Fréttablaðið - 24.09.2020, Side 16

Fréttablaðið - 24.09.2020, Side 16
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Það verður þó ekki af Degi haft að hann er yfirleitt velviljaður og réttsýnn. Við þurfum að gera enn betur og vitum að góðar rannsóknir eru forsenda framfara. Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Flestir hafa einhvern tíma verið í návist einstaklings sem hefur unun af að tuða. Þar sem tuðarinn telur sig eiga brýnt erindi og ætlast til að aðrir taki mark á honum breiðir hann úr sér á alla kanta meðan yfirþyrmandi þreytutilfinning hellist yfir hlustandann. Hann vill umfram allt forða sér en finnur ekki útgönguleið því tuðarinn hefur læst klóm sínum í hann og lætur nöldrið dynja á honum og ætlast til samþykkis. Á dögunum birtist í Morgunblaðinu flennistór aug- lýsing sem virðist samin af dæmigerðum tuðara, sem þarna tókst að koma á prent öllu því sem hann hefur svo lengi haft unun af að tuða yfir. Borgarstjórann burt! var yfirskriftin og hún hefur örugglega fallið í kramið hjá áskrifendum og lesendum Morgun- blaðsins – það er að segja þeim sem eftir eru af áður stórum hópi. Í nítján atriðum voru rekin það sem áttu að vera stórfelld embættisafglöp borgarstjórans, Dags B. Eggertssonar, en í neðanmálsgrein var fullyrt að hann væri versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Nokkru seinna birtist þessi sama auglýsing í víðlesnasta blaði landsins, Fréttablaðinu, sennilega hefur þannig átt að tryggja að hún færi ekki fram hjá landsmönnum. Hér er ekki pláss til að telja upp þær nítján syndir borgarstjórans sem flaggað var í auglýsingunni, en hann á meðal annars að bera ábyrgð á því að borgar- búar er fastir í umferðarteppum alla daga, kvölds og morgna. Vöxtur illgresis er einnig skrifaður á hann, sem og rottugangur í borginni og losun plastagna. Undir þessa auglýsingu skrifar Bolli Kristinsson kaupmaður. Hér skal ekki látið eins og hann sé einn á báti. Það er Bolli alls ekki, hann á sér einhverja fylgj- endur. Borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, er vissulega ekki hafinn yfir gagnrýni og á löngum stjórnmála- ferli hefur hann örugglega gert sín mistök. Það verður þó ekki af Degi haft að hann er yfirleitt velviljaður og réttsýnn. Þetta eru góðir eiginleikar í lífinu sjálfu en í pólitíkinni eru þeir ekki mikils metnir. Pólitík byggir að of stórum hluta á útúrsnúningum, upp- hrópunum, illvilja og alls kyns gjammi. Dagur er ekki þannig stjórnmálamaður, ólíkt sumum í minnihluta borgarstjórnar sem virðast beinlínis hafa unun af að opinbera dónaskap sinn sem allra oftast. Borgarstjórinn svaraði Bolla á þann kurteisa hátt sem hans var von og vísa. Hann benti á að Bolli býr á Spáni. Nú getur íbúi á Spáni vissulega haft skoðun á málefnum Reykjavíkurborgar, en þá er betra að hann hafi gengið um götur borgarinnar, ekki bara einu sinni heldur margoft. Þá hefði hann til dæmis séð að miðbærinn hefur breyst til hins betra og að Lauga- vegurinn er ekki draugagata eins og haldið er fram í auglýsingunni. Vissulega hafa COVID og harkalegar aðgerðir stjórnvalda lamað miðborgina síðustu mánuði. Þegar þessi leiðindapest – sem ekki verður skrifuð á ábyrgð borgarstjóra – er frá þá hefst eðlilegt líf að nýju og mið- bærinn mun blómstra. Það er til nokkurs að hlakka. Nítján syndir Hubble Egypska fjölskyldan sem til