenkó glöddu fáa í Hvíta-Rússlandi. MYND/GETTY
KENTUCKY Mótmælendum og lög-
reglu laust saman í gærkvöldi eftir
að lögregluþjónninn Brett Hank-
ison, var ákærður fyrir að skjóta
Breonna Taylor en ekki fyrir dauða
hennar. Taylor var 26 ára og skotin
margsinnis á heimili sínu. Andlát
hennar kynti undir ásökunum um
lögregluof beldi. Áður höfðu lög-
gæsluyfirvöld fallist á að greiða fjöl-
skyldu hennar 12 milljónir Banda-
ríkjadala í bætur, jafngildi um 1,6
milljarða íslenskra króna. Útgöngu-
bann hefur verið sett á í Louisville
en borgaryfirvöld óttast að óeirðir
muni brjótast út í borginni í kjöl-
far fregnanna. Efnt hefur verið til
mótmæla þar vegna dauða Taylor
á hverjum degi í yfir 100 daga. – bb
Ákærður fyrir að skjóta
Taylor en ekki drepa
2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð