Fréttablaðið - 24.09.2020, Qupperneq 22
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Timberland-skórnir voru fyrst hannaðir til að vera vinnu-skór fyrir byggingarverka-
menn í Bandaríkjunum, en síðan
hafa þeir fest sig í sessi sem vinsæll,
harðger skóbúnaður og tískuvara.
Nú hefur framleiðandinn farið
í samstarf við malasíska tísku-
hönnuðinn Jimmy Choo og saman
hafa þau skapað glamúrútgáfu af
skónum.
Nýja útgáfan er skreytt glitrandi
kristöllum frá austurríska skart-
gripaframleiðandanum Swar-
ovski og glimmeri, þannig að þeir
skína nú skærar en nokkru sinni.
Þetta er harla óvenjuleg blanda af
tveimur ólíkum stílum, en nýja
útgáfan á engu að síður vafalaust
eftir að njóta mikilla vinsælda hjá
tískuvitum og skófíklum.
Ein útgáfan alsett kristöllum
Skórnir koma í fjórum litum,
gulbrúnir með Swarovski-kristal-
kraga, gulbrúnir með gullglimm-
eri, svartir með glimmeri og svo
er ein útgáfa sem er alveg þakin
Swar ovski-kristöllum, en hún er
aðeins til í takmörkuðu upplagi.
Auglýsingaherferðin fyrir skóna
var unnin með þekktum nöfnum.
Hjólabrettakappinn og fyrirsætan
Evan Mock og fegurðarfrum-
kvöðullinn Kristen Noel Crawley
sitja fyrir á myndunum, sem voru
teknar af leikaranum og ljósmynd-
aranum Cole Sprouse í þjóðgarði í
Kaliforníu.
Gróðursetja tré
fyrir hvert par
Skórnir verða í boði í sérvöldum
Jimmy Choo-verslunum um allan
heim og voru líka í boði í tak-
markaðan tíma hjá Ounass, sem er
lúxusvöruverslun á vefnum.
Timberland hefur lofað að
gróðursetja 50 milljón tré á næstu
fimm árum og sem hluta af því
ætlar fyrirtækið að gróðursetja
eitt tré fyrir hvert einasta par af
þessum skóm sem verður fram-
leitt.
Glamúrútgáfa Timberland
Timberland var að gefa út nýja útgáfu af þekktu reimaskónum sínum sem eru heldur fínni en
venjulega. Nýju stígvélin eru afrakstur samstarfsverkefnis með tískuhönnuðinum Jimmy Choo.
Það er töluvert meiri glamúr yfir þessari útgáfu af skónum. MYNDIR/TIMBERLAND.COM
Nýju skórnir eru afrakstur samstarfsverkefnis með
malasíska tískuhönnuðinum Jimmy Choo.
Hjólabrettakappinn Evan Mock var meðal fyrirsætanna
á myndunum í auglýsingaherferðinni.
Timberland
ætlar að
gróðursetja eitt
tré fyrir hvert
einasta par af
skónum sem
verður fram-
leitt.
Kóngafólk og annað frægt fólk ber andlitsgrímur rétt eins og almenningur.
Kate Middleton, hertogaynja
af Cambridge, fer ekki var-
hluta af sýkingarhættu og ber
andlitsgrímu úr bómull með
blómamynstri. Þannig hefur
gríman orðið partur af tísku
hjá nútíma fólki. Margir ganga
um með venjulega grímu eins
og heilbrigðisstarfsfólk notar
og fást í apótekum. Aðrir kaupa
grímur frá þekktum hönnuðum
eða sauma þær sjálfir. Svo hafa
skemmtilegar gríngrímur litið
dagsins ljós. Það sem skiptir þó
öllu máli er að nota grímuna til
að hún geri gagn og að hún sé
rétt gerð.
Gríman þarf að sitja rétt á and-
litinu, ná yfir nef, munn og höku.
Þvoið hendur og sprittið áður en
gríman er sett á andlit og eftir
að hún er tekin niður. Skipta
þarf um grímu reglulega og þvo
þær sem eru gerðar úr bómull í
minnst 60°C. Athugið að venju-
legar andlitsgrímur eru einnota.
Grímur fyrir alla
Breska hertogaynjan Kate Middle-
ton gætir að því að sýna samstöðu
um sóttvarnir og notar grímu.
Hailey Bieber, eiginkona Justin Bie-
ber, gengur um götur Los Angeles
með svarta andlitsgrímu.
LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
NÝJAR HAUSTVÖRUR STREYMA INN
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R