stóð að vísa úr landi fyrir löngu er enn ófundin. Kapp- hlaup er hafið meðal grínista þjóðarinnar um hver getur sent fáránlegustu tilkynninguna á stoðdeild lögreglu. Örugglega eru einhver viðurlög við slíkri háttsemi en enginn lögfræð- ingur hefur þorað að blanda sér í umræðuna til að segja neitt í þá veruna. Lögreglan þarf hins vegar ekki á neinum heimsku- legum ábendingum að halda. Hefur hún nú fengið NASA til að beina Hubble-sjónaukanum að Íslandi og er strax búið er að úti- loka að þau séu á Kolbeinsey. Ballestin Fréttablaðið sagði frá því nýlega að Seðlabankinn hefði tekið á leigu húsnæði á efstu hæð við Hafnartorg. Fram kom að eitt af því sem réð valinu hefði verið að samnýta mætti mötuneytið í Seðlabankahúsinu. Þeir sem færast á Hafnartorg gætu mætt í hádegismat í Seðlabankahúsið við Kalkofnsveg hinum megin við götuna. Það er augljóst að sá sem tók þessa ákvörðun hefur ekki reynt á eigin skinni að ferðast fótgangandi um Kalk- ofnsveginn þegar vindurinn blæs hvað mest. Það er eins gott að maturinn í Seðló sé góður svo farbankamennirnir fjúki ekki í norðanrokinu. Það er ekki gott að verða fyrir f ljúgandi banka- mönnum. Í dag á alþjóðlegum degi krabbameinsrannsókna er vakin athygli á mikilvægi krabbameinsrannsókna til framfara. Krabbameinsfélagið hefur staðið að krabbameins- rannsóknum í hartnær 70 ár. Að stundaðar séu krabba- meinsrannsóknir hér á landi skiptir máli. Bæði vegna þess að hér á landi eigum við afar færa vísindamenn sem leggja sitt af mörkum til að ná enn betri árangri í baráttunni gegn krabbameinum og til að rannsaka stöðuna hér á landi, til dæmis aðbúnað og reynslu fólks. Eftir tilkomu Vísindasjóðs félagsins árið 2015 hefur 30 íslenskum rannsóknum verið úthlutað 227 milljónum. Styrkir Vísindasjóðsins hafa blásið nýju lífi í krabba- meinsrannsóknir á Íslandi. Á málþingi í hádeginu í dag, sem streymt verður á krabb.is, verða kynntar fyrstu niðurstöður úr Áttavit- anum, yfirstandandi rannsókn Krabbameinsfélagsins. Yfir 1.100 manns hafa þegar tekið þátt í rannsókninni og svarað ítarlegum spurningum um reynslu af greiningu og meðferð. Með niðurstöðunum fást mikil- vægar upplýsingar sem félagið mun nýta til að vinna að málefnum sjúklinga. Einnig verða á málþinginu kynntar þrjár af þeim þrjátíu rannsóknum sem hlotið hafa styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins. Stór skref hafa verið stigin varðandi gæðamat á greiningum og meðferð krabbameina með samstarfi Krabbameinsfélagsins, Landspítala og Sjúkrahúss- ins á Akureyri sem verður kynnt á málþinginu. Með staðlaðri skráningu fæst yfirsýn yfir árangur og gæði sem verður hægt að bera saman við önnur lönd. Slíkt nýtist á margan hátt í þágu sjúklinga. Krabbameinsrannsóknir eru undirstaða þess góða árangurs sem náðst hefur varðandi krabbamein. Hér á landi hafa lífslíkur kvenna tvöfaldast á síðustu 50 árum og dánartíðni kvenna af völdum krabbameina hefur lækkað um 35%. Það er hins vegar ekki nærri nóg því hér greinist einn af hverjum þremur landsmönnum með krabbamein á lífsleiðinni. Við þurfum að gera enn betur og vitum að góðar rannsóknir eru forsenda framfara. Ágóði af sölu Bleiku slaufunnar 2020 mun renna til krabbameinsrannsókna. Rannsóknir til framfara Halla Þorvaldsdóttir framkvæmda- stjóri Krabba- meinsfélagsins 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.